Vikan


Vikan - 06.03.1980, Side 39

Vikan - 06.03.1980, Side 39
Á þessari teikningu koma fram meginatriðin i mörgum blaða- greinum Trausta um skipuiagsmál. í fyrsta lagi er það brúin yfir Skerja- fjörðinn sem væri rökrétt skref í þeirri stefnu að þétta byggðina á milli Reykjavíkur og Hafnarfjarðar. Með brúnni kæmist á hringtenging byggðanna við Skerjafjörðinn sem t.d. myndi stytta leiðina frá Álftanesi til Reykjavíkur um 10 km. I öðru lagi er það lausn á vanda Reykjavíkur- j flugvallar með að byggja annan flugvöll á uppfyllingu á Lönguskerjum og í þriðja lagi fengist gott byggingaland á núverandi flugvallarsvæði fyrir um 12 þús. ibúa sem þyrftu þá ekki að flytjast austur fyrir Elliðaár. Eitt af því sem hrjáir ibúa höfuðborgarsvæðisins hvað mest er rokið. Þetta er ekki hvað síst vegna þess að byggðin er að mestu á nesjum og þvi mjög opin fyrir köldum vindum af hafi. Myndin sýnir drög að skjólmyndunarkerfi úr netum og trjábeltum. Með þvi að búa til áætlun um slíkt kerfi, sem framkvæmt yrði i áföngum, mætti ón efa bæta veðurfar i borginni mjög þvi að þar sem skjól hefur verið myndað hækkar hitastigið einnig. Samræma mætti þetta kerfi hljóð- vörnum við hraðbrautir og sjónar- miðum við tilhögun byggðar. Mestan hlut i þessu ættu þó trjábelti og væri því ekki illa til fundið að svona áætlun yrði gerð nú, á ári trésins. Það er skrýtin staðreynd að yfir skýjahulunni yfir borginni er glampandi sólskin hvern einasta dag ársins. I þessari fantasíu- hugmynd er þeirri spurningu varpað fram hvort uppstreymi i svona „strompi" gæti hugsanlega rofið gat á skýjahuluna og þar með fjölgað sólardögum í Reykjavik. 10. tbl. Vikan 39

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.