Vikan


Vikan - 17.01.1980, Side 6

Vikan - 17.01.1980, Side 6
Fjölskyldumál — Guðfinna Eydal Hugtakið streita er tiltölulega nýtt, þrátt fyrir að fyrirbrigðið hafi alltaf verið til. Dýr og menn hafa alltaf sýnt streituviðbrögð. Streituviðbragðið erorðiðtil sem varnarviðbragð til þess að líkam- inn geti varið sig gegn hættum. Ef streituviðbrögð hefðu ekki verið til hefði mannkynið dáið út. Þegar talað er um streitu er yfirleitt átt við fullorðna. Börn geta líka verið haldin streitu. En hún kemur gjarnan öðruvísi fram en hjá fullorðnum. Til eru vísindamenn sem álíta að fæðingin sé eitt mesta streitu- tímabil í ævi mannsins. Hvað sem því viðvíkur, þá hefst við fæðingu ferli í líkamanum sem er kallað streita, þ.e.a.s. þegar líkaminn fer að senda frá sér streituhormónana adrenalín og noradrenalín. Þegar barn er um 7 ára er þetta ferli fullmótað og barnið framleiðir alveg eins mikið af streituhormónum og fullorðinn maður. Það er álitið að börn fái meiri útrás fyrir streitu en fullorðnir. Þess vegna er líka álitið að börn þjáist ekki eins mikið af skaðlegri streitu eins og fullorðnir. Streitusjúkdómar, eins og magasár og mígreni, koma fyrir hjá börnum, en eru ekki nálægt þvi eins algengir sjúkdómar og hjá fullorðnum. En börn sýna mörg önnur streituviðbrögð og þau eru oft haldin streitu þótt fullorðnir nefni einkenni barnanna ekki því nafni. Algeng streituviðbrög hjá börnum Börn tala ekki um að þau séu haldin streitu, að þeim líði illa eða að þau séu taugaveikluð. Þau sýna hins vegar ákveðin ein- kenni og hafa sínar aðferðir til þess að bregðast við streitu. Hér á eftir verða nefnd nokkur algeng streituviðbrögð hjá börnum. Börnin reyna að ógna aðstæð- unum með því að vera á móti öllu, vera þrjósk, vera mjög árásargjörn og óróleg. Eða með STREITA HJÁ BÖRNUM því að vera óvirk, innilokuð og afskiptalaus. Börnin reyna oft að bœta sér upp slæmt ástand með því að gera eitthvað sem slær á óróleikann. Lítil börn nota oft munninn í slíkum tilvikum, sjúga t.d. puttana, naga neglur eða bíta í neðri vörina. Börnin reyna oft að flýja aðstæðurnar með þvi að fara að hegða sér eins og þau væru lítil, t.d. pissa á sig, vakna upp á næturnar, vilja láta bera sig eins og smákrakka, sulla í matnum o.n. Börnin fá ýmis sálrœn (eða sállíkamleg) einkenni. Þeim verður illt I maganum, illt i höfðinu, þau fá of harðar eða of linar hægðir. Sálræn einkenni geta breyst með aldrinum og með þróun barnsins. Það er t.d. algengt að börn á aldrinum 2-5 ára kvarti um í maga, á meðan eldri börn kvarta gjarnan um í höfði. Nokkrar aðstæður er valda streitu hjá börnum Mismunandi aðstæður valda streitu hjá börnum á mismun- andi aldri. Alvarlegt kreppu- ástand í fjölskyldu er hins vegar álitið vera streituþáttur hjá börnum á öllum aldri, t.d. dauðsföll og skilnaðir. Einn alvarlegasti streitu- þátturinn hjá litlum börnum og alveg fram til 5 ára aldurs er ýmiss konar aðskilnaðarkvíði, e.ða að þau eru hrædd um að yera skilin ein eftir. í því sambandi má nefna margar algengar aðstæður, t.d. að barn sé lagt inn á sjúkrahús, að annað foreldra fer í burtu, að barn eignist systkini (þar sem barnið verður að deila foreldrun- um með öðrum), að barnið sé skilið eitt eftir með .bar.njostru sem það þekkir ekki, að barnið sé skilið eftir á dagheimili þegar því leiðist þar. Margar rannsóknir hafa einnig sýnt fram á að mörg og tíð skipti á dagvistun bama valda streitu. Börn þola illa allar breytingar og virðist samfelld og stöðug dagvistun á einum góðum stað minnka verulega líkurnar á streitu hjá börnum. Einn algengasti streitu- þátturinn hjá börnum á skóla- aldri og fram til 11-12 ára er ef gerðar eru of miklar kröfur til þeirra frá foreldrum, kennurum og félögum. Of miklar kröfur um að standa sig og að lögð sé of mikil ábyrgð á herðar börnum eru vel þekktir streituþættir. Það getur einnig gefið tilefni til streitu að börn eigi ekki vini eða séu félagslega einangruð eins og það er oft kallað. Ýmiss konar breytingar á högum barns geta valdið streitu, t.d. tíðir búferlaflutningar, koma í nýjan skóla, þurfa að skipta um vini. Upplausn og óöryggi innan fjölskyldu getur einnig valdið streitu hjá börnum. Viðbrögð gegn streitu eru mismunandi Streita verður til fyrir víxl- verkan upplifana, hegðunar og líffræðilegra viðbragða. Atburðir sem valda streitu hjá einum þurfa ekki að gera það hjá öðrum. Streita er mjög einstaklingsbundið fyrirbrigði. Sami maður getur lika brugðist við streitu á mismunandi hátt. Þreyttur og lítið hvíldur maður getur fundið fyrir streitu sem hann myndi ekki finna fyrir ef hann væri hvíldur og vel fyrir kallaður. Það sama á við um börn. Streituviðbrögð þeirra eru oft háð ytri aðstæðum. Ónógur svefn, þreyta eða slæmt fæði getur framkallað streitu. í nútíma þjóðfélögum er álitið að streita hafi aukist hjá fullorðnum, en ýmsar rannsókn- ir benda einnig til þess að börn í borgum séu haldin meiri streitu en þau börn sem búa úti á landi og að streita sé mun algengari hjá börnum í dag en hún var fyrir nokkrum áratugum. Hvers- dagsleiki barna og fullorðinna í borgum er oft býsna líkur. Hann er sundurslitinn, flókinn og áhrifin, sem einstaklingarnir verða fyrir, eru óteljandi. Viðbrögðin hjá börnum og fullorðnum gegn streitunni eru hins vegar oft ólík og það er ekki eins mikið rætt um „stressuð” börn eins og „stressaða” fullorðna. Streita hverfur ekki af sjálfu sér. Víðtæk sænsk rannsókn á streitu hjá 100 dagheimilisbörn- 6 Vikan 3. tbl.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.