Vikan


Vikan - 08.11.1979, Page 17

Vikan - 08.11.1979, Page 17
— Ég var 11 ára þegar ég sá kóka-kóla í fyrsta skipti. Pabbi var að koma að utan þar sem hann hafði staðið í samningagerð á vegum íslensku ríkisstjórnarinnar en sett það skilyrði áður að hann fengi einhvern tíma ytra til að sinna eigin málum. Þennan tíma notaði hann til að gera samning við kóka-kóla félagið og þegar hann kom heim hafði hann meðferðis einn kassa af kóki. Ég man að mér þótti drykkurinn vondur til að byrja með og það þótti líkast til flestum. En eftir að verksmiðjan fór í gang vildu allir prófa nýja drykkinn, og þeir prófuðu aftur og aftur og aftur og enn er þetta selt. Kóka- kóla er elsti gosdrykkur í veröldinni, seldur um viða veröld og sagt er að sólin gangi aldrei til viðar í kóka-kóla veldinu. Herinn þurfti kók — Verksmiðjan var sett upp 1941 af Bandaríkjamanni sem kom beint frá Shanghai þar sem hann hafði verið sömu erinda. Á þessum tíma voru miklar innflutningshömlur þannig að okkur gekk erfiðlega að fá þann sykur sem til þurfti svo og flöskur en þær þurfti að flytja inn. Því var drykkurinn eingöngu seldur til hersins til að byrja með og hann gerði allt það fyrir okkur sem í hans valdi var því að kókið vildi hann fá. Shanghai-farinn sá náttúrlega í hvert óefni stefndi með verksmiðjuna eins og málum var háttað hér á landi, en hann kunni ráð við flestum vandamálum. Þannig var nefnilega að meðan á dvöl hans hér stóð dvaldi hann mestan partinn á Hótel Borg og hafði það fyrir reglu að borða daglega með yfirmanni ameríska hersins og svo spiluðu þeir póker fram á rauða nótt. Það brást sjaldan að þegar komið var fram undir morgun þá skrifaði hershöfðinginn undir að hann skyldi útvega hitt og þetta sem okkur vanhagaði um beint frá Bandarikjunum, stystu leið. T.d. varð verksmiðjan stopp fyrsta árið vegna flösku- skorts en þá fékk bandaríski herinn heilan skipsfarm af kóki sendan hingað upp og þegar það hafði verið drukkið af hermönnum þá fengum við tómu flöskurnar og gátum haldið áfram að tappa á. Það þurfti að passa vel upp á glerið á þessum árum og eftir að við fórum að dreifa drykknum á innlendum markaði fengu verslanirnar aldrei meira kók en þær gátu sett tóm gler á móti. — Þessum Bandaríkjamanni, sem setti upp verksmiðjuna, var ýmislegt til lista lagt. Eitt var að í húsinu, sem við fyrst tókum á leigu undir starfsemina, var afskaplega mikill rottugangur. Þetta var sama húsið og skrifstofur okkar eru enn í, við Hofsvallagötu, en það var í eigu Óskars Halldórssonar útgerðarmanns. Rottu- gangurinn stafaði aðallega af því að Eimskip var með hluta af húsinu á leigu sem vöruskemmu, svo bætti ekki úr skák að bak við húsið, þar sem nú er bílaplan, var fjós. Svo stóð bóndabær, sem hét Hagi, alveg upp við húshliðina. Það var ráðist í að rífa þetta allt með miklum látum en þrátt fyrir það linnti ekki rottuganginum. Bandarikjamaðurinn var að vonum orðinn þreyttur á þessu og það endaði með því að hann tók sér stöðu við eitt hornið, vopnaður 5-6 kókflöskum sem hann grýtti svo eins og handsprengjum á eftir rottunum þegar þær birtust. Ekki fer sögum af hversu mörgum hann kálaði á þennan hátt. Leyndarmálið — Upphaflega er drykkurinn blandaður af lyfsala í Atlanta í Georgíu-fylki árið 1886 og seldur í lausu máli út úr lyfjabúð hans. Þetta var á þeim tima þegar mjög var í tísku að búa til alls kyns lífselexíra sem áttu að vera allra meina bót, lækna höfuð- verk, koma ástamálum í gott horf o.s.frv. En þetta ágæta meðal var svo gott á bragðið að fólk fór að drekka það eingöngu vegna bragðsins og þá var farið að selja það sem gosdrykk. Þetta gekk í nokkur ár þangað til nokkrir menn sjá að hér sé eitthvað sem gera megi meira úr og það endar með því að þeir kaupa uppskriftina af lyfsalanum, nákvæmlega eins og hún kom fyrir, og kókið sem fólk er að drekka í 45. tbl. Vikan 17

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.