Vikan


Vikan - 20.09.1979, Side 23

Vikan - 20.09.1979, Side 23
Framhaldssaga eftir Rhonu Uren 8. hluti levndardómar gomla klaustursins Þýð: Steinunn Helgadóttir „Nei, frændi, neií" hrópaði ég æstf nú var ég loksins búin að fá málið aftur. „Einhver hélt mér fastri, lagði höndina yfir andlitið á mér og dró mig blindaða í gegnum ganginn. Síðan var mér sparkað inn í herbergið mitt. Þetta er sannleikurinn." Þegar ég fór að líta í kringum mig eftir árásarmanni minum sá ég að ég var ein og dyrnar að herberginu voru vandlega okaðar. Þrettándi kafli Morguninn eftir hafði ég enga matar lyst. Ég beið óþolinmóð eftir tækifæri til að segja James frænda frá því er gerst hafði nóttina áður en ég vissi að ég yrði að bíða þar til hann hafði snætt morgunverð og lesið bréfin sín. En hann leit aftur og aftur upp frá dagblaðinu og leit áhyggjufullur á mig. „Della mín, þú borðar ekkert og svo ertu náföl. Ertu eitthvað lasin?” spurði hann vingjarnlega. „Það er svolítið að frændi,” útskýrði ég, fegin að hann bryddaði upp á þessu. „Ég veit að þér er illa við að vera truflaður svo snemma dags en mér þætti vænt um að fá að tala við þig þegar þú nefur tíma.” Hann lagði blaðið saman og sagði um leið og hann stóð upp: „Fremsta áhuga- efni mitt er að létta á huga þínum, vina mín. Gerðu það fyrir mig að borða dá litið og komdu síðan inn á skrifstofuna til min eftir tíu mínútur.” Mér varð óglatt við tilhugsunina um mat en fékk mér annan kaffibolla til að eyða tímanum. Þegar ég kom inn á skrif- stofuna bauð frændi minn mér sæti og rétti mér stól áður en hann settist aftur við skrifborðið. Mér fannst mjög þægilegt að sjá hann sitja á móti mér, vingjarnlegan og hjálpfúsan. Þó vissi ég varla hvernig ég átti að byrja á að segja honum sögu mína eða hvernig ég ætti að koma orðum að því að á mig hefði verið ráðist undir hans þaki. Vesalings maðurinn myndi áreiðanlega bölva þeim degi sem ég hafði komið og snúið öllu við í heimilislífi hans. Hann hlaut að hafa tekið eftir því hve erfitt ég átti með að taka til máls því að hann sagði bliðlega: „Vertu ekkert að flýta þér, Della. Þú þarft ekki að vera hrædd við að segja mér það sem þér liggur á hjarta.” Að lokum flýtti ég mér að segja: „Ég vaknaði við fótatak í nótt.” Hann leit föðurlega á mig og sagði: „Mér þykir það leitt ef einhver hefur truflað þig, vina mín. Sennilega hefur einhver viljað fá eitthvað heitt að drekka og hringt á þjónustustúlkuna. Ég held við getum verið viss um að það mun ekki gerast mjög oft. Hélt þetta fyrir þér vöku?” Mér brá þegar ég heyrði að hann hélt að ég væri að kvarta yfir slíkum smá- munum og flýtti mér að útskýra mál mitt betur. „Nei, frændi, fótatakið i sjálfu sér hefði ekki truflað mig. En þú veist sjálf- sagt að herbergið mitt er það siðasta sem notað er í áttina að klaustur- veggnum? Hver hefði það getað verið frændi og hvert var hann að fara? Ég heyrði ekki neinn ganga til baka.” Ég grandskoðaði andlit hans í þeirri von að hann gæti komið með einhverja eðlilega skýringu á þessu. „1 gömlum húsum eins og þessu getur hljóð borist ótrúlega langt og komið úr ákaflega villandi áttum, vina mín, sér- staklega þegar hljótt er að nóttu til. Þó að fótatak kæmi, jafnvel neðan úr kjallaranum frá þjónustufólkinu, gæti það bergmálað og endurbergmálað þannig að |»ð virtist vera alveg við dyrnar. Sérstaklega ef maður er hálf sofandi.” Hann brosti ástúðlega til min. „Þú getur verið viss um það, vina mín. að þessi gangur endar við vegginn og þar sem ekki er hægt að komast lengra er engin ástæða fyrir neinn til að vera að ganga þar inn, eða hvað?” Ég heyrði það á rödd hans að hvað honum viðvék var viðtalinu lokið. En ég þurfti að segja honum fleira. „Það skyldi maður ætla. En einhver var nú þama samt, frændi. Ég var svo viss í minni sök að ég fór og athugaði læsingarnar á hinum herbergjunum en þær voru allar eins og þær áttu að vera. Samt hafði einhver faliðsig þarna.” Augasteinar frænda mins urðu eins og svartir punktar og ég varð hrædd um að ég hefði reitt hann til reiði. „Vitleysa, Della. Eg er búinn að segja þér hvað sennilegast er að hafi gerst,” sagði hann stuttlega og tók upp bréf, sem lá á borðinu. Ég var meiri kjáninn, hafði sagt honum svo klaufalega frá þessu, að hann missti áhugann. „Gerðu það fyrir mig, frændi, hlust- aðu á það sem ég þarf að segja,” bað ég. Hann kinkaði stuttlega kolli og bældi niður andvarp. „Allt í lagi, segðu mér þaðþá.” „Þegar ég komst að þvi að herbergin voru læst áleit ég að leynidyr hlytu að vera á veggnum.” Ég þorði ekki að þagna þegar ég sá frænda minn hleypa í brýrnar en flýtti mér að halda áfram: „Ég ákvað að rannsaka málið og ég var einmitt að þreifa á veggnum þegar... ” Hryllingur siðastliðinnar nætur yfir- bugaði mig allt í einu og tár vonleysisins fylltu augu min. „Einhver kom aftan að mér,” kjökraði ég. „Einhver kom aftan að þér? Hver var það?” Þó að rödd hans væri kurteisisleg var hún kuldaleg og full vantrúar. Eg hristi höfuðið örvæntingarfull. „Ég veit það ekki. ég gat ekki snúið mér við.” „Hrópaðirðu ekki á hjálp?” „Nei,” hvíslaði ég og minntist sterkrar handarinnar fyrir munni mér. Frændi minn lagði fingurna saman og sat jjannig og virti mig fyrir sér. „Svo að þér fannst einhver koma aftan að þér en þú hvorki snerir þér við né hrópaðir á hjálp? Mér finnst þetta illskiljanlegt þvi eðlilegustu viðbrögðin og besta vopn konunnar er að kalla á hjálp.” Hann lækkaði röddina. „Þig hefur dreymt þetta allt saman barnið mitt, er það ekki?” „Nei, frændi, nei!” hrópaði ég æst, nú var ég loksins búin að fá málið aftur. „Einhver hélt mér fastri, lagði höndina yfir andlitið á mér og dró mig blindaða í gegnum ganginn. Síðan var mér sparkað inn í herbergið mitt. Þetta er sannleikurinn.” Nú var ég búin að ná allri athygli frænda míns. Hann stóð upp og settist við hlið mér, tók utan um báðar hendur minar og rannsakaði andlit mitt eins og hann væri að sjá mig í fyrsta skipti. Augu hans virtust stara beint inn í sál mína. Síðan sneri hann sér sorgmæddur undan. „Della mín, ég bið þig. Hættu að hugsa um þetta. Ég veit að þér finnst 38. tbl. Vikan Z3

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.