Vikan


Vikan - 17.01.1980, Qupperneq 48

Vikan - 17.01.1980, Qupperneq 48
\ MORGAN KANE Stór bók um Morgan Kane kemur út 1. desember. Bókin verður í vasabroti og einnig innbundin í takmörkuðu upplagi. Morgan Kane — Bat Masterson — Billy the Kid Charles Goodnight — John Casner— Sostones Llancheneque Þessum görpum lenti saman síðsumars árið 1876 — og Texas Pan- handle varð vettvangur heiftarlegra, blóðugra átaka, slíkra, sem aðeins gátu gerst í Villta vestrinu... ÞEIR HITTUST Á HELJARSLÓÐ Skop Framhaldssagan hans og hvislaði aö honum: „Ef þú ferð þarna niður kem ég með þér.” Hann sneri sér að henni og hún gat ekki alveg skilið hvað fólst í augnaráði hans. Síðan dró Dyson þau bæði til sín. TíU sekúndur, hugsaði Claire, hvað er það eiginlega langur tími? „Ég meina það sem ég sagði,” sagði hún og horfði djúpt í augu Noels. Án þess að segja neitt sneri hann við og axlir hans héngu eins og i uppgjöf. Nú greip Dyson i handlegginn á Claire og skipaði: „Flýttu þér — á bak við bilinn. Hlauptu, asninn þinn!” Hlaupa? hugsaði hún. Ég get varla staðið lengur. Hné hennar voru mátt- laus og það blæddi úr fótunum í gegnum opna sandalana. Siðan fann hún sterkar hendur grípa um handleggi sína og Noel og Dyson drógu hana i áttina að bílnum sem stóð á öruggum stað við klettavegginn. Hún fann fætur sína lyftast eins og hún flygi. Noel þrýsti á bak hennar og einhvern veginn lenti hún á bak við bílinn. Noel flaug i boga yfir hana og lenti siðan við hlið hennar. Óskaplegur hávaði náði þeim, og rétt á eftir birtist sveppalagað ský á himninum. Mold og steinar flugu í kringum þau eins og þétt regn, billinn titraði, rauði fáninn skalf illilega, og síðan varð allt hljótt. Bilstjórinn, sem hafði legið hinum megin við Claire, settist upp og rétti þumalfingurinn upp, kampakátur á svipinn. Noel lá grafkyrr og höfuð hans bar við hvassan stein. Augu hans voru lokuð og blóð rann niður enni hans. Hún settist upp við hlið hans án þess að finna fyrir steinunum sem ristu hné hennar og lyfti höfði hans i kjöltu sér. Hún strauk þykka hárið hans frá enninu, lagði höndina á brjóst hans og leit örvæntingarfull á bílstjórann. Dyson greip um úlnlið Noels og síðan leit hann hugsandi á þykkt rykið á veginum. „Það er allt í lagi með hann,” sagði hann glaðlega. „Hann hefur aðeins rotast, það er allt og sumt. Hann datt nefnilega um leið og hann kom þér fyrir hérna á bak við bilinn. Hann veröur vaknaður eftir augnablik. Er allt í lagi með þig?” Claire kinkaði kolli. Augu hennar voru full af tárum og hún stundi: „Þakka þér fyrir. Ó, þakka þér fyrir.” Dyson brosti aftur og sagði: „Þakkaðu heillastjörnunni þinni.” Siðan stóð hann upp, sterklegur eins og klettur, um leið og hann bætti við: „Það verður allt í lagi með þig ef þú bíður hér hjá honum á meðan ég fer upp. Það er bíll á leiðinni niður núna, þó að hann hafi kannski ekki hugsað sér annað en hirða upp afgangana.” Hann benti þumalfingrinum niður á við. „Vertu nú ekkert að flækjast um. Það kemur björgunarflokkur hingað bráðlega.” ekki að leyfa forstjóra námufélagsins að hætta lífi sínu á þennan fífldjarfa hátt. Mennirnir tóku ekki eftir neinu öðru, og Claire var viss um að þeir hefðu ekki einu sinni séð hana hlaupa af stað. Þar sem hún hljóp fann hún aðeins fyrir einni brennandi hugsun, en hún var sú að þó að Bruce yrði að deyja, mætti Noel ekki fara sömu leið. Þá sá hún allt í einu að Bruce hljóp beint í blasið á bílnum við eina hárnála- beygjuna, og hún gat næstum fundið hve þeim hlaut báðum að bregða, Bruce og bílstjóranum. Andartak stóð Bruce sem frosinn en síðan hljóp hann til hliðar eins og hrætt dýr. Þegar hann snerist á hæli birtist Noel á beygjunni beint fyrir ofan hann. Claire velti því fyrir sér í örvaentingu hvort Bruce gerði sér grein fyrir merkingu rauða fánans, síðan sá hún hann hlaupa úr augsýn. Hún hljóp hras- andi og hálfblinduð af tárum niður á við, og allt í einu sá hún vörubílinn. Noel stóð ásamt öðrum manni neðst við brúnina. Þeir störðu yfir brúnina fyrir neðan þá, og litið reykský sveimaði yfir þeim. Hún flýtti sér áfram í áttina til þeirra og sá nú Bruce þar sem hann flýtti sér á- fram langt fyrir neðan. Það virtist ekki vera neitt vit i að stefna í þessa átt,. nema hann hefði hugsað sér að finna stíginn aftur eftir að hann væri kominn yfir gryfjubotninn. Claire opnaði munninn til að hrópa viðvörunarorð til hans. Þá heyrði hún smellinn í kveikjunni beint fyrir aftan sig. Noel og Dyson, bílstjórinn, kölluðu báðir til Bruces sem leit sem snöggvast upp. Claire sá þetta allt saman greinilega. Bruce byrjaði að skrika fótur á barminum og síðan féll jörðin bókstaf- lega undan honum, eins og risahönd hefði gripið um klettasylluna og rifið hana af. Hún sá andlit hans augnablik. Hann virtist horfa beint upp til hennar. Síðan var hann horfinn. Hún tók nú eftir að bílstjórinn var enn að hrópa. Hana langaði til að hrópa til baka: En það er enginn þama niðri sem heyrir til þín, skilurðu það ekki? Síðan sá hún að hann var að hrópa á Noel: „Hættu þessu, helvítis bjáninn þinn! Hafa allir misst vitið i dag? Sprengjan springur eftir fáeinar sekúndur. Þú nærð ekki einu sinni alla leið niður. Komdu á bak við bílinn, maður. Þú líka,” sagði hann við Claire, þegar hann sá hana nálgast. „En við getum ekki bara skilið hann eftir,” mótmælti Noel. „Hann er sennilega slasaður þarna niðri.” „Þá verður hann að liggja þar, þar til sprengingin er yfirstaðin,” svaraði Dyson harðlega. „Þaðferenginn, hvorki upp né niður. Ég þekki mína vinnu, góði minn. Komdu nú.” Án þess að segja orð gekk Noel fram á blábrúnina. Claire greip í handlegg
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.