Vikan


Vikan - 06.09.1979, Side 34

Vikan - 06.09.1979, Side 34
Ungfrú ísland, þrátt fyrir nefiö störa Kæri draumráðandi! Mig langar að biðja þig að ráða fyrir mig eftirfarandi draum, sem mig dreymdi aðfaranótt 29/1. Ég var að taka þátt í fegurðarsamkeppni fyrir unglinga hér á lslandi. Ég vissi ekki fyrr en Heiðar Jónsson las upp nafnið mitt og sagði, að ég hefði hlotið titilinn ungfrú tsland. Halldóra Björk krýndi mig með kórónu og ég grét af gleði. En ég skildi ekki af hverju ég varð fyrir valinu, því ég er með svo stórt og Ijótt nef. Svo kom vinkona mín til mín og sagði að það hefðu svo fáir klappað þegar ég var krýnd, en þá sagði önnur vinkona mín: „Ekki segja þetta við hana. ” Svo fóru vinkonur mínar og einhver ung kona kom til mín og ætlaði með mig á Ijósmyndastofu. Svo hvarf hún allt I einu og hundur stóð við hliðina á mér. Eg fór inn I stórt hús en fann hvergi Ijósmyndastofuna. Þá fór ég bara heim. Þegar ég var að labba upp stigann heima (ég bý í blokk) mætti ég mömmu og pabba. Þá fór ég að gráta og sagði þeim að ég hefði verið kosin ungfrú ísland. Þau voru ekkert ofsaglöð en óskuðu mér samt til hamingju. Svo vaknaði ég fór að velta þessum draumi fyrir mér og reyndi að sofna aftur til að dreyma framhaldið en ég gat það ekki. Með fyrirfram þökk fyrir birtingu. Sigga. Draumur þessi er fyrirboði einhvers mikils happs og líklega festir þú ráð þitt fremur ung að árum. Gættu þin á að láta ekki gylliboð og ytra útlit villa um fyrir þér og á það við á flestum sviðum. Farir þú gætilega máttu eiga von á nokkuð sérstakri velgengni og að ná settu marki án mikillar fyrirhafnar. „Hörputónar barn- anna” Kæri Draumráðandi! Mig langar til að senda þér tvo drauma í von um að fá sent svar heim eða birt. Mér finnst ég vera stödd uppi í sveit. Nálægt árbakka var ég með fjölskyldu mína og var mágkona mín þarna líka (Ólafia). Það var mjög fallegt veður og komið kvöld og myrkur eða rökkur. Þá sé ég að það myndast bjartir Ijóslogar á himninum. Eg hef aldrei séð þetta áður svo að ég spyr mágkonu mína, hvað þetta sé. Mig drcymdi „Þetta eru hörputónar barnanna, ” svarar hún. Svo göngum við niður að ánni og sé ég þá að laxarnir synda upp eftiránni I miklum breiðum. Endar svo þessi draumur. Mér finnst ég vera stödd I leikhúsi, sem er staðsett I sveit og skammt frá er kirkja, svo til beint á móti leik- húsinu. Þegar hlé er gert geng ég út og spölkorn I burtu. Þegar ég svo fer til baka stytti ég mér leið. Fer að kirkj- unni oggengfrá henni að leikhúsinu, en á leiðinni eru fimm gömul tré- grindahlið. Þegar ég kem að fyrsta hliðinu leggjast grindurnar flatar niður og ég geng yflr. Þegar að öðru hliðinu kemur opnast það og ég geng I gegn, og sama gera hin þrjú hliðin, sem eftir eru. Þá er þessi draumur ekki lengri. Með fyrirfram þakklæti. Guðbjörg Fyrri draumurinn er fyrir björtu árferði, en þó köldu og laxarnir merkja jafn- marga kalda daga og fjöldi laxanna segir til um. Síðari draumurinn boðar þér gæfuríka framtíð. Einhverjir marg- þættir erfiðleikar verða á leið þinni en þá muntu yfirstíga auðveldlega og standa sterkari eftir en áður. Svartir tréskór af réttri stærð Kæri draumráðandi! Viltu vera svo vœnn að ráða þennan draum fyrir mig. Eg og dóttir mín, sem er 5 ára, komum inn í mjög stórt herbergi, þar voru engar mublur nema einn bekkur í hinum endanum á herberginu. Gólflð var úr glansandi parketi og á þvi voru engar mottur (Mérfannst eins og þetta hús væri í eigu Kínverja). Þegar við komum inn í herbergið gengum við upp að vegg, þar voru tvö pör af svörtum tré- klossum sem við fórum í. Við gengum síðan yflr gólflð og að þessum bekk en þá fannst mér við fara úr skónum og við það vaknaði ég. Skórnir voru no: 39 og 40, annað parið var úr mjúku leðri, dálitið bjagað eins og væri búið að ganga á þeim, en hinir skórnir sem ég fór I voru harðir og venjulegir. Bæði pörin voru vel pússuð. Hvað merkir að maður sé búinn að missa mikið hár (í draumi). Með fyrirfram þökk fyrir ráðningu. Ein sem hefur áhuga á draumum. Ekki er ósennilegt að þið mæðgurnar eigið ferðalag fyrir höndum nú á næst- unni, sem kemur frekar skyndilega til álita og samfara því gæti orðið einhver breyting á högum ykkar beggja. Að missa mikið hár í draumi merkir tjón, oftast fjárhagslegs eðlis. Það er svo gaman á jörðinni Kæri diaumráðandi! Mig langar l il að biðja þig að ráða fyrir mig draum sem mig dreymdi fyrir stuttu. Mér fannst ég sitja á tröppum gamallar sjoppu I rólegri götu. Hinum megin við götuna var fullt af fólki. Það var mjög ánægt og allt var það klœtt grímubúningum ogmeð fallega skrauthatta á höfði. Eg horfði brosandi á fólkið skemmta sér þar til það hvarf mér sýnum. Þegar fólkið var farið kom gamall maður gangandi. Þegar hann nálgaðist mig, sá ég að þetta var afl (en hann lést fyrir nokkrum árum). Ég hrópaði upp yflr mig: „Afl, ert þetta þú?"Hann lagði hendurnar yflr mig og sagði svo: „Eg er kominn að sækja þig, þú baðst mig um það. ” Eg fór að hlæja og sagði: „Afl, viltu loflf mér að vera lengur á jörðinni. Það er svo gaman. ” Hann varð ekkert vondur og sagðist ætla að sækja mig seinna. Eg vonast eftir svari sem fyrst. Kveðja, qS Þú mátt eiga von á einhverjum erfiðleik- um og þó fremur erfiðum veikindum á næstunni, sem þó munu ekki verða mjög langvarandi. Einnig má þarna greina ákveðin tákn, sem benda til að þér hætti um of til fljótfærni í samskipt- um við aðra, en þér ætti að takast að lagfæra það með tímanum. 34 Vikan 36. tbl.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.