Vikan


Vikan - 08.11.1979, Page 12

Vikan - 08.11.1979, Page 12
I ÍSLENDINGUR í SJÁVARHÁSKA „Allt í einu fór skic Klukkan er 1.00 um nótt og það er kolniðamyrkur 800 mílur austur af strönd Nýfundnalands. Danska skipið Kristine Söbye klýfur öldurnar og í brúnni stendur stýrimaðurinn, Hrafn Margeir Heimisson, 24 ára gamall Hornfirðingur. Dagurinn: 14. sept- ember, 1979. Allt í einu fer skipið á hliðina og stýrimaðurinn ungi veit ekki sitt rjúkandi ráð. „Mér brá ónotalega við þetta," segir Hrafn, „og það fyrsta sem mér datt í hug að gera var að sigla skipið upp af fullum krafti en það var ekki hœgt og hefði raunar ekki þýtt neitt því þá hefði það bara farið á hina hliðina. Ég vissi að í lestum skipsins voru heljarmiklar járn- kúlur sem við vorum að flytja og þær runnu til þannig að útlitið var ekki gæfulegt. Flestir voru í fasta svefni þegar þetta gerðist en vöknuðu nú við illan draum. Skipstjórinn kom aðvrfandi og eftir að við höfðum kannað aðstæður sáum við að ekki kom annað til greina en að senda út neyðarkall. Við náðum sambandi við ýmsar stöðvar í landi, bæði í Kanada og Halrfax, og svo loks við danskt skip en það var svo langt í burtu að það hefði ekki getað komið á • vettvang fyrr en eftir 2 daga. Og miðað við hallann á skipinu þá var það augljóslega of langur tími. En gæfan hafði ekki alveg snúið við okkur nVlhun 4*. tbt. i

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.