Vikan


Vikan - 08.11.1979, Page 30

Vikan - 08.11.1979, Page 30
Fjórir draumar um föðurinn Kæri draumráðandi! Mig langar að biðja þig að ráða fyrir mig nokkra drauma. Draumur I. Ég segi þér aðstœður fyrst og svo drauminn. Svo er mál með vexti að mamma og pabbi skildu í vetur en hann átti ársmiða hjá happdrœlti D.A.S. Ogsvoþegarfarið var að auglýsa nýtt happdrættisár þá dreymir mömmu nóttina áður en dregið var að hún lægi uppi í hjóna- rúmi. Pabbi kom skellihlœjandi með sigurbros á vör og sagði um leið og hann stillir sér upp við fótagaflinn: ,,Égá hann og ég fékk vinninginn, ” og var hann sigri hrósandi. Þessi draumur stendur Ijóslifandi fyrir henni (Eg tek það fram að hún fór daginn eftir og keypti þennan miða, því hann keypti hann ekki aftur). Draumur 2. Mömmu dreymdi að áhöfnin á ms X-9 gefur henni 12 silfurteskeiðar, mjögfallegar og nettar, og þriðji stýrimaður, sem heitir Z, færir henni gjöfina með kveöju frá áhöfninni (Eg tek það fram að pabbi er á X-9). En þegar mamma opnar kassann, sem var mjögfallegur, þá snúa 2 skeiðarnar öfugt við hinar. Það voru svona fjórða og fmmta skeið. Draumur 3. Mig dreymdi að við sem eftir erum I fjölskyldunni værum búin að koma okkurfyrir og hefðum það gott, en pabbi væri orðinn róni I göturæsinu í Reykjavík og fannst mét • að ég hefði miklar áhyggjur af honum. Draumur 4. Mig dreymdi að ég væri I þorpinu L. Þar á pabbi heima og kemur hann á móti mér. Eg var á bílnum mínum. Hann sparkar I bílinn og ég hleyp út úr bílnum og spyr hann, hvað I helvítinu hann sé að gera. Eg lét allt vaða, sem ég er búinn að byrgja inni I mér síðan hann fór frá okkur. Og þarna slógumst við upp á líf og dauða og endaði það með því að ég barði hann illa og henti honum í sjóinn á eftir. Þá kom kerlingin, sem hann býr með, og barði ég hana svo illa að hún lá í götunni. Vaknaði ég eftir þessi læti. Eg bið þig kæri draum- ráðandi að birta helst bara svarið og alls ekki nöfn né staði. 63-64 í þessum draumum endurspeglast þeir andlegu erfiðleikar og áhyggjur, sem þú Mig drcymdi hefur átt við að stríða síðan foreldrar þínir skildu. Að flestu leyti eru þetta ekki annað en eðlileg viðbrögð þín við þörf fyrir að losna við áhyggjur. Draumar þessir þjóna allir þeim tilgangi að losa þig enn frekar frá erfiðleikunum og i þeim öilum má greina augljós tákn þess að allt jafni sig með árunum. Fyrsti draumurinn er móður þinni fyrir fremur óvæntum fréttum, það sama gildir um annan drauminn. Þó eru þessar fréttir bæði góðar og slæmar, eftir því hvernig á málin er litið, og þarna eru tákn um óvinveittar persónur, sem reyna að valda móður þinni og ykkur í fjölskyld- unni nokkrum skaða. Þriðji og fjórði draumur fela í sér ákveðna viðvörun til þín um að þér hætti til að sýna föður þínum mikla ósanngirni og ákveðin tákn benda til að deilur innan fjölskyldunnar geti orðið mun átakaminni, ef farið er varlega í dómum um sína nánustu. Láttu tímann líða áður en þú aðhefst eitthvað vanhugsað. Það er eins með þessa atburði og annað, að þeir hverfa í minninguna og verða mun auðveldari viðfangs eftir þvi sem frá líður. Því miður er ekki unnt að birta aðeins svörin, en bréfi þínu er breytt þannig að ekki ætti að vera unnt að þekkja fólk né staðhætti. Að villast í draumi Kæri draumráðandi! ífyrradag dreymdi mig mjög undarlegan draum sem mig langar að biðja þig að ráða. Ég var stödd á íþróttavellinum I heimasveit minni ásamt strák sem ég var með síðastliðið sumar og pabba hans. Það var rigningarúði og pabbi hans var klæddur I gráan anorakk. Klukkuna vantaði 10 mín. I þrjú og mérfannst eins og við værum að fara á ball. Pabbinn sagði að við ættum að vera mætt á ballið klukkan þrjú og við fýttum okkur heim til þeirra feðga (ég tek það fram að þetta var að degi til). Húsið sem í verunni er rautt og meðalstórt einbýlishús var þarna mjög stórt og hvítt! Á því voru fjölda margir inngangar en mér fannst eins og við mættum ekki nota nema suma þeirra vegna kallsins. En við villtumst og fórum inn á vitlausum stað og varð strákurinn, sem við skulum kalla A, skelfngu lostinn og þaut út aftur og fór inn á réttum stað. Það var stigi sem lá niður, hann var mjór og lá í hringi, bjartur og teppalagður. Þegar niður var komið blasti við stórt herbergi. í öðrum endanum var eldhúsinnrétting og beint á móti hjónarúm. Rúmið var óumbúið og allt þarna inni, bæði rúmið, rúmföt, eldhús og veggir, allt var þetta hvítt og bjart. A henti mér I rúmið og byrjaði að reyna að kyssa mig en ég vildi það ekki og fór að skoða stóran sal sem var þarna inn af og opið á milli. Þarna voru hillur fullar af leikföngum, sér- staklega tók ég eftir fjórum dúkkuhöfðum misstórum, frekar gamaldags. Ég skoðaði þau vel en handfjatlaði þau ekki. í draumnum var ég hvorki glöð né hrygg eins og þetta væri mér allt óviðkomandi. Vaknaði ég síðan við það að mér fannst A kalla á mig. A var grimmdar- legur allan tímann og harkalegur I atlotum sínum. Mér hefur ekki orðið mikið hugsað til A síðan við hættum að vera saman og ég var ekki að hugsa um hann þegar ég sofnaði. Þessi draumur veldur mér miklum áhyggjum því ég man venjulega aldrei mína drauma. Vonandi veitir þú mér ein- hverja úrlausn. Með fyrirfram þökk fyrir birtingu. Ósk. Það verða einhverjar snöggar breytingar á högum þínum, jafnvel tengdar sambandi við aðila af hinu kyninu. í þessu sambandi máttu búast við ýmsu andstreymi og mikið mun reyna á staðfestu þína við að komast í gegnum það. Ýmislegt er varhugavert í fyrir- ætlunum þinum og þér væri ráðlegt að ihuga vel, hvort unnt er að treysta sumum vina þinna í blindni. Hvort þetta samband tengist A að einhverju leyti er ekki unnt að dæma um eftir draumnum en vist er að með mikilli þrautseigju ættirðu að komast í gegnum erfiðleik- ana og standa betur að vigi eftir. 30 Vikan 45. tbl.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.