Vikan


Vikan - 06.03.1980, Síða 63

Vikan - 06.03.1980, Síða 63
Kannski bara æstur unglingur Kætri Póstur. Ég vona að þú sért ekki að verða vitlaus á öllum vanda- málunum sem steypast yfir þig. Ef þú vilt getur þú skrifað vandamálabréf í Póstinn og svo skulum við lesendur þínir sjá hvað við getum gert fyrir þig á móti! Ég les alltaf Póstinn í Vikunni og ég er mjög á móti þeim sem eru að gagnrýna hvernig bréf koma í hann. Ég hef heyrt að sumum finnist ekki taka því að birta þetta og hitt, þetta sé svo augljóst og stelpurnar séu bara allar heimskar upp til hópa. Ég held ekki að krakkarnir myndu hafa fyrir því að skrifa þér, nema af því að þeim finnst þetta einmitt allt svo erfitt! Ertu ekki sammála? En svo ég komi nú að mínu vandamáli þá fara pabbi og mamma alveg ferlega í taugarnar á mér núna. Ég er á fyrsta ári í fjölbrautaskóla og mig langar mikið til að fara í eitthvert framhaldsnám. Þess vegna vil ég ekki velja hvaða braut sem er. En mamma er alltaf að draga úr mér og segja að lífið sé ekki bara nám og ég eigi að reyna að njóta þess að lifa. Ég þurfi ekkert að hafa áhyggjur af því hvernig ég komi til með að nýta námið, ég eigi eftir að giftast og eignast mann og börn og þá geti ég hvort sem er ekkert verið að vinna úti! — Ég verð alveg brjáluð þegar hún segir þetta, lífið er ekkert bara að giftast og þá fer allt vel! Þá hlær hún bara að mér og segist ætla að sjá til. Og svo næst þegar kemur strákur að sækja mig í bíó eða eitthvað þá blikkar hún mig og hlœr og ég verð ennþá skapverri og það liggur við að ég neiti að fara í bíó, bara til að sýna henni að ég sé sko ekkert upp á stráka komin. Ég er kannski bara æstur unglingur, ég veit það ekki, en mig langar til að fá álit þitt á þessu. Á bara fyrir mér að liggja að verða húsmóðir og ekkert annað? Finnst þér ekki sjálfsagt að maður sé með einhvern metnað þó maður sé stelpa? Með von um svar. Breiðholtspía Heldurðu ekki að henni móður þinni þyki ákaflega gaman að stríða þér á þessu, fyrst þú tekur þetta svona óstinnt upp. Innst inni er hún líklega hjartanlega sammála þér og hefur gaman af sjálfstæði þínu. Inn í það geta svo blandast hennar eigin viðhorf og jafnvel hræðsla við að nýjum straumum í málefnum kvenna fylgi vankantar engu síður en öðrum nýjungum. Hennar líf hefur grundvallast á allt öðrum hlutum en nú þykja raunhæfir og það getur verið býsna erfitt að átta sig á breytingunum. í huga Póstsins er lítill munur á kynjunum og hann er hjartanlega sannfærður um að kvenfólk hljóti að hafa til að bera sömu hæfileika og metnað og hitt kynið. En þú skalt reyna að setja þig í spor móður þinnar og jafnframt gefa þér tíma til að skýra fyrir henni þín sjónarmið í bróðerni. Það skyldi þó aldrei vera að hún sé í megindráttum sammála þér en geti ekki stillt sig um að erta viðkvæma sál dótturinnar, sem er svona einstaklega sjálfstæð og metnaðargjörn. Umfram allt skaltu varast að missa stjórn á skapi þínu því með því vinnst ævinlega fremur lítið. Þakka þér hlý orð um Póstinn og hans viðskiptavini, þau báru með sér að þér er ekki ósýnt um að setja þig í annarra spor. Og hver veit — kannski Pósturinn skrifi lesendum í von um hjálp næst þegar andinn hefur yfirgefið hann, sem vill henda svona í svartasta skammdeginu. En mynstrið vantaði Kæri Póstur. I 2. tbl. Vikunnar, 10. jan. / 980, var birt uppskrift að lopapeysu með náttúrumynstri í Handavinnuhorninu á bls. 36. Þar er sagt að hafa skuli mynstrið til hliðsjónar. En þar sem ekkert mynstur fylgir þessari uppskrift (hefur máske gleymst) langar mig til að biðja um að það verði birt, því peysan fnnsl mérfalleg að sjá á mynd en treysti mér ekki til að prjóna mynsturbekk einungis eftir henni. Virðingarfyllst. Lilja Aradóttir. Við þökkum kærlega ábendinguna. Vegna mistaka í vinnslu urðu mynsturmyndin og uppskriftin viðskila og er hér með bætt úr því með meðfylgjandi mynd af mynstur- bekknum. 10. tbl. Vikan 63

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.