Vikan


Vikan - 20.09.1979, Side 38

Vikan - 20.09.1979, Side 38
HUER5 UECnn garðinum yfir. Með þvi að gripa i hana gæti honum tekist það. Það var ekki auðvelt. Gary var eng- inn fimleikamaður en einhvern veginn gat hann hafið sig upp, sveiflað sér yfir og látið sig síga þar til hann gat látið sig falla á jörðina. Hann lenti í hrúgu af garðrusli. 1 nokkrar mínútur stóð hann þarna móður, sumpart vegna þreytu og sumpart vegna hræðslu. Síðan gekk hann varlega yfir garðinn og nolaði vasaijósið með þvi að leggja höndina yfir það. Garðurinn var frekar lítill og brátt var hann kominn að húsabaki. Hann lýsti með vasaljósinu I kringum sig. Þarna stóð kofi upp við húsið og rusla- tunna við kofann. Regnvatnstunna á steinsteyptum stöplum var í einu horn- inu. Gary opnaði kofann varlega, það marraði ofurlítið i hurðinni en annað hljóð heyrðist ekki. Hann lýsti inn með vasaljósinu og sá kassa fulla af flöskum og stafla af tómum pappakössum. Hann athugaði þá. Johnson’s Baby Powder, las hann, og Dettol. Hann var í garðin- um á bak við lyfjabúðina. Hann reyndi i huganum að staðsetja sig á aðalgötunni fyrir framan Indíána- tjaldið. Var lyfjabúðin ekki til vinstri? Hann sá að garðarnir voru aðskildir af hárri girðingu. En með því að klífa upp á vatnstunnuna komst hann upp á kofa- þakið og hoppaði inn í næsta garð. Nú rak hann fótinn í eitthvað og hljóð, eins og þegar málmhlutur veltur, heyrðist. Hann hrökk í kút og beið þess að til hans sæist en ekkert gerðist. Það var einnig kofi i þessum garði og töluvert rusl, kass- ar, blómapottar og virar lágu dreift á jörðinni. Hann opnaði kofann þarna enn varlegar en þann fyrri og sá nú garð- yrkjuáhöld og fræ. Gluggi á efri hæðinni var opinn. Með því að standa á kofaþakinu var leikur einn fyrir Gary að ná i hann. Glugga- tjöldin voru ekki aiveg dregin fyrir og hann lýsti með vasaljósinu, sem hann hélt enn fyrir að nokkru, milli þeirra. Hann sá nú rúm sem i var stór hrúga af rúmfötum. Stór hrúga? Gary athugaði þetta betur, tvö höfuð, mjög greinileg, hvildu á koddanum og meðan hann horfði á þau breyttist andardrátturinn. Hann hörfaði í flýti og hjarta hans barðist um. Ef þetta var íbúð frú McBride þá var hún með mann hjá sér. öllu frekar hafði hann misreiknað sig og Indíánatjaldið var þá hinum megin við garð lyfjabúðarinnar. Móður og bölvandi fór Gary aftur sömu leið og hann hafði komið inn í fyrri garðinn. Nú gat hann ekki notað kofann til þess að komast yfir. En girðingin þar var ekki há, hún var gerð úr vírneti og hann kleif léttilega yfir. I næsta garði virtist vera meira rými og engan kofa sá hann. Steinveggur var fyrir framan hann og svartmálaðar dyr. Næst þeim var lítill gluggi með möttu gleri, hálfopinn. Gary leit í kringum sig eftir einhverju til þess að standa á. Ef hann gæti teygt sig inn gæti hann opnað stærri hlerann, ef ekki varð hann að brjóta glerið. Þarna var líka sorptunna og hann sneri henni við til þess að stíga upp á hana. Innihaldið rann út í vel frágengnum plastpokum sem gáfu til kynna að hús- ráðandi væri reglusamur. Með því að standa svona gat Gary opnað gluggann en ekki var auðvelt að komast inn. Hann rak fótinn í suðupott og tómahljóð heyrðist, lágt, en fyrir honum hátt. Hann opnaði dyrnar og gekk eftir þröng- um ganginum sem ljósgeislinn sýndi að lá eftir húsinu endilöngu. Við enda gangsins var brattur stigi, til hægri voru dyr, lokaðar með klinku, hans megin. Gary losaði klinkuna og leit inn. Hann var á bak við afgreiðsluborðið í verslun fullri af barnafötum, loksins var hann á réttum stað. Hann flýtti sér úr dyrun- um. Ef einhver væri úti á götunni myndi hann sjást. Með þeirri leynd sem hann hafði farið inn og út úr húsi foreldra sinna í Nottingham fyrir mörgum árum, læddist Gary nú upp teppalagðan stig- ann. Það marraði í einu þrepinu og hann beið i heila mínútu áður en hann hélt áfram, ekkert gerðist. Á efri hæðinni voru nokkrar dyr. Hann reyndi eina af þeim og sá þá inn í setustofu. Næsta, sem sneri að bakhlið hússins, var að eldhúsinu. Baðherbergið hlaut að vera fyrir q^an þvottahúsið, sem hann hafði komist inn um, svo frú McBride hlaut að sofa I herberginu sem sneri að framhlið hússins. Gary sneri húninum varlega og opn- aði dyrnar. Hurðin straukst við teppið með daufu hljóði. Hann sá ekkert. Hann lagði lófann aftur fyrir vasaljósið og lét aðeins örmjóan geisla skína yfir gólfið. Hann sá rúm og var einn rúmfóturinn beint fyrir framan hann, það glitti í bleik rúmföt í daufu ljósinu. Gary lét ljósgeisl- ann leita upp eftir rúminu. I því vaknaði frú McBride og bjargaði þar með lífi sínu. Eitt hræðilegt augna blik horfði Gary á snjóhvítt hár og rautt, bústið andlit. Frú McBride, I ermasíðum náttkjól, var ekki rétta konan. Hann var hlaupinn niður stigann áður en henni gafst tími til að æpa og kominn út um dyrnar sem lágu inn i búðina á augabragði. Smárúðótt útihurð búðarinnar var lokuð með klinku og keðju. Jafnvel þegar það hafði verið fjar- lægt opnaðist hún ekki því frú McBride var mjög varkár og geymdi lyklana uppi hjá sér til enn frekara öryggis. Gary leit örvinglaður í kringum sig, sá stól, greip hann og fleygði honum í hurðargluggann sem brotnaði með háu hljóði. Hann steig út um skörðótt opið, hljóp upp götuna þangað sem hann hafði skilið bílinn sinn eftir og var rok- inn út úr bænum um það leyti sem frú McBride, sem hafði reyndar aldrei æpt, var að tala við lögregluna og áður en fyrstu ljósin kviknuðu og forvitin andlit litu út til þess að sjá hvað urn væri að vera. 7. K.AFLI. Á forsíðum flestra þriðjudagsblað- anna var mynd af Söndru. Vera kynni að hún hefði sést með morðingja sínum og I fréttinni var skorað á alla þá sem höfðu séð hana á föstudagskvöld að gefa sig fram. Flest blaðanna minntust á það að eiginmaður hennar hefði kvöldið áður hjálpaö lögreglunni I marga klukkutíma. Jeremy fannst félagsskapur Odgen fólksins næstum óþolandi. Hann var alls óhæfur til þess að halda uppi almenni- legu samtali, i huga hans bergmálaði það sem Bailey hafði sagt og hann var farinn að stara á Bill með hroðalegar grun- semdir i huga en hann var með smá rispu á andlitinu. Eftir nokkra svefn- lausa klukkutíma í gestaherbergi Odgen fólksins fór hann aftur á lögreglustöð- ina. „Hvað eruð þið að gera?” spurði hann um leið og hann var kominn inn á skrif- stofu Baileys. „Gerið þið eitthvað til þess að finna þennan mann? Einhver hlýtur að hafa séð hann?” „Við höldum rannsóknum okkar áfram, hr. King,” sagði Bailey. „Allur okkaríimi fer í það.” Rólyndi mannsins fór i taugarnar á Jeremy. „Konan mín var á lífi. Nú er hún dáin. Ég vil fá þann sem myrti hana, hver sem hann er,” sagði hann. „Það viljum við líka, hr. King,” sagði Bailey. „Og við munum finna hann. Látið okkur um þetta. Við erum búnir að fá nokkrar niðurstöður frá rann- sóknarstofunni. Það voru skinnflögur undir nöglum frú Kings. Hún getur hafa merkt manninn, hver sem hann var.” „Svo þið eruð hættir að gruna mig?” „Kvennaklór undir slíkum kringum- stæðum eru ekki alltaf merki um mót- þróa, hr. King,” sagði Bailey. „En ég býst við að fá fréttir frá Hjaltlandseyjum innan skamms. Þá fara hlutirnir að skýr- ast." Jeremy vissi að enginn gæti fullyrt með vissu um hvar hann var á föstu- dagskvöldið og laugardagsmorguninn, honum hafði fundist sem hann væri að fá kvef og því farið snemma I rúmið. Það væri þó samt sem áður ekki erfitt að sanna það á svo afskekktum stað að hann hefði ekki keypt sér flugfar. Eins og dauði Söndru væri ekki nógu mikið að þola án þess að það þyrfti að gruna hann um að hafa valdiö honum. Bailey mýktist ofurlítið en ekki mikið. „Þér þurfið að ganga gegnum margt, hr. King, áður en þessu er lokið,” sagði hann í mildari tón. „Hver veit að hverju við komumst?” Bailey hélt að Sandra hefði átt sér elskhuga. En ef svo var, hvers vegna var hún myrt? Höfðu þau rifist? Það var fáránlegt að hugsa svona, auðvitað hafði hún ekki átt sér elskhuga. Jeremy hafði enga eirð I sér til þess að dveljast í tómri íbúð Odgen fólksins all- an daginn. Hann spurði Bailey hvort hann mætti fara að hitta foreldra sína sem bjuggu sjötíu og fimm kílómetra I burtu. Hann fékk leyfið. Eins og krakki, hugsaði hann reiðilega. Lögreglumaðurinn sem hafði yfir- J* Vlkaa SS. *M,

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.