Vikan


Vikan - 17.01.1980, Page 42

Vikan - 17.01.1980, Page 42
Gripið simann gerið góð kaup Framhaldssagan mundi allt of vel eftir slysinu, sem hann hafði lent í að næturlagi, og henni varð hugsað til þess hve illa honum hlyti að líða við tilhugsunina. Hann virtist þó varla hlusta á þau og andlit hans var svipbrigðalaust. „Það er aðeins einn möguleiki til að komast að því,” sagði hann. „Og hann er sáaðathuga það.” Þegar þau gengu út úr upptökusalnum hrópaði Tim „góða nótt” til tæknimannsins og Elias birtist allt í einu i myrkrinu og hleypti þeim út. Þegar þau komu fram í ytri ganginn heyrðu þau hávaðann í regninu eins og risastórt sturtubað væri í notkun. Úti við glerdyrnar sáu þau regnið dynja niður eins og þétta gardínu fyrir utan. „Jæja, þá held ég að það hljóti að vera útkljáð,” sagði Tim. „Það væri óðs manns æði að ætla sér að aka útsýnis- veginn í þessu veðri.” Hann þrýsti höndunum niður í vasana og lyfti öxlunum um leið og hann herti sig upp í að fara út í rigninguna. „Hvað,” sagði Noel, „er það sem venjulega skeður þegar rignir svona? Allt hlýtur þó að ganga sinn vanagang þrátt fyrir það?” „Maður bíður,” svaraði Tim glott- andi. „Reyndar er það ekki eins slæmt og það hljómar. Svona mikil rigning endist venjulega ekki lengi og það þornar furðulega fljótt. Á daginn geturðu séð hvað þú ert að gera, en um miðja nótt og í svona roki — ” Tim lauk ekki setn- ingunni en lagði handlegginn á axlir Claire og sagði biðjandi: „Bíðið þið til morguns. Bruce hefur sennilega fengið sér hótelherbergi yfir nóttina og þú myndir aldrei finna hann hvort eð er.” Síðan kastaði hann sér út í vatns- flauminn i einu stökki, hrópaði „góða nótt” yfir hávaðann í veðrinu og hvarf i áttina aðbílnum. Noel tók hönd Claire í sínar, síðan spurði hann: „Ertu tilbúin? Þá skulum við líka skella okkur út.” Smáauglýsingar BIAÐSINS Þverholti11 sími 2 70 22 Opið til kl.10 í kvöld bók íblaðformi fæstá næsta b/aðsölustað irau óku þegjandi til baka. Þó að þau hefðu reynt hefði ekki verið hægt að heyra orðaskil fyrir óveðrinu. Þegar hún náði aftur heim var hún yfir sig þreytt. En hver svo sem vanda- mál Bruces voru myndu þau bíða til morguns. Það eina sem hún vildi vita var hvort allt væri í lagi með hann og hvort Abinal og Efraim væru ómeiddir. En það varð líka að bíða til morguns. Hvað Noel viðvék vildi hún að hann færi. Það var engin framtíð í að styrkja samband þeirra enn meira en orðið var. Þó sat hann enn við hlið hennar. Hann var ekki farinn að segja eitt auka- tekið orð ennþá. „Ef þú ferð út úr bílnum," sagði hún, „þá get ég læst dyrunum þín megin að innan.” „Ertu viss um að þú viljir ekki fara til Makeli í leit að Bruce? Þú veist að ég get ekið fyrir þig, Claire.” 42 VIKan 3. tbl.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.