Vikan


Vikan - 06.12.1979, Side 71

Vikan - 06.12.1979, Side 71
hefði ekki áhuga á nokkru öðru. Þú hefðir þó getað keypt ilmvatn i flughöfn- fnni. — Nú, drottinn minn dýri, en þú fékkst tvaer flöskur á afmælinu þinu, andmælti Ivar. — Það skiptir ekki máli, sagði Döra þvermóðskulega. — Þær voru ekki frá þér. Þú gafst mér þvottavél. — Já, en það var nú eitthvað verð- mætari gjöf en þessar flöskur. — Ó, þú skilur ekki neitt, hrópaði Dóra örvæntingarfull. — Það er nú ein- mitt gallinn. Allt er metið til fjár — þú reiknar allt I krónum og aurum og allt á að vera svo fjandi gagnlegt. Veistu hvað er það besta, sem þú hefur gefið mér? — Nei, I hreinskilni sagt. Ívar var djúpt særður. — Það var meðan við bjuggum i litlu tveggja herbergja ibúðinni okkar — þegar við vorum hamingjusöm. Við vor- um nýbúin að fá staðfest að von væri á Bogga og fórum út til að halda daginn hátiðlegan. Við gengum fram hjá karli, sem sat með nokkrar fötur fullar af rósum á gangstéttinni. Þú keyptir þrjú stór búnt, bara vegna þess að ég sagði að þær væru dásamlegar. Við drösluðumst svo með þessa blómvendi allt kvöldið og allt var svo yndislegt og þá þurfti svo litið til að gleðjast. Ó, ivar — við gerðum oft svona nokkuð áður fyrr — nú hendir þaðaldrei. Hann sat þögull og hugleiddi orð hennar. Dóra stóð aftur upp. — Maturinn er i ofninum. Viðskulum borða núna. Hann hafði ekki haft hugmynd um óánægju Dóru, þekkti ekki tilfinningar hennar. Ekki gat hann allt I einu farið að kaupa einhvern dauðans óþarfa. henda bara peningunum I vitleysu. Hvað myndi ske, ef hann ætti svo ekki fyrir rafmagnsreikningnum? Hann hafði gert sitt besta. lagt sig allan fram, búið þeim fallegt heimili. Hana skorti ekkert, en var samt að kvarta. Annars var kannski eitthvað til i þessu sem hún sagði. Hann var raunar ekki hugmyndaríkur. Hann vildi hafa röð og reglu i lífi sinu. hann var reglumaður. Konur voru skrýtnar. konan hans var greinilega ekki nein und- antekning. Honum þótti ósköp vænt um hana og langaði til að hún væri ánægð og ham- ingjusöm eins og hann. Hann gekk til hennar og lagði hendurnar um axlir hennar og þrýsti henni að sér. — Heyrðu nú, sagði hann þýðlega, — ég vissi ekki að þú værir vansæl. Ég er bara ansi smeykur um að ég eigi erfitt með að skrifa svona smáseðla og ég er hræddur um. að ég hafi ekki efni á að setja demantsarmband I súpudiskinn þinn — en ég skal sjá hvað ég get gert. Hann kyssti hana á kollinn. Og víst braut hann heilann. Heil- mikið. En hann fékk sig ekki til að koma heim með einhverjar kjánalegar smá- gjafir eða blóm. Það hefði bara verið eins og eftir pöntun. Hún hefði vitað, að hann gerði það aðeins fyrir hennar orð. En hann langaði sannarlega til að sýna henni, að hann væri alls ekki orðinn sá trédrumbur, sem hún hélt að hann væri. Honum datt i hug að kaupa helgar- ferð til Parísar — en bæði var það of dýrt og svo höfðu þau engin ráð með barnagæslu. Hann reyndi að skrifa smá- seðla, en fannst hann vera eins og hálf- viti og reif þá jafnharðan I smásnepla. Fyrr eða síðar hlaut honum að detta eitt hvaðIhug .. . Nokkrum dögum siðar borðuðu þeir saman hann og Hólmgeir yfirmaður hans. Hólmgeir var ánægjulegur maður og alltaf þægilegur að vera með. — Jæja, hvernig líður litlu frúnni? sagði hann við tvar, þegar þeir voru sestir til borðs. — Þú átt mjög ánægju- lega konu, Ívar. Þú ert lukkunnar pam- fíll! — Já, það er mér Ijóst, svaraði Ívar. En eitthvað i svipbrigðum hans vakti tortryggni Hólmgeirs. — Það er vonandi ekkert að? spurði hann. — Eiginlega ekki, sagði Ívar, en áður en hann vissi af var hann farinn að segja Hólmgeiri allt um vandamál sitt, það sem Dóra hafði sagt og hvernig hann væri búinn að brjóta heilann um hvað hann gæti gert til að koma henni á óvart. — Það er mikið til I því sem Dóra segir, sagði Hólmgeir. — Lífið er ekki bara vinna og aftur vinna — þó ég sem yfirmaður þinn ætti kannski ekki að tala svona. Við verðum að draga úr ferðalög- unum, þær eru ekki heppilegar, þessar ferðir, fyrir fjölskyldumenn. Og reyndu svo að nota hugmyndaflugið. — Þvi miður er ég ekki hugmynda- ríkur, sagði Ívar I uppgjafartón. — Vitleysa, mótmælti Hólmgeir og brosti uppörvandi til unga mannsins. — Án hugmyndaauðgi hefði þér aldrei tekist svona vel I síðustu samningum. Annars máttu ekki halda, að þetta komi ekki fyrir á bestu bæjum. Ég þykist þekkja sönginn, þvi þegar ég var ungur maður á uppleið og vann baki brotnu. sagði konan mín að ég hugsaði aldrei um neitt nema starfið. Þeir tóku matseðilinn og þjónninn mælti með kræklingunum. — Þeir eru marineraðir I hvítvíni og hvítlauk, sagði hann. — Freistandi. Umm, þá verð ég að fá. Hvaðsegir þú, ivar? — Mér líst betur á túnfisksalatið, ég hef ekki smekk fyrir kræklinga. Það er annað en Dóra, hún bókstaflega elskar kræklinga. — Nú, jæja, gerir hún það, sagði Hólmgeir. — Ertu þá ekki búinn að finna lausnina, drengur. — Fyrirgefðu. ég átta mig ekki alveg. Hólmgeir var glettinn á svip. Hann tók upp pennann og skrifaði eitthvað á bakhlið matseðilsins og rétti þjóninum. — Þú kemst að þvi, sagði hann. — En nú verðum við að snúa okkur að við- skiptunum. Það var orðið áliðið þegar Ivar kom heim. Það var kveikt á náttlampanum hjá börnunum og Dóra steinsvaf. Þegar hann hafði lagt á bakka allt sem við átti, læddist hann á tánum inn i svefnher bergið og setti bakkann á gólfið. Svo kveikti hann á náttborðslampanum. — Er kominn morgunn, umlaði Dóra svefndrukkin og reis upp viðdogg. — Ekki ennþá, sagði fvar og settist á rúmstokkinn. Hann kyssti hana á kinn- ina. Þú átt ekki að fara á fætur, en ég ætla að koma þér á óvart. Hann tók bakkann upp. — Kræklingar! Dóra glaðvaknaði. — Hvar i ósköpunum náðirðu í þetta? — 1 veitingahúsinu þar sem við Hólmgeir borðuðum, sagði Ivar. — Þjónninn mælti með þeim. Kræklingar eru ekki i neinu dálæti hjá mér, en ég vissi að þeir eru uppáhaldsmaturinn þinn. Hann dró tappann úr vinflöskunni og það kvað við hár smellur, þegar tappinn dróst úr. — Ó, passaðu þig, Ivar, þú mátt ekki vekja krakkana. — Nei, heyrðu mig nú, sagði hann hlæjandi. — Hérna sit ég á rúmstokknum hjá yndislegustu stúlkunni á jarðríki og ber fram marineraða kræklinga og hvit- vin og þá segir hún bara: „Passaðu þig að vekja ekki krakkana." — Elskan, þetta er eins og I draumi, sagði Dóra. — Þetla er dásamlegt. Engum nema þér gæti dottið I hug að bera fram kræklinga um hánótt. Þú ert einstakur! — Tja. fvar vissi ekki alveg hvað segja skyldi. I rauninni átti hann ekki hólið skilið, en hann vissi að Hólmgeir myndi geta unnt honum þess. — Þú mátt ekki gleyma því, vina mín, að maðurinn þinn er hugmyndarikur. Þau lyftu glösum og skáluðu. — Skál fyrir okkur, sagði hann lágt og þau brostu bæði kankvis. ENDIR. 49. tbl. Víkan 71
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.