Vikan


Vikan - 06.03.1980, Blaðsíða 6

Vikan - 06.03.1980, Blaðsíða 6
íþróttir Hann er vandfundinn, sá íþróttaunn- andi hér á landi, sem ekki kannast við nafn Jóns Sigurðssonar körfuknattleiks- manns úr KR. Jón hefur í heilan áratug verið fremstur í flokki islenskra körfu knattleiksmanna og á ferli sinum hefur hann unnið tii allra þeirra verðlauna sem körfuknattleiksmaður á möguleika á. Jón, sem er 28 ára — að verða 29 — er giftur Höllu Snorradóttur. Þau hjón eiga tvö börn og búa i Hafnarfirði. Vikunni lék forvitni á að kynnast Jóni og fjölskyIdu nánar og við heimsóttum þau eitt fimmtudagskvöld í janúar. Þau hjónin búa i einkar glæsilegri íbúð og víst er að. varla finnast þær skemmtilegri hjá svo ungu fólki. Heimilið er fagurlega skreytt antik munum víðs vegar að og það var einmitt heljarstór og glæsilegur skápur i stofunni sem varð kveikjan að umræðunum. „Við duttum niður á þennan skáp á Grettisgötunni fyrir einum 10 árunt og ég keypti hann fyrir 7000 krónur. sem var geysimikill peningur |iá." segir Halla. „Jón var nú ekki meira en svo hrifinn af honum og vildi fyrst ekki borga sinn hluta í honum, en um síðir gaf hann sig og lét helming á móti mér." „Já, maður var að sjálfsögðu ást- fanginn og ég vildi ekki valda missætti. Til þess er konan mér allt of mikils virði. Annars má segja að þessi skápur hafi orðið þess valdandi að við fórum smám saman að safna að okkur alls kyns antik- munum. Reyndar var þessi fallegi skápur alls ekki eins útlítandi þá og hanr, er nú. Hann var bara viðarlitað' r vg ákaflcga óhrjálegur — Sóðategur liggur ntér við að segja. Eftir að við höfðum unnið við að slipa hann upp og hreinsa í hcila viku fékk hann þessa mynd á sig.” bætir Jón við. Skápurinn er sannkölluð heimilisprýði og ekki á hverjum degi sem slíkir völundargripir eru falir. „Okkur voru meira að segja boðnar 20.000 krónur i hann fljótlega eftir að við höfðum lokið við að gera hann upp, en við tímdum ekki að selja hann." skýtur Halla inn í. Við lituðumst um i stofunni og vorunt að dást að öllum þessum glæsilegu hústnunum þegar Jón sagði skyndilega: „lietta er nú ekkert — komið þið og kíkið á hjónarúmið!" Og við af stað inn i svefnherbergið. Þar gal að líta stórt og glæsilegt hjónarúm úr þykkum og vold- ugum viði — hinn verklegasti gripur. „Það er 80 ára gamalt." segir Jón hreykinn. Hvort sem rekja má það beint til þessa volduga rúnis eða ekki eiga þau hjónin tvö börn. Guðrúnu Huldu, sem reyndar iii , » % ** f il nHnmtp hiiislíísifsí :(mííi ! ítmsui lífj llll H* **** **1 tfi. ifHíll Nýt þess að slappa af í faðmi fjölskyldunnar varð 9 ára daginn sem við komum í heimsókn, og Sigurð. sem er 7 ára gamall snáði. Óneitanlega minnti sonur- inn á föðurinn er við siðar flettum í gegnum eitt myndaalbúma fjölskyld- unnar, sem hafði að geyma gamlar myndir. Þar sannaðist hið fornkveðna að „sjaldan fellur eplið langt frá eik- inni". Á meðan ég fletti í gegnum albúmið dró Jón fram gamla bók og fór að glugga í hana. „Þarna er helv. kerlingin hún Thornburg," segir Jón upp úr eins manns hljóði. Bókin sem hann var að skoða reyndist vera árbók Markleville High School. Jón dvaldi ásamt foreldrum sinum og bræðrum um 6 ára skeið í Bandarikjunum og spjallið beindist að dvöl hans þar og hvernig á þvi stóð að fjölskyldan hélt til Banda- rikjanna. — Hvað með þessa Thornburg? 6 Vikan 10. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.