Vikan


Vikan - 06.03.1980, Side 30

Vikan - 06.03.1980, Side 30
Draumar Risafluga, mý og gömul skólpþró Kæri draumrádaníli! Ég œtla ad biöja þig ad ráöa fyrir mig draum sem mig dreymdi fyrir sluttu. Hann var á þessa leið: Mig dreymdi að við hjónin værum í gömlu húsi. Þar voru tvö herbergi. í innra herberginu sváfu börn og í hjónaherberginu Jannst mér vera barn. í því herbergi var eldgamal/ fataskápur með þremur hurðum uppi og niðri. Þegar viö lijónin vorum komin upp í rúm. ætluðum að fara að sofa. þá opnaðist miðskápurinn á efri skápnum og þar kom út þessi risastóra fluga, koísvört og með voðalega langar lappir. Maðurinn minn labbaði að henni, tók hana með berum höndum, fór með hana úl og drap hana. Um leiðfylltusl bæði herbergin af mýflugum, það var ekki hægt að stinga Þetta er skaðlaust vegna þess að ég tek ekki ofan i mig. 30 Vikan io. tbl. hendi innfvrir. Mér fannst að bak við fataskápinn væri gömul skólpþró. Og einnig fannst mér að maður að nafni Friðþjófur ætti húsið (að minnsta kosti hluta af því). Ég vona að þú getir ráðið þennan draum fyrir mig. S.K. Þessi draumur er fyrirboði mikilla erfiðleika og ófriðar, sem þið hjónin munuð mæta. Fjár- hagurinn verður ekki sem allra bestur og þið þurfið að taka á öllu til þess að standast komandi tíma. Maðurinn þinn mun þó standast allar raunir og stóra svarta flugan er tákn erfiðasta hjallans, sem honum mun takast að yfirstíga. Mýið er tákn áframhaldandi leiðinda, sem ekki eru eins stórvægileg og allt bendir til að ykkur takist að komast yfir þetta með aukinni samvinnu og óbilandi þolinmæði. Betri dagar munu svo renna upp að þessu loknu. Fiskurinn breyttist í hákarl Kæri draumráðandi. Ég man sjaldan það sem mig dreymir en um daginn drevmdi mig þennan draum sem ég ætla nú að biðja þig að ráða. Ég var að reyna að veiða fisk sem svnti um í stóru keri. Mérfannst ég hafa náð honum á færi og þrevtt hann en missti Itann svo. Þá þótti mér ftskurinn vera orðinn svo dasaður að ég gæti líklega náð honum með höndunum. Mér tókst loks að góma hann en þegar ég náði honum og tók hann úr kerinu breyltist hann allt í einu í hákarl (en stækkaði samt ekki) og glefsaði til mín. Þá leist mér ekki á blikuna og kaslaði kvikindinu út aftur. Hákarlinn synti áfram um kerið og virtist vera hálfdasaður. 7218-0984 Hérna getur verið um tvenns konar merkingu að ræða. Annars vegar getur verið um tilvísun til veðráttu að ræða og boðar þetta þá mikla fannkomu og illviðri, jafnvel mannskaða. Einnig getur draumurinn verið tákn um svikula vini og þá er þér vissara að gæta þin á að treysta engum í blindni, reyna að forðast að bindast of föstum böndum einhverjum einstökum vini, heldur eiga marga og ekki eins nákomna. Draumráðanda virðist þó líklegra að fyrri merkingin eigi við í þessu tilviki. Andlátstilkynning Draumráðandi Vikunnar. Viltu vinsamlegast ráða þennan draum fyrir mig. Mig dreymdi að ég vœri farinn að búa með stúlku sem ég þekki en ber engar sérstakar tilfinningar til. Svo einn daginn er ég var heima í íbúðinni, sem við áttum að hafa leigt, þá verður mér litið út um gluggann í stofunni. Þá sé ég stóra jiugvél, sem var að koma frá Reykjavík. hringsóla yfir bœnum eins og eitthvað væri að. Allt í einu fellur vélin niður á jörðina, eins og steinn, og springur í loft upp. Allir voru í uppnámi i bænum. Svo er ég var lagstur inn í herbergi þá er hringt í mig og mér er sagt að stúlka (sem ég elska) haft farist með vélinni. Ég vaknaði síðan upp við það að ég grét hástöfum. Með þökkfyrir birtinguna. S Fréttir í draumi tákna ávallt það gagnstæða í vöku og þarna er einungis um tákndraum að ræða. Grátur í draumi táknar mikinn fögnuð og ekkert bendir til neinna slæmra atburða tengdum stúlkunni síðarnefndu. Hins vegar vantar draum- ráðanda sárlega vitneskju um nafn stúlkunnar, sem þú hófst sambúð með í draumnum, þvi það getur skipt miklu í ráðningu. Sú stúlka skiptir litlu máli í ráðningu sem einstaklingur en hins vegar er hún tákn einhverra atburða í vökunni sem jafnvel gætu verið tengdir þeirri sem í draumnum lést. Flugvélin táknar djarflegar framkvæmdir, sem þú tekur þátt í, og þær ekki alveg áhættulausar fyrir framtíð þína. Þú mátt búast við miklum breytingum á lífsformi þínu á næstunni og er þar bæði um góð og slæm atvik að ræða.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.