Vikan


Vikan - 17.01.1980, Side 20

Vikan - 17.01.1980, Side 20
Framhaldssaga „Ég gæti það ekki,” hvæsti hún og hörfaði. „Þú ræður,” sagði Smith hirðuleysis- lega. Tara hikaði en hún vissi að hún átti ekkert val. Hún dró hann hægt af fingr- inum. „Þetta er aðeins lán — ég næ í hann aftur.” Smith brosti. „Það mun alltaf verða gaman að eiga viðskipti við þig.” Það var kalt úti og snjóaði. Rétt hjá var Mondame hótelið. Það leit út fyr- ir að vera hljóðiátt og virðingar- vert. Hún hringdi bjöllunni og var undr- andi á að kínversk hjón tóku á móti henni með mikilli kurteisi. Herbergi og rúm myndu kosta tíu dali. Hún var þakklát og fór upp. Hún fór i dýrðlegt bað og fékk að borða og henni fannst hún get horfst í augu við allt. En þegar hún háttaði og fann auðan fingur- inn, var hún ekki eins örugg. Hún gat ekki gleymt Jefferson Smith. Næsta morgun, þegar hún kom niður, heilsaði séra Bowers henni. „Góðan daginn, systir Tara. Ég vona að þú hafir sofið vel.” „Þakka þér," sagði Tara gætilega, „ég svaf vel.” „Lof sé guði. Okkur er öllum annt um líðan þína. Hvað hyggstu fyrir?” „Ég er að fara til Dawson.” „Það er ekki ferð fyrir kristna konu sem er ein. Hvers vegna ertu ekki kyrr hér? Ég gæti lagað þig til. Hr. Smith er farinn að líta þig hýru auga. Hún horföi beint í augu hans. „Ég hef ekki áhuga á neinu sem hr. Smith hefur að bjóða. Segðu honum bara aö ég muni ná giftingarhringnum mínum aftur. Tara Fyrir utan virtist borgin vera í upp- námi. Tara fór út og sá ritstjóra Frétta- blaðsins sem fór móður og másandi fram hjá. Hávaðasamur skríllinn kom í Ijós og dró með sér mann. Fyrirliði hópsins var Colson marskálkur og var hann með byssu. Samanþjappaður hópurinn myndaði hring í kringum hátt birkitré. „Cal Mason,” hrópaði marskálkur- inn, „það á að hengja þig fyrir morðið á Serenu Bradley.” Hann gaf hópnum merki. „Setjið reipið upp.” Reipinu var hent yfir grein á trénu. Tara gat ekki hugsað sér að sjá meira. Hún sneri sér við en stansaði svo. Á móti henni komu sex einkennis- klæddir menn gangandi, ákveðnir á svip- inn. Skot hljóp úr byssu og hópurinn tvístraðist. Fjallalögreglan stóð and- spænis Colson. „Leysið þennan mann.” Marskálkurinn sneri upp á sig. „Þetta er lögleg aftaka.” „Að lifláta án dóms og laga er ólög- legt,” sagði lögregluþjónninn. „Þið hafið tvær mínútur til að hætta við þetta.” Hópurinn hreyfðist áfram og Tara heyrði óheillavænlegan skell frá rifflum fjallalögreglunnar. Þeir færðu sig hægt áfram. Colson sneri sér við og leit yfir hópinn. „Eigum við aö láta þetta við- gangast?” Þá kvað við skipandi rödd: „Bíddu, marskálkur,” og Jefferson Smith reið yfir götuna á hvítum hesti. Hann stansaði á milli fjallalögreglunnar og skrílsins. „Herrar mínir, munið að við erum öll löghlýðnir íbúar.” Hann steig lipurlega af baki og hneigði sig fyrir fjallalögreglunni. „Vinir mínir,” hélt hann áfram, „auðvitað störfum við saman. Það verður engin aftaka án dóms og laga.” Fyrir aftan hann var hrópað reiðilegri röddu: „Hvað með Serenu?” „Hafðu ekki áhyggjur af því,” svaraði Smith. „Serena mun fá bestu jarðarför sem peningar geta borgað fyrir. Við vit- um hvernig þér líður, Matt. Þú átt heiður skilinn.” „Cal drap stúlkuna mína. Ég skal ná honum hvað sem þú segir,” æpti Matt Thatcher. „Það verður að vera fallegt og lög- legt,” sefaði Smith hann. Hann rölti til fjallalögregluþjónanna. „Lögreglu- þjónn. tbúarnir eru mjög reiðir út í þennan mann. Margir dáðu Serenu. Munið það bara. Ef þið eruð of lengi í burtu gæti þá farið að klæja i lófana.” „Við erum á leiðinni til Dawson i dag,” svaraði lögregluþjónninn. Hann gaf skipanir og safnaði lögregluþjónun- um saman. Þeir umkringdu fangann og fóru með hann burtu. Á meðan hafði Tara gert áætlun í huganum. Hún flýtti sér aftur til Mondame hótelsins og settist niður við skriftir. Kæra Tara mín, skrifaði hún, við erum öll glöð yfir að þú kemur bráðlega. Ég hlakka svo til að heyra fréttir að heiman. Ferðin er ekki auðveld fyrir hefðar- konu sem er ein á ferð svo að elskulegur eiginmaður minn krefst þess að þú hafir samband við norðvestur fjallalögregl- una. Ef leiðangur frá þeim heldur áfram til Dawson munu þeir glaðir aðstoða mág- konu hans. Þetta eru ágætir menn og það er hægt að treysta þeim algjörlega. Það myndi vera mikill léttir fyrir okkur að vita að þú ferðast i öruggum hönd- um. Við bíðum i eftirvæntingu eftir komu þinni. Þín elskandi systir, Sarah Constantine. Tara dagsetti bréfið nokkrum mánuðum fy _ins og ástatt var fannst henni það vera vel til fallið. Nú var að reyna það. Hæversk og hjálparvana gekk Tara inn á lögreglustöðina, þar sem fjallalög- reglan var, og sagði Campbell lögreglu- þjóni, sem varð bilt við, hve þakklát hún og mágur hennar, Constantine um- sjónarmaður, yrðu fyrir hjálp hans við að flytja hana til Dawson. „Ég hef ekki verið látinn vita um þetta,” svaraði hann og hryllti við til- *• Vlkan 3. tbl.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.