Vikan


Vikan - 20.09.1979, Qupperneq 20

Vikan - 20.09.1979, Qupperneq 20
Jónas Kristjánsson skrífar frá Grikklandi: 6. grein Aþena nútímans er best á kaffihúsum Fortfðin reynir á fæturna Aþena nútímans er Ijót borg, nánast hræðileg borg, enda byggð í miklu hasti á síðustu áratugum. Þar er hvergi að finna samræmi í húsagerðarlist. Og umferðaröngþveitið er vægast sagt gífurlegt. Það tekur stundarfjórðung að aka kringum hótelið Grande Bretagne í borgarmiðju. Menn koma heldur ekki til Aþenu til að horfa á nútimann. Menn koma til að horfa á fornar rústir frá þeim tima, er Aþeningar kunnu hið fullkomna samræmi I húsagerðarlist og þekktu ekki umferðaröngþveiti. Við göngum upp á Akrópólis og dáumst að Parþenon og öðrum hofum klettavirkisins. Við göngum um hina fornu Agóru með Stóum sínum annars vegar og hreyknu hofi Þeseion hins vegar. Við förum jafnvel í Keramikos, kirkjugarð fornaldar. Auðvitað förum við líka í merkasta fornleifasafn veraldar, Þjóðminjasafnið. Við förum jafnvel líka i Benakisafnið og Býsanska safnið. Þetta er margra daga vinna. Þjóðminjasafnið eitt er raunar viku verk, ef vel ætti að vera. Dásamleg uppfinning, loft- kæling Þetta reynir á fætur og svitakirtla. Við reynum að nýta morguntímann strax eftir opnun og kvöldtimann rétt fyrir lokun, þegar hitinn er þolanleg- astur. Frá hádegi til klukkan fimm hættir venjulegur Islendingur sér ekki í slikar gönguferðir. Þegar þessu þrammi lýkur klukkan ellefu að morgni eða sjö að kvöldi, '<omast aðeins tvær hugsanir fyrir i öfðinu. Hin fyrri er TAXI og hin síðari lOFTKÆLING. Þá snýst lífsbaráttan eingöngu um þetta tvennt. Við hremmum leigubíl i offorsi. Viö bítum á jaxlinn meðan við höllum okkur aftur í kolsvört og brennheit plastsætin og teljum mínúturnar inn að hóteli. Uppi á herbergi er loftkælingin sett á fullt. Síðan vöknum við til lifsins i svalri sturtu. Kaffíhúsin eru fyrsfa fíokks Hvað á svo að gera við tímann frá ellefu fyrir hádegi til fimm eftir hádegi? Þama er siestan sjálfsögð eftir hádegis- matinn eins og annars staðar við Miðjarðarhafið. Ekki síst ef næturlífið I Plaka var stundað nóttina áður eða verður stundað næstu nótt. Samt er nógur timi aflögu, sem betur má nota til annars en að híma á hótel- herbergi. Þá er upplagt að ganga á vit hins hversdagslega mannlífs í hinni Ijótu og streittu Aþenu nútimans. Það gerum við með því að fá okkur hægan sess í skugga á gangstéttarkaffihúsi. Aþeningar bregða sér á kaffihús af minnsta tilefni. Þar er gert út um viðskipti. Þar mæla menn og konur sér mót. Þar lesa menn blöðin og ráða krossgátur. Þar horfa menn á náungann. *0 Vlkan 3«. tbl.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.