Vikan


Vikan - 06.03.1980, Blaðsíða 43

Vikan - 06.03.1980, Blaðsíða 43
í leit að liföjafa manninum sem hún hafði hitt á sjúkra húsinu fyrr um daginn. Andlit hans var nú fullt af rósenii og ákveðni. Hánn hallaði sér makindalega altur i stólnunt. „Við skuluni ekki sóa tímanum. Það fyrsta sem ég geri I fyrra málið er að panta flugfar.” „Þakka þér fyrir," sagði Janet hljóð- lega. Hún var honum ákaflega þakklát fyrir að hann skyldi skilja hve mikilvægt það væri að flýta sér. Hún hallaði sér fram. „Ég get ekki út- skýrt þaðen siðan ég heyrði fyrst minnst á þig — áður en ég vissi hvað þú hétir — þá vissi ég að nú myndi allt verða i lagi. Karen veiktist einmitt rétt eftir að ég heyrði fyrst talað um þig. Hún fékk slæma hálsbólgu og það lá við að hún dæi en henni tókst að lifa þetta af. Hún varð aðeins að halda þetta út örlitið lengur, þar til þú gætir komið og hjálpað henni.” Henni varð hugsað til allra þeirra sem höfðu unnið ötullega að því að gera þetta augnablik að veruleika — dr. Samuel Muir í London. dr. Susan Jenkins sem hafði lofað að bíða eftir kraftaverkinu og að lokum þessi ókunn- ugi niaður. Peter Blake, sem var sjálft kraftaverkið. Hún leit framan I hann. Leiðir þeirra höfðu fyrst legiðsaman á þessari stundu en hún vissi að þau áttu eitthvað sam- eiginlegt i fortiðinni. Hjá þeim ríkti sá friður sem fylgir á eftir sorginni. Allt i einu tók hún eftir að hann starði á hana — og honum virtist vera skemmt. „Hvaðer það?” spurði hann. „Fyrirgefðu.” sagði hún. „En ég hef hugsað svo mikið um hvernig þú myndir lita úl — þessi meðomga-þáttinn.” Hann kinkaði kolli. „Já. dr. Jenkins sagði mér frá því.” Hún brosti. „Þú lítur dásamlega út!” Nú skall á óþægileg þögn og Peter Blake reyndi að breiða yfir hana með þvi að taka fram vasadagbókina sína. „Ég þarf tvo daga til að ganga frá minum málum hér.” sagði hann. „og siðan mun ég fljúga til London." „Það er eins og eitthvað búi undir. Eins og þú eigir ekki afturkvæmt.” „Er það?” Hann virtist vera hugsandi. „Við höfum mikið að gera á skrifstof- unni núna. Ég verð að skipuleggja þetta nákvæmlega." „Ég vona að það sé ekki allt of óþægi- legt fyrir þig að þurfa að konia." Hún minntist þess hve lengi hann hafði haldið við neitun sína. Það hlaut að hafa legið góð og gild ástæða að baki þeirri neitun. „En.. . Ó. þú getur ekki ímyndað þér hvaða máli þetta skiptir fyrir okkur!” Hann brosti. „Kannski get ég imyndað mér það — að einhverju leyti." Hún byrjaði að tala um Karen. Hann hlustaði á fullur áhuga þegar hún sagði honum frá því að stundum þegar veðrið væri gott hefði Karen fengið leyfi til að leika sér á grasinu bak við húsið þeirra. . . svo lengi sem hún ærslaðist ekki. .. svo lengi sem engin önnur börn væru viðstödd. Hún sagði honum frá því hve gaman Karen hefði af að sjá dýr í sjónvarpinu. hve mikið hana langaði til að eignast kettling. Hún andvarpaði af einskærri hamingju. „Nú þarf hún kannski ekki að bíða svo lengi í viðbót.” Þau voru nú búin með kaffið og hann stóð upp. „Susan mun hafa samband við lækninn þinn i London," sagði hann, „og ef allt verður I lagi þar geturðu búist við mér eftir þrjá daga." Hún bauð honum góða nótt og gekk hægt upp stigana. Hún var létt á sér og henni fannst sem hún gengi í draumi. Hún opnaði herbergisdyrnar, gekk inn í mitt herbergið og reyndi að hugsa um hvað hún ætti núaðgera. Ferðataskan hennar lá opin á rúminu. Náttfötin voru við hliðina. Hún hal'ði ætlað sér að fara að sofa þegar síminn hafði hringt og henni var tilkynnt að Peter Blake vildi tala við hana. Þangað til hafði hún verið svo óendanlega þreytt. Nú fannst henni sem öll þreyta væri horfin. Hún var glaðvakandi og hún hafði næstum á tilfinningunni að hún væri ölvuð. En hún var svo ein. Ætti hún að hringja til móður sinnar? En þá mundi hún eftir tímamuninum. Það þýddi ekki. Þegar farið var að sofa I Ástraliu voru Englendingar að snæða hádegisverð. Móðir hennar myndi vera á sjúkrahúsinu hjá Karen. Hún hafði getað talað um Karen við Peter Blake en nú gat hún varla hugsað til hennar. Henni fannst sem hand- leggirnir væru svo undarlega tómir. Janet þráði að þrýsta að sér litlu stúlk- unni, faðma hana og halda áfram að halda utan um hana. Hún kveikti á náttlampanum. Veskið hennar lá á náttborðinu og I þvi voru myndirnar af Karen. Hún tók þær upp og skoðaði þær eina af annarri. Ef hún lokaði augunum gat hún næstum fundið fyrir mjúkum vanga Karenar viðsinn. „Litla barnið mitt," hvíslaði hún, „Þú munt lifa. .. ” Tár féll á hönd hennar. Og allt i einu glataði hún allri þeirri sjálfstjórn sem hún hafði verið að byggja upp í svo mörg ár. Hún hneig hægt niður í koddana og grét... Peter svaf vel þessa nótt. Um morgun- inn fannst honum sem honum væru allar leiðir færar. Hann mætti snentma i vinnuna og byrjaði daginn með því að hreinsa til inni á skrifstofunni sinni. Bráðum yrði það kannski ekki lengur hans skrifstofa. Hann gerði sér fulla grein fyrir þeirri hættu sem fólst í að fara til London. Hann hafði lagt það sem hann átti eftir ólifað. eða mestan hluta þess, að veði. En hann hafði tekið ákvörðun og hann ætlaði ekki að vera að hafa óþarfa áhyggjur vegna þess. Þetta var rétt ákvörðun og hann ætlaði ekki að hugsa meira um þetta. Kannski var það heimskulegt en honum fannst einhvern veginn sem hann gæti kannski losað sig við eitthvað af sektarkenndinni vegna dauða eigin- konu sinnar með þvi að bjarga lífi litlu stúlkunnar. Hann ætlaði að greiða eitt- hvaðaf skuld sinni aftur. Hann var búinn að taka til. Nú var kominn timi til að segja Owen Jenkins fréttirnar. Eldri maðurinn sat álútur yfir kortinu sem lá á borðinu fyrir framan hann. Peter brosti. Þetta var orðin uppáhalds- iðja Owens upp á siðkastið — bollalegg- ingarnar um framtið og stækkun fyrir- tækisins. „Daginn. Owen," sagði hann. „Það hefur gerst nokkuðsem mun raska fyrir- ætlunum minum varðandi sumarfriið mitt. Ég ætlaði aðspyrja hvort ekki væri í lagi að ég tæki það núna. Heldurðu ekki að áætlanirnar um fyrirtækið i Pakers gætu legið i salti þangað til ég kem aftur?” Ef ég kem aftur. hugsaði hann. „Það gæti vel verið." Owen tók pipuna úr munninum og leit spyrjandi á Peter. „Ég þarf að fara til London bráðlega — eftir svona tvo daga." Peter hikaði. „Það er löng og undarleg saga sem ég þarf að segja þér." Owen braut saman kortið. „Er þá ekki best að þú lokir dyrunum og setjist niður ef þig langar til að leysa frá skjóð- unni. Eftir að báðir voru sestir hélt Peter áfram: „Það er veikt barn í London, lítil stúlka, sem þarf á einhverjum að halda sem getur gefið henni merg. Svo virðist sem ég sé sá eini sem getur gert þetta. Susan. . . " Owen kinkaði rólega kolli. „Susan er búin aðsegja mér frá því." „Ég held ekki að þú vitir allt um málið.” Peter lagði hendurnar á borð- brúnina. „Susan tók prufurnaraf méren það veistu allt um. Þegar hún siðan bað mig urn að fara til London og hjálpa barninu neitaði ég. þvi að . . . „Ég veit það. Peter. hún sagði mér frá þessu öllu saman." Framhald í næsta blaði. 10. tbl. Vikan 43
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.