Vikan - 06.03.1980, Qupperneq 62
Pósturinn
Hjálparsveit
skáta
Elsku Póstur!
Ég hef aldrei skrifað þér
áður og vona því að þú svarir
þessu bréfi fyrir mig.
Mig langar agalega að fara i
Hjálparsveit skáta en ég veit
ekki hvað ég á að gera til að
komast inn í hana. Éger 17
ára. Hvað þarf maður að vera
gamall? VIKAN er eina blaðið
sem ég les. Þú hefur alltaf
ráðið fram úr vandamálum
annarra svo ég vona að þú
gerir það líkafyrir mig.
Vonandi getur þú lesið
skriftina mína, það segja allir
að ég skrifi .s vo illa.
Vertu sœll. Gyða.
Til þess að komast í Hjálparsveit
skáta þarftu að vera orðin 18
ára. Tekið er inn í sveitina
tvisvar á ári, í janúar og
september ár hvert. Námskeið
eru haldin fyrir hverja inntöku
og viðkomandi þurfa að þreyta
inntökupróf að því loknu.
Fyrsta árið í sveitinni er
svokallað nýliðaár og þá er
mikilvægt að mæta vel og fara á
öll námskeið sem haldin eru.
Umsóknareyðublöð eru fáanleg
í Skátabúðinni við Snorrabraut
og þar ættirðu að fá allar nánari
upplýsingar.
Bréfið krefst
ekki svars
Kæra Vika.
Þið megið alls ekki birta
þetta bréf það krefst nefnilega
ekki svars. Ég ætla bara að
benda ykkur á að hafa
almennilegar myndir af
viðkomandi stjörnum þegar þið
birtið plaköt. Það er nefnilega
oft þannig að myndirnar sem
eru aftan á plakötunum (í
kynningunni á hljómsveitunum
eða stjörnunum) eru miklu betri
en myndirnar á sjálfum
plakötunum. Sem dæmi um
þetta má nefna plakötin af Bee
Gees og Silfurkórnum.
Plakatsmyndin af Silfurkórnum
virðist vera einhvers konar
prufumynd því að margir
meðlimirnir eru að koma sér
fyrir og laga sig til. Myndin
sem er aftan á er a.m.k. miklu
betri. Gibb-bræðurnir aftur á
móti renna saman við umhverfi
sitt á sínu plakati, því að litirnir
I bakgrunninum eru
nákvæmlega þeir sömu og I
þeim sjáfum.
Og að lokum, fyrst ég dreif
mig nú I að skrifa, sting ég upp
á því að þið birtið plakat af
hljómsveitinni Þú og ég (Ljúfa
W- Virðingarfyllst A
Það virtist ekki mikið í þessu
bréfi, sem ekki má sjást á prenti,
því birtist það hér og vonum við
að þú takir það ekki illa upp.
Þessi kvörtun þín vegna
plakatanna er nokkuð skiljanleg,
og það er vist og satt að þau hafa
ekki ævinlega verið sem
glæsilegust. Þar er þó ekki frum-
myndunum um að kenna heldur
því að við höfum átt við ýmsa
erfiðleika að stríða í sambandi
við litprentunina vegna bilana á
vélum í prentsmiðju. Myndir í
kynningu eru hins vegar
ævinlega svarthvítar. Þessar
myndir eru aðsendar og okkur
berst ævinlega meira og betra
úrval mynda í kynninguna
heldur en það sem nota má á
fjórlitaplakötin. Þetta stendur
allt til bóta og vonandi eigum
við ekki eftir að birta fleiri
svarthvít plaköt í blaðinu.
Hvað varðar plakatsmyndina
af Silfurkórnum skal á það bent
að þar er um smekksatriði að
ræða. Þetta form á að gera
myndina meira lifandi, enda
ákaflega erfitt að taka
skemmtilega mynd af svo mörgu
fólki án þess að hún verði eins
og gömlu skólamyndirnar hér
forðum. En við þökkum
kærlega ábendinguna og væri
óskandi að lesendur létu heyra
frá sér ef þeir hafa fram að færa
athugasemdir um efni blaðsins.
Mr. Bernie Seebeck, 234 So Avon Ave,
Phillips, Wisconsin 54555, USA, er 44
ára gamall. einhleypur og hefur áhuga á
að eignast íslenska pennavini.
Áhugamál hans eru bréfaskriftir og
hann skrifar einungis á ensku.
Hanna Arnórsdóttir, Hjaltabakka 10,
109 Reykjavik, óskar eftir að skrifast á við
stráka á aldrinum 10-12 ára. Áhugamál
hennar eru dýr (hestar) dans, góð lög,
iþróttir og fleira.
Brynja Birgisdóttir, Hjaltabakka 8, 109
Reykjavík, óskar eftir að skrifast á við
stráka á aldrinum 11-12 ára. Áhugamál
hennar eru diskódans. góðar hljóm-
sveitir. íþróttir og margt fleira.
Guðrún Kristín Sigurgeirsdóttir, Box
25, 902 Vestmannaeyjum, óskar eftir
pennavinum, helst karlkyns. á aldrinum
15-17 ára eða eldri. Helstu áhugamál eru
strákar. dans, tónlist, ferðalög, íþróttir
o.fl.
Elin Dragland, Boks 6, 8491 Melbu,
Norge, óskar eftir að.eignast pennavini á
aldrinum 14-18 ára. Hún er sjálf 15 ára.
Áhugamál hennar eru lestur. tónlist,
skátar. bréfaskriftir, diskó. handavinna
o.fl. Hún skrifar á ensku og norsku.
Björg H. Bryni Holthe, R.
Wickströmsveg 7, 1472 Fjellhamar,
Norge, er tæplega 25 ára og óskar eftir
pennavinkonum á lslandi. Hún er gift,
á son og áhugamál hennar eru m.a.
börn. teikning, rósamálun. bækur og
handavinna.
Ólöf Ingimundardóttir, Þormóðsgötu
20, 580 Siglufirði, og Bjarkey Gunnars-
dóttir, Suðurgötu 91, 580 Siglufirði.
hafa áhuga á að skrifast á við stráka á
aldrinum 15-18 ára. Áhugamál þeirra
eru strákar. böll. parti og fleira. Mynd
fylgi fyrsta bréfi ef hægt er og þær svara
öllum bréfum.
Björk Bjarnadóttir, Hvassaleiti 10, 108
Reykjavik, óskar eftir pennavinum um
allt land. bæði strákum og stelpum á
aldrinum 8-10ára. Hún er sjálf 8 ára.
Þurí Bára Birgisdóttir, Álfhólsvegi 143,
200 Kópavogi, óskar eftir að komast í
bréfasamband við stráka og stelpur á
aldrinum 9-11 ára. Hún er sjálf 10 ára.
Hún svarar öllum bréfum.
Inger Flisabeth Tönseth,
Björnemyrshingen 10, 1450 Nesodd-
tangen, Norge, óskar eftir að eignast
islenska pennavini. Hún er 30 ára,
sjúkraliði og hefur áhuga á tungu-
málum, ferðalögum og iþróttum.
Helga Guðmundsdóttir, Tangagötu 8,
340 Stykkishólmi, óskar eftir að konrast
i bréfasamband við stráka og stelpur á
aldrinum 14-16 ára. Hún er sjálf 14 ára.
Áhugamál hennar eru margvísleg.
Margaret Ludvigsen, Lavrits Hervigsvei
6a, 3000 Drammen, Norge, er 52 ára og
hefur áhuga á að eignast íslenska penna-
vini. Áhugamál hennareru margvísleg.
Eli Myrvang, Hamnegata 16, 7700
Steinkjer, Norge, er 19 ára og óskar eftir
pennavinum. Áhugamál hennar eru
m.a. frimerki og tónlist.
Nei! Fg vil fá skírnarnafn þitt.
62 Víkan IO.tbl.