Vikan


Vikan - 06.03.1980, Side 29

Vikan - 06.03.1980, Side 29
Framhaldssaga ..Hm. Hvað ætlarðu nú aðgera?" „Það er ekki nema uni eitt að ræða fyrir mig." svaraði ég og var langt frá því að vera létt i skapi. ..Ég verð að fara i kurteisisheimsókn til frænda mins og segja honum að mér hafi fundist að ég ætti að heilsa upp á hann og frænku mina." — ég dró djúpt að mér andann — „og taka svo því sem að höndunt ber. Og ef allt virðist vera í lagi. þá fer ég aftur til London. Iield áfram i vinnunni og reyni aðgleyma þessu öllu." Morguninn eftir var ég einmitl að svipast um eftir fru Thatcher til að spyrja hvort ég gæti fengið að hringja. þegar hún birtist innan frá ibúðinni sinni. rjóð i framan af eftirvæntingu og forvitni. „Frændi þinn er hérna." sagði hún. „Á ég að fylgja honum til þin?" Ég dródjúpt andann og kinkaði kolli. Frú Thatcher kom þó ekki at’tur með Julian. og það hlýjaði mér urn hjarta- ræturnar að hún skyldi sýna slíka hugulsemi. Þegar ég heyrði einhvern hika i dyrunum og ræskja sig sneri ég mér að manninum sem hafði skrifað föður minuni hiðdularfulla hréf. ..Joanna — Jo litla." sagði hann og tók um báðar hendur minar og kyssti mig á kinnina. um leið og hann togaði mig i átt að birtunni frá glugganum. Ég starði þegjandi á þann glæsilegasta mann. sem ég hafði nokkurn tima aug- um litið. og vissi ekki hvort ég ætti að trúa því að þetta væri Julian Marsh. Hann var mjög hávaxinn og grannur. En hvernig hafði ég getaö gleymt að andlit hans var eins og á dýrðlingi? Hann var ákaflega karlmannlegur. með stálgrátt hár og fagurlagaðar augna brúnir.En samt voru það dökk augu hans sem mér varð starsýnt á og aðal- lega. hugsaði ég með mér. vegna þess að augnsvipur hans bjó yfir meiri sorg en orð fá lýst. Ég held ég hefði getað þekkt þig hvar sem væri.” sagði hann og rödd hans var djúp eins og i söngvara. „Veistti að þú ert mjög lik Vernon. Að augunum und- anskildum auðvitað." Julian Mars leit i kringum sig og horfði á leifar morgunverðarins á borðinu. en leit svo aftur á mig og brosti. „Ég er kominn til þess að ná i þig." sagði hann. „Er ekki best ég setjist hérna meðan þú ert að pakka niður?" Hann bentiiátt aðsæti viðgluggann. „En ég ætlaði ekkert að þröngva mér upp á ykkur. þarna þegar ég kom til ykkar. Ég ætlaði bara —” „Þig langaði bara til að heimsækja þessa cinu ættingja sem þú átt eftir i heiminum?" Allt fas hans var bliðlegt og raunamætt. „Og þú varst ekki viss um hvort þú værir velkomin.” Hann tók undir handlegg minn. „Kæra Joanna. faðir þinn og ég vorum einu sinni bestu vinir. Ég er svo sannarlega glaður að sjá r I mánaskini þig aftur. Farðu nú og taktu saman farangur þinn. Vivien bíðureftir jrér." Hvaðsem öðru leið þá er frændi minn enginn þrjótur. hugsaði ég unt leið og ég henti eigum mínum niður i töskuna. Svo fór ég fram á stigapallinn til að finna frú Thatcher og borga henni það sem ég skuldaði en ég hafði séð hana önnum kafna við að ryksuga svefnherbergin þegar ég var á leið upp stigann. En hvað sern öllu leið. hugsaði ég á leiðinni niður. þá höfðu persónutöfrar Julians og kurteisi ekki nægt til að dvlja þá staðreynd. að hann hefði viljað gefa mikið fyrir að finnast hann ekki vera tilneyddur að bjóða mér aö dveljast hjá þeim. Og það var einmitt þess vegna sem ég flýtti mér að þiggja boðið. Ég var allt í einu ákveðin i að komast að hvers vegna þessu var þannig varið. Og það fyrsta sem frændi minn sagði. þegar við ókunt frá The Waggoners. styrkti mig enn betur i þeirri trú að hann hefði helst af öllu viljað að ég væri enn i London. „Og hvað áttu svo langt fri. Joanna?" spurði liann. „Viku. eða bara langt helg- arfrí?" Ég óskaði þess að ég hefði kjark til að svara að ég ætti hálfsmánaðar fri. bara til þess að hafa ánægjuna af þvi að sjá hvernig honum yrði við. en ég sagði aðeins: „Það er i rauninni alveg óákveðið. Ég vinn á skrifstofu i London — sem lausráðinn ritari. þú skilur. I>eir hafa verið nijög skilningsríkir i sambandi við andlát föður mins og gál'u mér fri eins lengi ogég þyrfti." Þegar ég var búin að svara spurningum Julians varðandi ibúðina mina. sambýliskonu niina. tónlistar og leiklistarsmekk og ýmislegt fleira. var billinn kominn upp að húsinu. Um leið og hann teygði sig og opnaði l'yrir mér bildyrnar velti ég þvi fyrir mér livað hann vissi um fyrri heimsókn mína. Útidyrnar opnuðust áður en við komum að tröppunum. Vivien hljóp á móti mér og teygði fram hendurnar og bauð mig velkomna næstuni ótrúlega líkt og faðir hennar hafði gert. Hún kyssti mig hlýlega og lagði handlegginn um axlir minar og þrýsti mér að sér. Hún var það miklu hærri en ég að hún gat þetta án nokkurra erfiðleika. „Ég vissi að þetta vurst þú. Joanna."sagði hún. „Eg vissi það." Áður en ég náði að spyrja hana hvað hún ætti við með þessu var hún búin að teyma mig inn i húsið. gegnum litla for stofu og inn í stórt hol. en þaðtin lá breiður stigi upp. „Fylgdu frænku þinni upp i herbergið sitt. meðan ég næ i töskuna hennar út i bil. Ég kem svo upp mcð hana." sagði frændi rninn við Vivien. Framhald í næsta bladi. GRENSASVEGI 11 — SIMI 37688 Eftlr lokun: Símsvari 37688 Leigium út: LADA TOPAZ — LADA NIVA SPORT —GALANTSTATION VOLKSWAGEN 10. tbl. Víkan 29

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.