Vikan


Vikan - 06.03.1980, Síða 47

Vikan - 06.03.1980, Síða 47
Erlent Rmm dauðadæmd- ar konur Bros hennar er svo hlýtt og Ijómandi að það vann henni gælunafnið „Sunna". Hún á tvö börn sem hún elskar og dáir — en Flóridaríki óskar henni dauða. Þvi Sonia Linder skaut, ásamt félögum sínum, tvo lögreglumenn til dauða með köldu blóði árið 1976. Og hún Sonia með sakleysislega andlitið og sólskinsbrosið biður nú ásamt 4 öðrum konum dauða síns í amerísku fangelsi. Þessar fimm konur eiga ýmislegt sameiginlegt. Allar eru þær hvítar, allar eiga börn. Og allar, nema Sonia, völdu fórnardýr sín á meðal vina eða ættingja. Sonia Linder Hún er grannvaxin, ber gleraugu og á bak við hlýlegt brosið leynist spilltur morðingi sem myrti tvo lögregluþjóna með köldu blóði — fyrir framan augun á börnum sínum. Þetta gerðist dag nokkurn í febrúar 1976. Sonia sat í kyrrstæðum bíl ásamt elskhuga sínum. öðrum manni til og tveimur börnum sínum. Þegar lögregluþjónar nálguðust bifreiðina hófst mikil skothríð og samkvæmt skýrslu lögreglunnar var það Sonia sem hleypti af fyrsta skotinu. Eftir handtöku þeirra fundust eiturlyf og stolin vopn i bifreiðinni — ásamt mynd af 9 ára syni Soniu sveiflandi byssu i miklum vígamóð. Sonur hennar býr nú ásamt yngri systur sinni hjá foreldrum Soniu meðan hún sjálf situr í fangelsi og bíður náðunar. Bregðist hún bíður hennar dauðdagi i rafmagnsstólnum. Sonia, 32 ára, hefur nú setið inni í þrjú ár og er siður en svo ánægð með tilveruna. — Klefinn minn er eins og múruð grafhvelfing sagði hún nýlega. Velma Barfield Hún er eins og imynd hinnar sönnu og kærleiksríku móður, segir vörður í ríkisfangelsinu i Norður Karólínu um Velmu Barfield. En þar situr Velma og bíður þess að verða leidd I gasklefann fyrir að byrla fjórum manneskjum eitur. Hún er líka tveggja barna móðir, andlit hennar blíðlegt og röddin lág og sefjandi. En hún myrti móður sina, unnusta og gömul hjón, sem hún vann fyrir við heimilishjálp, með rottueitri. Það ótrúlegasta var þó kannski að hún mætti i aliar jarðarfarirnar og hágrét við gröfina. — Ég vildi hefna min á þeim vegna þess að þau voru andstyggileg við mig, sagði Velma frammi fyrir dómurunum. — Ég ætlaðist alls ekki til að þau dæju. En lögreglan uppgötvaði líka aðra og alvarlegri ástæðu. Velma, 45 ára gömul, falsaði ávisanir á bankareikning fórnar- dýra sinna og hefur sennilega verið að koma í veg fyrir að þjófnaðurinn kæmist upp. Það átti að taka hana af lifi i febrúar sl. en því var frestaðsamkvæmt úrskurði hæstaréttar. En Velma heldur því fram að hún hafi á meðan fundið Jesúm: — Ég veit að dauðinn hefur ekki aðra þýðingu en þá að ég kveð þennan heim og heilsa nýjum, segir hún. Rebecca Case Detter Rebecca biður sömu örlaga í sama fangelsi og Velma. Hún notaði líka sama eitrið. SONIA LINDER. Hún aðstoðaði við morð á tveimur lögrogluþjónum. VELMA BARFIELD. Gaf móður slnni, unnusta og gömlum hjónum inn eitur. REBECCA DETTER. Stráöi rottueitri yfir íste eiginmannsins. Rebecca drap eiginmann sinn með því að strá miklu magni af rottueitri yfir ísteið hans. Hún hefur alltaf haldið fram sakleysi sinu af þessum verknaði, þó það dygði ekki til, en hún var hand- tekin skömrnu eftir morðið í september 1978. Rebecca, 37 ára gömul, hefur alltaf harðneitað að gefa út nokkrar yfir- lýsingar um málið og segist gera það til að vernda bömin sin tvö fyrir ágangi fjölmiðla og óviðkomandi fólks. Linda May Burnett Framhjáhaldið varð Lindu að falli. Hún hjálpaði elskhuga sínum til að slátra á hinn hryllilegasta hátt fimm af ættingjum fyrri konunnar hans. Elskhugi hennar, Joseph Dugas, ásakaði Bishop og Esther Philipps fyrir REBECCA MACHETTI. Sendi eigin manninn út til að myrða. LINDA BURNETT. Hjálpaði friöli sinum til að slátra fimm manneskjum. að hafa eyðilagt hjónaband hans. 1 júlí rændu Joseph og Linda hjónunum, syni þeirra, tengdadóttur og 2 ára barna- barni. Linda og Joseph skutu þau hvert á fætur öðru í höfuðið með 22 hlaup- víddar riffli og grófu þau síðan í grafir sem biðu tilbúnar eftir Jreim, Þessi sakleysislega þriggja barna móðir er 31 árs gömul og kunnugir segja að hún líti helst út eins og kennslukona. Hún skellti allri skuldinni á elskhugann og sagði að hann hefði lokkaðsig til morðanna. Eiginmaður hennar, Lee, hefur stutt hana dyggilega frammi fyrir dómstól- unum i Texas, jafnvel eftir að hann vissi allt um framhjáhald hennar. 11 ára dóttir hennar, Janie, tók sér líka stöðu í vitnastúkunni og grátbændi um lif móður sinnar. En Linda hlaut samt sem áður dauðadóm. Verði honum fullnægt mun banvænum skammti af sodium thiopental verða sprautað í æðar henni — og þar með verður hún fyrst allra dauðadæmdra fanga til að láta lifið á þann hátt. Rebecca Machetti Rebecca greip til örþrifaráða þegar fyrrverandi eiginmaður hennar kvæntist i annað sinn árið 1975. Hún sendi hinn nýja eiginmann sinn á stúfana til að myrða bæði sinn fyrrverandi og brúði hans. Hún afhenti eiginmanni sínum,-, Anthony. sprautu og banvænan skammt af eitri. Siðan vísaði hún honum á íbúð brúðhjónanna. En Anthony þurfti sprautunnar ekki með. Hann skaut hjónin til bana. Rebecca sagði dómaranum að hún hefði óskað fyrri manni sínum dauða vegna þess að hann hefði farið svo illa með hana meðan þau voru gift. En þessari fertugu móður þriggja barna voru engin grið gefin — og nú biður hún þess að Ijúka ævi sinni I rafmagns- stólnum. Engin kona hefur verið líflátin í Bandarikjunum síðan Elizabeth Ann Duncan lét líf sitt i gasklefa San Quentin fangelsisins í Kaliforníu 8. ágúst 1962. Og margir sérfræðingar draga i efa að líflátsdómi þessara fimm kvenna verði nokkru sinni fullnægt. — Það er alls ekki timabært að lifláta konur hér í Bandarikjunum, segir Walter Rogosheske, dómari í Minnesota. — Ég held að öll þjóðin mundi snúast gegn því. Katharine Gabel, skólastýra félags- vísindaháskólans í Northamton, tekur undirorð hans: — Sem stendur mundi enginn þora að fullnægja dauðadómi yfir konu. — Þessar konur verða örugglega ekki teknar af lífi. Náðunarbeiðni þeirra verður samþykkt — jafnvel þó það verði ekki fyrr en á elleftu stundu. 10. tbl. Vikan 47

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.