Vikan - 17.01.1980, Page 36
VIKAN og Félag húsgagna- og innanhússarkitekta:
Jónas
Sólmundsson
húsgagna- og innanhúss*
arkitekt
Fyrstu íslensku stálhúsgögnin,
teiknuð 1932. Höfundur: Jónas
Sólmundsson.
mín á þessu fyrirbæri er sú að
lægð sé í húsgagnaframleiðslu,
enda er við ramman reip að
draga þar sem er innflutningur á
erlendum húsgögnum, yfirleitt
ekki í háum gæðaflokki, þannig
að það er skiljanlegt að unga
fólkið taki gömul og vönduð
húsgögn fram yfir. Á meðan
þetta ástand varir fáum við
hvíld og getum búið okkur undir
átök á þessu sviði. Unga fólkið
hefur betri menntun og meira
formskyn en foreldrar þess
þannig að segja má að bjart sé
framundan hjá íslenskum
húsgagnateiknurum. Þetta sama
fólk kann að meta fallega og ein-
falda hluti en það er einmitt það
sem félagsmenn í félagi okkar
eru að reyna að skapa.
Fúnkís-stíllinn var einfaldur
en slakaði aldrei á kröfum um
gæði — hann hreinsaði bara til.
Við þurfum álíka hreinsun
aftur. Annars þarf ég ekki að
kvarta, ég hafði strax nóg að
gera 1930 ...
„Arið 1928 fór ég út til Þýska-
lands til náms í húsgagnagerð
eftir að hafa lokið sveinsprófi
hér heima. Ég dvaldi í 2 ár ytra
og varð vitni að einhverri mestu
byltingu sem orðið hefur i hús
gagnagerð og það hafði að sjálf-
sögðu mikil áhrif á mig. Meðal
þeirra breytinga sem áttu sér
stað var að fúnkís-stíllinn var að
ryðja sér til rúms. Allt óþarfa
skraut skyldi niður lagt, línur
allar vera beinar og horn skörp.
Notagildið skyldi sitja í fyrir-
rúmi númer eitt, tvö og þrjú.
Strax eftir heimkomuna stofn-
setti ég smíðastofu og hóf að
smíða húsgögn í fúnkís-stíl. Ekki
get ég sagt að þessum nýja stíl
hafi verið vel tekið hér heima né
framtakið orðið vinsælt. En það
varð breyting á. Húsgagna-
hönnuðum gafst sérstakt tæki-
færi á svokallaðri „íslenskri
viku”, en þá var íslenskur varn-
ingur settur í alla stærstu
verslunarglugga bæjarins og þar
á meðal húsgögn. Vakti þetta
mikla athygli. Á Iðnsýningunni
1932 voru íslensk húsgögn áber-
andi en ekki þótti fúnkís-stíllinn
okkar sniðugur þá frekar en
fyrri daginn, allt var þvert og
engar krúsidúllur, við vorum
meira að segja spurðir að því
hvers vegna hjólin undir te-
borðunum væru ekki ferköntuð!
Fólki þótti það vera í stíl við
annað.
Fyrsti innanhússarkitektinn
sem nam fræðin var Jón
Halldórsson, en hann kom frá
námi árið 1905. Hann stofnaði
fyrirtækið Jón Halldórsson og
co sem síðar varð Gamla
kompaníið. Næstur kemur
Friðrik Þorsteinsson og þá
Garðar Hall og ég. Þetta voru
mennirnir sem fyrstir lærðu að
teikna húsgögn í skóla að því er
ég best veit. Þó má ekki gleyma
því að margir smiðir teiknuðu
sjálfir þau húsgögn sem þeir
smíðuðu. Innanhússarkitektar
Það er lægð
í húsgagna
gerð
koma svo einn af öðrum eftir
þetta og fjölgar mikið eftir seinni
heimsstyrjöldina. Til að byrja
með teiknaði maður og smíðaði
jöfnum höndum en þegar fram
liðu stundir varð þróunin sú að
fleiri og fleiri fóru út i að teikna
eingöngu og láta síðan aðra um
smíðarnar. í gamla daga voru
teikningar miklu meira mál en
nú gerist, miklu stærri og
stundum eins stórar og hlutirnir
sem smíða átti. Ég lenti aldrei í
þvi að sitja uppi með teikning-
ar vegna þess að enginn vildi
framleiða. Ég var með eigin
smíðaverkstæði, smíðaði eftir
mínum eigin teikningum og var
því ekki upp á aðra framleið-
endur kominn. Hvað varðar
fjöldaframleiðslu á húsgögnum
þá fór ég aldrei neitt að ráði út í
slíkt. Mest vegna þess að ég tók
að mér innréttingar og breyting-
ar í Landsbankanum þegar hann
var stækkaður og eftir það tók
hvert stórverkefnið við af öðru
þannig að lítill tími gafst til
húsgagnaframleiðslu. M.a.
útfærði ég salinn þar sem
borgarstjórn heldur fundi sína
viðskeifulaga borð.
En nú eru undarlegir tímar.
Unga fólkið safnar gömlum
húsgögnum og tekur þau fram
yfir það sem nýtt er. Skýring
36 Vikan 3. tbl.