Vikan - 17.01.1980, Side 39
í júlí rákust tveir veiðimenn á illa farnar
líkamsleifar hátt uppi í Stórahornsfjalli í
Wyoming. Skilríki í peningaveski sönnuðu að
þetta var líkið af Tammy Mathre, 19 ára
gamalli stúlku frá Clear Lake, Iowa. Einnig
fundust slitrur af dagbók sem sögðu
nákvæmlega hvernig hún hafði soltið í hel eftir
að hafa slasast ífjallgöngu ári áður en líkið
fannst.
varð ég að játa ósigur minn. Fætumir
neituðu að bera mig.
Þetta er i fyrsta skipti sem Tammy
minnist á meiðsli sin:
— Ég hef reynt að koma einhverju
lagi á fætur mína. Þeir eru rauðir og
bólgnir. Ég hef ekki mikla von um að
þeir (björgunarmennirnir) komi i dag þó
þeir hafi nú þegar flogið fimm sinnum
eða oftar hér yfir og séð eymd mina.
Hvað er að þeim? Hafa þeir engar
mannlegar tilfinningar?
Innfærslan í dagbókina 19. ágúst
lýsir þó meiri von:
— Ef veðrið verður líka gott á
morgun getur verið að mér hafi aukist
svo kraftur á mánudaginn að ég geti lagt
af stað.
Næsta dag skrifar Tammy:
— Ég eyddi heilum sólarhring i að
reyna að hlúa að fótum mínum. Mér
liður lika betur i þeim í dag þó tærnar
séu dofnar. Ég er orðin hrædd um að
það verði að taka þá af ef ég kemst ein-
hvern tima til baka.
Skriftunum lýkur þó á örvæntingar-
fullri setningu:
— Bjarga þeir aldrei fólki héðan af
Stórahorni? Ég vil ekki deyja en verð að
sætta mig við það.
Mánudagurinn rann upp, en Tammy
lagði þó ekki af stað eins og hún hafði
ætlað sér.
— Hvorki fætur mínir né annað
likamsástand getur þoiað slika ferð,
skrifar hún. — Ég kemst rétt eftir vatni.
.. Ég mun biða dauða mins hér. Hann á
eftir að snjóa meira, vindar blása, kuldi
og hungur. Hvers vegna ætti ég að gera
mér far um að leita dauðans þegar
hann vitjar mín hvort sem er hér? Og ég
veit að hann gerir það. Ég vona bara að
hann dragi það ekki alltof lengi. Ég veit
eins vel og að ég ligg hér og skrifa að hér
mun ég farast...
— Ég þrái að Guð leysi mig undan
þjáningu minni. Ég er andlega niður-
brotin, kjarkur minn er brostinn ...
En hin heita trú Tammyar verður
örvæntingunni yfirsterkari. Innfærslur
hennar i dagbókina næstu tvo dagana
lýsa á átakaniegan hátt ýmist von
hennar um björgun eða hvernig hún
sættir sig við örlög sín.
Fimmtudaginn 24. ágúst skrifar hún:
— Nú hef ég reynt að leita hjálpar 1
heila viku. Þær (flugvélamar) fljúga oft
yfir, en enginn kemur.
— Ég hef ekki neytt matar i 27 daga.
Satan hefur rifið tjaldið mitt i tætlur og
tvær síðustu næturnar hef ég sofið
undir berum himni . . . Ég held þó trú
minni þrátt fyrir að dagar og nætur
virðist endalausir . . . Ég finn það fast-
lega á mér. Hann lætur mig ekki deyja
hérna á fjall...
— Ég bið þess af öllu hjarta að mér
verði bjargað . . . Ég trúi því að Guð
svari og bænheyri mig...
Nassta dag, föstudaginn 25. ágúst,
skrifarTammy:
— Guð gefur mér kraft á hverjum
degi og vonir minar styrkjast í stað þess
að dofna . . . Ég er viss um að mér
verður bjargað á laugardagsmorgun...
Hún hafði rangt fyrir sér. Það kom
enginn á iaugardaginn . . né heldur
sunnudag eða mánudag...
Hún skrifar næst I dagbókina á hádegi
mánudaginn 28. ágúst. Skriftin er
fremur ólæsileg:
— Guð hjálpaði mér I gegnum nótt-
ina. Ég bjó mig undir snjókomu, það
snjóaði þó ekki en kuldinn var bitur . . .
Leitarflugvél flaug nokkrum sinnum yfir
... en nú er hún farin ... þessi flugmað-
ur hlýtur að vera af þeirri manngerðinni
sem bjargar engum nema hann sé
dauður...
— Nú hef ég verið hér i 30 daga,
matarlaus. Ég bið tii Guðs að hann taki
fljótt af skarið, hvort sem vilji hans er að
ég deyi eða bjargist. Ég ti orðin svo
þreytt.
Þrir dagar liðu. 31. ágúst skrifar
Tammy i siðasta sinn i dagbókina sína.
Siðasta innfærslan er átakanleg
ástarjátning til foreldra hennar.
— Elsku mamma og pabbi. Þið getið
ekki imyndað ykkur hvað ég þrái ykkur
heitt. Ég þrái að fá að vera með ykkur og
elska ykkur af öllu hjarta. Ég sakna
ykkar svo mikið...
— Mig langar svo til að lifa á meðal
ykkar . . . mig langar til að vinna fyrir
mér og fara kannski I snyrtiskóla eftir
eitt eða tvö ár. .. En heitasta bæn min
er sú að okkur auðnist að lifa saman sem
fjölskylda...
— Ég elska ykkur svo heitt. Mér
finnst hjarta mitt vera að bresta þegar ég
hugsa um að hvila í hlýjum faðmi ykkar.
Ég vona og bið að okkur gefist annað
tækifæri.
— Ó, Guð, hvað ég elska þessar
manneskjur heitt. Neitaðu ekki dóttur
þinni um þessa bón hennar. Ég bið þig í
nafni sonarins, sýndu mér miskunn ...
Það er álitið að Tammy hafi dáið
einum eða tveimur dögum seinna, af
hungri og kulda. Lík hennar varð
villtum dýrum að bráð...
Tammy segir i dagbókinni að það hafi
verið vilji Guðs að hún skrifaði hana:
— Þegar þeir loksins finna mig ... þá
fá þeir sönnun fyrir þvi að mig brast
aldrei kjarkinn ...
Og henni tókst einmitt að sanna það.
Dagbókin er ótrúlegt dæmi um
mannlegt þol og viljann til að lifa —
jafnvelþóaðaUtstríðiámótiþví. *
f
FÉLA6 ÍSLENZKRA HLJÓMLISTARMANNA
útvegar yður hljóðfœraleikara
og hljómsveitir við hverskonar tœkifœri
Vinsamlegast hringið í 20255 milli kl.14-17
3. tbl. Vikan 3«