Vikan


Vikan - 20.09.1979, Side 7

Vikan - 20.09.1979, Side 7
Sigurgeir eyddi sumarieyfi sinu á Islandi i þetta sinn og i för með honum var japanskur vinur hans, Suh'rti, sem var ekkisiðurhrifinn af íslandien Sigurgeir eraf Japan. leitt er alls staðar hægt að bjarga sér á ensku, og þá sérstaklega á meðal yngri kynslóðarinnar. Japanir eru ákaflega iðju- samt fólk og víla ekki fyrir sér að vinna hálfan sólarhringinn. Hjá þeim kemur vinna og vinnuveitandinn fyrst og svo fjöl- skyldan — öfugt við okkur á Vestur- löndum. Lifsafkoman virðist líka góð, t.d. sáust ekki eldri bílar á götunum en 4-5 ára og fólk var yfirleitt mjög vel klætt, sér- staklega unga fólkið. — Ég dvaldi í tvo daga i Kyoto og Narra, sem eru sögufrægir staðir í nágrenni Osaka. Þarna er mikið af fornum musterum og hofum og eru þetta einar elstu trébyggingar heims. Þama sést hvergi nagli heldur eru þær skeytiar saman á listilegan hátt. Um 70% Japana eru búddatrúar og hafa ekkert til sparað að gera musteri sín og líkneski sem glæsilegust. Þarna er t.d. eitt stærsta búddalíkneski i heimi. I Nara er auk þess afar fallegur og skemmtilegur þjóðgarður. Sveitasæla og sjávarréttir — Ég fór svo til eyjarinnar Shikoku sem er sunnan við Osaka og er siglt þangað með ferju. Þar tók á móti mér hinn japanski vinnufélagi minn, en hann er kvæntur japanskri konu. Móðir hans býr á stórri jörð í nágrenni fiskiþorps sem minnti á íslenskt sjávarþorp nema hvað þar ríkti Miðjarðarhafsloftslag og var gróðurinn eftir því. Ég dvaldi þarna í algjörri sveita- sælu í 12 daga. Ég fékk lánað hjól hjá húsmóðurinni og eftir stuttan spöl upp í fjöllin var ég komin í sömu tæru fjalla- kyrrðina og við þekkjum á íslandi. — Við fórum með gömlum skólabróður félaga míns til Kochi, sem er stærsta borgin á eyjunni. Þar er mikið af töfrandi veitinga- húsum, bæði til fjalla og sjávar. Mér er sérlega minnisstæð heimsókn okkar í veitingahús á fljótandi pramma. Þar komu 38. tbl. Vikan 7

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.