Vikan - 06.03.1980, Qupperneq 10
íþróttir
Það var svo eiginlega fyrir áeggjan
Höllu að ég sótii um starf hjá Skýrslu-
vélum. Ég hef nú unnið þar i 6 ár og
gæti lield ég ekki hugsað mér annað
starf. I>elta er ákaflega tilhreytingarrikl
starf og maður tekst stöðugt á við ný
verkefni."
Hvað kom svo.til að þú skiptir um
félag?
„Það var nú eiginlega margt sent lá
að baki heirri ákvörðun. Við i Ármanni
unnuni báða bikarana 1975 en misstum
siðan af báðum árið eftir. Við það kom
dálitið los á mannskapinn. Gutti, Símon
og Björn Magg. gengu allir úr félaginu
og Birgir Örn Birgis. sem var þjálfari
okkar. fékk ekki svar um áframhaldandi
ráðningu hjá félaginu. Hann var með
freistandi tilboð frá Stúdentunum upp á
vasann og það endaði með þvi að hann
tók þvi og hefur þjálfað þá siðan. Ég var
ekki reiðubúinn til að byrja upp á nýtt
með óreyndunt mönnum svo það var
ekki um annað að ræða en að fara i
annaðfélag."
— Af hverju varð K R fyrir valinu?
„Þeir voru þá nýbúnir að fá Andy
Piazza og eftir að hafa fylgst með
honum og strákunum á æfingu og séð
hvernig þeir lögðu sig alla fram var ég
harðákveðinn i aðganga i KR.
Nei. ég get ekki sagt að ég hafi mætt
einhverri andúð frá Ármenningum þó
að ég skipti yfir en á þessum tima fann
ég einna best hverjir voru i rauninni
vinir mínir. Bræður minir voru allir í
Ármanni, og reyndar erum við fimni
bræðurnir og leikum allir körfu-
bolta. Pabbi og mamma lögðu þvi
Ármanni heilt körfuknattleikslið til.
Pabbi er ennþá og verður alltaf einlægur
Ármenningur og hann er enn að reyna
að fá mig til aðskipta aftur yfir.
Þrátt fyrir að við séum mjög
samrýndir geri ég nú ekki ráð fyrir að
skipta aftur yfir i Árrnann. Engu að
siður met ég foreldra mina ákaflega
mikils og hafa þau t.d. alltaf stutt við
bakið á mér nteð ráðum og dáð.
Körfuknattleikurinn hefur veitt mér
mikla lifsfyllingu. Hann hefur haft þau
áhrif á mig að ég hef hvatt börnin
eindregið til að stunda iþróttir. T.d. er
Guðrún í fimleikum i Björk og þá er hún
einnig í sundi. Siggi er mest i fótbolta en
áhugi hans fyrir körfuknattleik er nú
mikið að vakna og hann vill ómur koma
með mér á æfingar. sem ég leyfi honum
eðlilega.”
— En hvað með eiginkonuna, hefur
hún ekkert verið i iþróttum?
„Jú svona aðeins," sagir Halla og
hlær. „Ég var í sundi á meðan ég var í
bamaskóla." „Já. þú varst sunddrottning.
er það ekki?" skýtur Jón inn i. „Nei, ég
var nú engin sunddrottning en var nú í
skólaliðinu i sundi og á meira að segja
viðurkenningu fyrir iþróttir. Á hverju
ári fengu einn drengur og ein stúlka
verðlaun frá skólanum. Eitt árið fékk ég
þau og drengurinn sem hlaut verð-
launin var Þórir Jónsson, siðar lands-
liðsmaður með Val. en leikur nú með
FH i knattspyrnunni. Jú, og svo var ég
aðeins i handbolta hjá FH. Sennilega
gleymi ég aldrei fyrsta leiknum. þvi ég
gerði mér lítið fyrir og hljóp niður annan
dómarann. Það var i leik gegn Stjörn-
unni. Mér varð svo mikið um þegar mér
var sagt að fara inn á að ég hvorki leit til
hægri né vinstri og vissi ekki fyrr en
dómarinn lá i gólfinu." Glæsileg byrjun
á keppnisferli atarna. „Ég var annars
ekki lengi i iþróttum. Var í tónlistarnámi
og foreldrarnir voru ekkert allt of
hlynntir þvi að ég væri i iþróttum lika."
Talið barst aftur að körfuknattleikn-
um enda harla erfitt að útiloka hann úr
viðtali sem þessu. Við ræddum um stöðu
körfuknattleiksins hér í dag og um hana
vildi Jón segja eftirfarandi:
„Við erum núna komnir með
ákveðinn standard — vissan stöðug-
leika. Aðsóknin i vetur hefur ekki verið
minni en i fyrra en hún hefur heldur
ekki aukist að neinu ntarki. Ég held að
það megi rekja beint til þess að aðeins
KR kom með nýjan útlending. Hin
félögin voru öll með sömu mennina og i
fyrra nema ÍR, sem fékk leikmanninn
frá J>ór. Það var því aðeins eitt nýtt
andlit þegar Reykjavíkurmótið hófst i
haust. Þessi eini nýi leikmaður reyndist
að vísu ekki betur en svo að við urðum
að fá annan til okkar og á meðan
töpuðum við einum mikilvægum leik.
Ég held hins vegar að siðari hluti
mótsins eigi eftir að verða æsispennandi.
10 Vikan 10. tbl.