Vikan - 06.03.1980, Qupperneq 4
Jónas Kristjánsson skrifar um íslensk veitingahús
Þreytulegur
og lélegur
Beinagrind af kjúklingi niilli súlu og
veggjar. sem ég sá í hádegismat á Aski.
Laugavegi 28, var þar enn uni kvöld
niatarleytið daginn eftir. Var þetta
athyglisvert dæmi um sóðalegt yfirbragð
þessarar lélegu matstofu. sem þó hefur
haft kjark til að sækja um vinveitinga
leyfi'
Nýju eigendurnir hafa ekki enn tekið
til hendinni á Aski. Laugavegi 28. þegar
liessi grcin er rituð. Allt er þar enn við
sömu gallana. sem liafa gert mig frá
hverfan heimsóknum. F.ru eigendurnir
nýju þó liklegir til átaka, vonandi frekar
fyrr en siðar.
Innréttingar eru stórkarlalegar. Súlur
úr gröfum við minna á Halta httnann. en
eru þó hvergi nærri eins smekklegar. A
Aski vantar samræmi i stílinn. Strigi og
steindir gervigluggar eru á veggjum.
1 stórum dráttum virðist |ietta fremur
óvandað. þreytulcgt og vekur jafnvel
óþægilegan grun um óþrifnað.
Opið er inn i eldhús og heyrist þaðan
hvimleiður hávaði. svo scm hróp og köll
ntilli gjaldkera og matsveina. Fvrir gesti
er þetta ónæðissamt og eykur óþæginda-
tilfinninguna frá umhverfi og andrúms-
lofti Asks.
Afgreiðsla á kassa var frenutr kulda-
leg og ónákvæm. Eg pantaði litla
skammta af tveimur fiskréttum. en var
látinn borga fyrir stóra. Það leiðréttist á
staðnum, en liitt uppgötvaðist ekki fyrr
en of seint. að ég hafði verið látinn borga
einn skantmt af hrásalati þrisvar
sinnum.
Alger sjálfsafgreiðsla er á Aski eins og
á Esjubergi. Menn rogast frant og aftur
með bakka sína. Eru báðir þessir staðir
þó mun dýrari en Hornið og Laugaás.
sent veita þó matarþjónustu til borðs og
bjóða upp á rnun betri mat.
Rósinkálssúpa
Rósinkálssúpa var innifalin I verði
aðalrétta á matseðli dagsins, þegar ég
kont á Ask í hádeginu. Þetta var hvers-
dagsleg hveitisúpa. hvorki góð né vond.
Verðið er 650 krónur. ef hún er keypt
sérstaklega.
Kjúklingur
Kjúklingapottréttur nteð hrisgrjónunt
og salati var nokkurn veginn sæmilegur.
Dósasveppirnir voru ekki óhóflega
eldaðir, en hrísgrjónin voru i meira lagi
ofsoðin. Hrásalatið var gott og borið
frani með skemmtilega sterkri sósu.
Hveitisósan var þykk og rniður lystug.
Kjúklingarnir sjálfir voru nokkuð mikið
soðnir. en eigi að siður í lagi. Verðið er
3.600 krónur rneð súpu innifalinni.
Buff
Buff Lindström með spældu eggi var
vel heppnað hakk. ekki steikt meira en
svo, að það var rautt að innanverðu.
Með fylgdi sama hrásalat og áður var
lýst. spælt egg og tvær hvitar kartöflur.
allt frambærilegt. Verðið er 3.000
krónur meðsúpu innifalinni.
Kótiletta
Glóðarsteikt kótiletta var meðal þess.
sem valið var af fastaseðlinum I kvöld
heimsókninni. Hún var ekki merkileg.
enda mjög feit. Verðið er 770 krónur ein
kótiletta og 2.200 krónur sent heill
skammtur. i báðum tilvikum án
meðlætis.
Ef við gerum ráð fyrir ferns konar
meðlæti til að búa til aðalrétt. t.d. með
kartöflum. hrásalati, sósu og annað
hvort hrisgrjónum eða einunt öðrum
bragðauka, yrði verð aðalréttarins 4.000
krónur. Verð einnar kótilettu með
tvenns konar meðlæti yrði þá 1.670
krónur sem forréttur.
Kjúklingur
Ask-kjúklingur var fremur vondur.
enda þrælsteiktur og þurrkulegur.
Verðið er 1.980 krónur sem litill
skammtur og 3.740 krónur sem heill
skammtur. hvort tveggja án meðlætis.
Með tvenns konar meðlæti yrði litli
skammturinn að forrétti á 2.880 krónur
og með fems konar meðlæti yrði heili
skammturinn að höfuðrétti á 5.540
krónur.
Lambasteik
Lambasteik Hawai var ofsalega mikið
pipruð steik með ananashring. Þetta var
sæmilegasta hráefni, en nokkuð mikið
steikt. Verðið er 2.550 krónur sern heill
skammtur án meðlætis. Með ferns konar
meðlæti yrði úr þessu aðalréttur á
4.350 krónur.
Turnbauti
Turnbauti var nteyr. en bragðlaus.
framreiddur miðlungi steiktur. þótt
beðið væri um hann mjög litið steiktan.
Verðið er 4.850 krónur sem heill
skammtur án meðlætis. Með ferns konar
meðlæti yrði úr honum aðalréttur á
6.650 krónur.
Pönnukökur
Kinversk pönnukaka var ómerkileg
og köld, en ekki beinlinis vond. Verðið
er 670 krónur ein pönnukaka og tvær á
1.100 krónur. hvort tveggja án
meðlætis. Með tvenns konar meðlæti
yrði eina pönnukakan að forrétti á 1.570
krónur og með ferns konar meðlæti yrðu
pönnukökurnar tvær að aðalrétti á
2.900 krónur.
Fiskur
lnnbakaður fiskur Orly var sérstak
lega vondur. grimmilega steiktur af
kokkum. sem virtust hata fisk. Hann var
afgreiddur hálfkaldur. Verðið er 400
krónur sem litill skammtur og 1.000
krónur sem heill skammtur. hvort
tveggja án meðlætis. Með tvenns konar
meðlæti yrði litli skammturinn að
forrétti á 1.300 krónur og með ferns
konar meðlæti yrði heili skantmturinn
að höfuðrétti á 2.800 krónur.
Meiri fiskur
Djúpsteiktur fiskur i brauðmylsnu var
annað dæmi um djúpa óbeit eldhússins á
fiski. Þetta var grjóthörð plata. sem var
á bragðið eins og léleg feiti. Hún var
afgreidd hálfköld. Verðið er 350 krónur
sem lítill skammtur og 1.000 krónur sem
heill skammtur. hvort tveggja án
meðlætis. Með tvenns konar meðlæti
yrði litli skammturinn að forrétti á 1.250
krónur og með ferns konar meðlæti yrði
heili skammturinn að höfuðrétti á 2.800
krónur.
Pizza
Pizza Ask-speciale var of þykk og of
hörð. of brennd og of köld. Þar á ofan
fannst ekkert oregano né annað skylt
kryddbragð. Þetta var versta pizza
ævinnar og er þá ekki litið sagt. Verðið
er 2.200 krónur án meðlætis.
Meðlæti
Ég prófaði ýmislegt meðlæti, sem
gestir panta og borga sérstaklega.
Hrísgrjónin voru alveg köld og ekki
góð á bragðið. Skammturinn kostar 400
krónur.
Hvitu kartöflurnar voru einnig alveg
kaldar og lítt lystugar. Verðið er 350
krónur.
Sveppirnir voru úr dós. Verðið er 440
krónur.
Paprikan var ný og bragðaðist
sæmilega. Verðiðer 220 krónur.
Franskar kartöflur voru kaldar. en
4 Vikan 10. tbl.