Vikan


Vikan - 06.03.1980, Qupperneq 27

Vikan - 06.03.1980, Qupperneq 27
Alex horfði á mig uppglenntum augum, hann var greinilega að veita fyrir sér hversu góður hræsnari ég væri. Frú Thatcher hélt sig enn við samá umræðuefnið: ..Hann virðist mjög hrifinn af henni. hann Paul Barton." sagði hún. „Bða auðvitað ætti ég að segja Barton læknir. þvi hann er víst orðinn það." „Vivien er mjög iagleg." sagði ég var- færnislega. „Ég — ég hitti hana í morgun.” Svo þessi Paul var þá læknir. „Barton gamli er eins og gefur að skilja ekkert of hrifinn." bætti Charlie við. En svo var eins og hann myndi allt í einu eftir tengslunum milli mín og Marshfjölskyldunnar og roði breiddi sig hægt frá hálsi hans og upp á enni. Það var greinilegt að móðirin fann hvað syninum leið illa og hún reyndi að bæta úr þessu nieð þvi að segja: „Já. þú skilur. Það er af þvi að hún er ekki heilsugóð." Var kannski frænka mín í hreinskilni sagt ekki með öllum mjalla? „Frú Somers. sem tekur til hjá þeini á morgnana. segir að hún hafi orðið fyrir einhverju þungbæru áfalli þegar hún var barn i Afriku." hélt frú Thatcher áfram. „Og þess vegna er hún— og þess vegna verður hún stundum veik. Er það rétt?" „Jú. það gerðist mjög sorglegur at- burður þar fyrir langa löngu." sagði ég og leit á Alex. Hann sat grafkyrr og svaraði á engan hátt augnatilliti mínu. En svo tók hann trefilinn sinn og sígaretturnar ogstóðá fætur. „Jæja. það er best að ég komi mér." sagði hann. „Ætlarðu að fylgja mér út að bilnum. Joanna? Þú hefur gott af að anda að þér fersku lofti. Góða nótt. þið hin." Hann brostj til þeirra og með höndina á olnboga minum teymdi hann mig fram hjá þeim. og áður en ég vissi vorum við komin út á mölina fyrir utan. Alex settist inn í bilinn. skrúfaði niður rúðuna og stakk lyklinum I kveikjulásinn. „Veistu.” sagði hann svo allt i einu. „þvi lengur sem ég hugsa um þetta, þeim mun heldur finnst mér að við séuni að rangtúlka þennan bréfpart frá frænda þínum. Þetta hljómar bara svona af því að við lesum það ekki I samhengi við aðra hluta bréfsins. Það er greinilegt að maðurinn á dóttur sem þjáist af einhverjum geðsjúkdómi." Hann þagnaði og starði þungt hugsi á bíllykilinn. „Áreiðanlega bein afleiðing af þvi skelfilega sem henti frænku þina. Og óbeint reyndar móður þína lika. Vesalings maðurinn er áreiðanlega búinn að fara með hana til allra bestu geðlækna. sem hann getur haft uppi á." Hann hrukkaði ennið. „Það hlýtur að vera einhver ástæða fyrir því að hann hélt ekki sambandinu við ykkur eftir að hann fór frá Afríku." Hann þagnaði og starði á mig I hálfrökkrinu. „Hvernig vissirðu heimilisfang frænda þíns?” „Faðir minn —"ég þagnaði líka. Við störðum hvort á annað og svo sagði Alex: „En hvernig vissi hann það?" „Það getur ekki verið nema eitt svar við því." sagði ég. „Frændi hlýtur að hafa skrifað honum fyrst. Enda hefur hann sennilega ekki verið i neinum vandræðum með að muna heimilisfang föður míns. Við höfðum alltaf sama heimilisfang allan tímann sem við bjuggum í Afriku. Julian frændi hefur sennilega skrifað honum fyrst eftir að hann og Vivien fluttu hingað." CITROÉNA Nú býöst tækifærid CITROEN VISA Af sérstökum ástæöum eigum yid fyrirliggjandi til afgreidslu strax nokkra Citroén Visa Club bíla, árgerö 1979 á sérstaklega hagkvæmu veröi, ca. kr. 4.330.000.- miöaö viö gengi 11/2. Citroén Visa er sérlega sparneytinn og aksturs- eiginleikar eru þeir sömu og hjá öörum Citroén bíluvxi. Hafíö samband viö sölumann. Globusa LÁGMÚLI5, SÍMI81555 é 10. tbl. Vikan 27
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.