Vikan


Vikan - 20.09.1979, Page 47

Vikan - 20.09.1979, Page 47
haft nóg að gera síðan þættirnir voru sýndir. — Það er gott að hafa nóg að gera, þannig vil ég hafa það, segir hann á yfir- stéttarensku sinni sem hæfa myndi hvaða kóngi sem er. Ætli honum hafi ekki þótt óviðeigandi að taka þátt í gerð sjónvarpsmyndar um konungsfjölskylduna þar sem prinsinn var tiltölulega nýlátinn og ekkja hans enn á lífi? — Nei, alls ekki. Ég er hlynntur konungsfjölskyldunni og viðhorf mín til hennar mótast af því. Ég get ekki séð nokkuð rangt við að taka að sér að túlka prinsinn eins og hann var eftir bestu heimildum. Ég myndi taka að mér að túlka sjálfan Guð almáttugan ef út i það færi, það er heiðarlegt hlutverk. — Að sjálfsögðu átti ég í ýmsum erfið- leikum með hlutverkið til að byrja með. Ég byrjaði á því að sætta mig við þá staðreynd að ég gæti aldrei skilað hlutverkinu fullkomlega og einsetti mér því að skila því ekki illa. Þetta er ólíkt þvi þegar leikarar eru að túlka einhverjar skáldsagna- persónur, þar getur leikarinn valið hvernig hann fer að og notað ímyndunaraflið óspart. í þessu hlutverki var ábyrgðin sem sett var á herðar leikaranum meiri en vant er. — Ég er ekki viss um að það hafi verið rétt að ráðast í gerð þessara þátta á meðan hertogaynjan er enn á lífi. En einmitt þess vegna var mjög mikilvægt hvernig til tækist við að endurskapa hana á skerm- inum. Mér finnst Cynthia Harris hafa skilað hlutverki sínu stórkostlega vel, hún túlkaði frú Simpson af miklu næmi. Vinnan sem Cynthia lagði á sig til að kynnast og þar með til að geta túlkað frúna sem best, var ótrúleg. En allt var það gert af virðingu við hertogaynjuna. Mér finnst Cynthia hafa farið varfærnum og fíngerð- um höndum um hlutverkið en samt með reisn og ég held að það sé ekkert í þessum þáttum sem við höfum fengið eftirþanka út af. Þó Ástir erfðaprinsins hafi nú nýverið komið Éox í sviðsljósið þá var það allt annað hlutverk sem breytti honum úr óþekktum leikara yfir í listamann á heims- mælikvarða. Það var hlutverk kaldrifjaðs morðingja í mynd Éred Zinnermans, Day of the Jacal, sem hann fór með fyrir sjö árum. — Þar lék ég manngerð sem allir karl- menn sækjast eftir að líkjast . . . og allar konur þrá að elska. Væri hann tilbúinn til að lýsa Játvarði VIII með sömu orðum? — Bæði já og nei. Það fer ekki á milli mála að hann gekk í augun á konum. En ég get ekki ímyndað mér að nokkur maður með fullu viti hafi viljað standa í hans sporum. Edward Eox neitar að gefa upp skoðun Þafl er ekki alltaf hlaupið afl þvi afl gera upp hug sinn og þar er prinsinn af Wales engki undan- tekning. Hér er hann í þungum þönkum mefl ástinni sinni sem ekki virflist vera minna hugsi. sína á því hvort prinsinn hafi breytt rétt þegar hann afsalaði sér bresku krúnunni ástarinnar vegna. — Það er ekki mitt að svara því, og þvi síður hinu hvort hann hafi verið óeðlilega veikgeðja eins og margir hafa haldið fram. Við erum öll veikgeðja á einn eða annan hátt. Annars eru umræður um hjónabönd ekki uppáhaldsumræðuefni Edwards Eox. Síðastliðin sex ár hefur hann, eins og hann orðar það sjálfur, „búið með” leikkonunni Joanna David í lítilli en snoturri íbúð í London. Saman eiga þau eina dóttur, Emelíu, sem er 4 ára. Eox dregur enga dul á það að hann gæti alveg hugsað sér að eiga 38. tbl. Vikan 47

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.