Vikan


Vikan - 06.03.1980, Side 36

Vikan - 06.03.1980, Side 36
Skipulagsmál — Vikan ræðir við Trausta Valsson arkitekt um skipulagsmál á íslandi PYLSA OG KOK Trausti Valsson arkitekt: Skipulagsmál mjög vanrækt hér á landi. Reykjavíkurborg er illa skipulögð. Kn kannski er hér bara um samræmingu að- ræða í landi þar sem aðalálierslan er livori sem er lögð á skammtimastefnur og bráðabirgðalausnir. Fyrir átta áruni kom ungur rnaður. Trausti Valsson. heim frá námi i V'estur Berlin. en hann hafði lagt bar stund á arkitektúr með sérhæfingu , skipulagi. C)g siðan hefur hann unnið að frum legum og nýstárlegum úrlausnum á framtiðarskipulagi borgar og byggða við dræmar undirtcktir forráðamanna sem þvi miður virðast svo oft álita að heppilegast sé að búa svo um hnútana i skipulagningu nútiðarinnar að um franv tið sé alls ekki að ræða. Að visu komst cin tillaga hans alla leið inn í sali Alþingis. en dagaði |iar að sjálfsögðu uppj i einni af hinum frægu nefndum, Flotbrú yfir Hvalfjörö og bær á Sprengisandi — Trausti. hvers vegna er skipulag Revkjavikurborgar ekki betra en raun ber vitni? — Allt fram til ársins 1965 var ekki um neitt heildarskipulag á borginni að ræða. Að vísu var nokkuð til sem kallað var skipulagsdeild. en starf hennar fór þánnig fram að þegar þörf varð á nýjum byggingarlóðum var bara farið i næsta auða reit utan við borgina og prjónað við. 1927 ríkti að visu mikill áhugi á skipulagsmálum og var gerð tillaga urn skipulag borgarinnar innan Hring brautar. Henni var fylgt vel cfíir. en siðan tók ekkert við. — Hvað tók við hjá þér eftir að þú komst heim frá nánii? — Ég hóf störf hjá Þróunarstofnun Reykjavikurborgar. aðallcga við skipu lag framtiðarbyggðasvæða Reykjavikur fyrir austan og norðan Clrafarvog. Þar kom ég einnig fram með brúarhugmynd. að brúa Leirvog fremst og leggja þar nýjan Vesturlandsveg. Siðan þróaðist málið á þann veg að einnig var gert ráð fyrir brú yfir Elliðaárvog. móts við Klepp. I^etta varð til að gjörbrcyta hugmyndum um skipulag á þessum svæðum. í fyrra fékk ég svo ársstyrk frá visindadeild Atlantshafsbandalagsins og hann hef ég notað til að ganga frá ýmsurn hugmyndum. — Einhverjar fleiri óvenjulegar hugmyndir i sambandi við brúargerð? — Já. Ein þeirra er t.d. að byggja flot brú yfir Hvalfjörð sem myndi koma miklu fleirum að gagni en Borgarfjarðar brúin og spara óhemju fé í bensin kostnaði. Akurnesingum hefur verið stytt leiðiti með ferju. en með henni greiddi rikið á sl. ári 45 milljónir króna. Það væri mun viturlegra að Igggja þessa peninga i einhverja framtiðarlausn. En flotbrúin getur að visu ekki orðið raun Þegar Trausti starfaði á Þróunar- stofnun Reykjavikurborgar vann hann m.a. að skipulagi framtiöarbyggðasvæða borgarinnar á svokölluðu Úlfarsfellssvæði. Meðal nýstárlegra hugmynda í því skipulagi má nefna hugmyndina um nýjan Vesturlandsveg frá Álfsnesi yfir Leirvog og Elliðaárvog. Við þetta leystist skipulagsstarfið úr læðingi. Einnig má nefna bátahöfn i Eiðsvík og legu miðbæjarins við Úlfarsá og Vesturlandsveg sem tengir byggðasvæðin við Korpúlfs- staði og fyrir austan Vestu. lands /eg betur saman en ella hefði orðið. 36 Vikan 10. tbl.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.