Vikan


Vikan - 06.03.1980, Blaðsíða 50

Vikan - 06.03.1980, Blaðsíða 50
Undarleg atvik — Ævar R. Kvaran KARL í KRAPINU Það var eitt harðindavor á 18. öld, um þær mundir þegar þeir Pétur Þorsteins- son og Hans Wium héldu Múlasýslu, að hval einn rak á þeim hluta norðanverðra Héraðssanda sem heitir Helminga- sandur og var klaustureign. Hans Wium hafði vald yfir rekanum, en hreppstjóri Hliðarmanna var umsjónarmaður hans og bar honum að tilkynna það sýslu- manni. En vegna harðæris var um þær mundir mikil bjargarþurrð á Út-Héraði svo margir þoldu hungur. Sárnaði mönnum að sjá þessa miklu björg senda til hjálpar og mega ekki hagnýta sér hana. En hvalurinn var kominn að því aðskemmast. Hreppstjóri skrifaði þá Wium bréf og nefnir til vinnumann sinn að fara með það. Biður hann að farið sé með það i Bót og skilað til Jóns frænda síns og vinar, að sjá bréfinu borgið á sem hagkvæmastan hátt. Maðurinn fer i Bót og skilar bréfinu en leggst þar veikur. Jón bóndi kveðst engan hafa að senda en kemur þó bréfinu til næsta bæjar og biður fyrir það. Með þessum hætti var svo bréfið sent bæ frá bæ og varð lengur á leiðinni en ella. En af hreppstjóra er það að segja að hann sendi annan vinnumann jafnskjótt hinum til allra hinna bágstöddustu i nágrenninu að koma og skera hvalinn, því hann liggi undir skemmdum og skuli þeir vinna sér til hluta og njóta þess sem annars verði ónýtt. Kom þarna saman mikill mannfjöldi og skar allan hvalinn á skömmum tíma. Hreppstjóri var óspar á hvalinn við fátæklinga og fengu þeir fullfengi matar. Sjálfur hélt hann þó eftir stærsta hlut- anum. Margir höfðu fært hreppstjóra vinarskenk og voru menn góðglaðir. Hreppstjóri settist þá með vinum sinum á dyralofti eftir útbýtinguna og var orðinn drukkinn þegar honum var sögð för ríðandi manna framan að Ketils- stöðum með reiðingshesta. „Þar kemur Wium i broddi fylkingar. mikill og höfðinglegur," sagði einhver. „Sjáið þið, það glampar á korðann!” „Látum karl koma," sagði hreppstjóri og hljóp út og greip járnkarl, þvi nú sá hann Wium nálgast og sýndist hann ærið hermannlegur með brugðinn korð- ann. Hreppstjóri vissi hvað hann hafði gert og bjóst við öllu því versta en vildi selja sig dýrt, enda allhreifur af vininu. Þegar hreppstjóri heilsaði kastaði Wium á hann kaldyrðum og ógnaði honum með korðanum. Hreppstjóri vill eigi verða seinni til og skýtur að honum járnkarlinum. Wium vék sér fimlega undan og flaug járnkarlinn framhjá honum og á kaf i þúfu. Hreppstjóri mælti þá af miklum móði um leið og hann náði aftur járninu: „Það gerði fjandinn enginn boð eftir þér héðan af. Þú gast komiðstrax!” Wium sá nú að hér var einhver jnisskilningíir og sefaðist. Kvaðst hann hafa farið þegar hann fékk bréfið en spurði hvort það væri satt að hann hefði látið allan hvalinn. Hreppstjóri kvað það ósatt og sagðist halda eftir miklum hluta. Þó átaldi Wium hann fyrir dirfsku og gjörræði. Gengu menn þá á milli og friðstilltu hreppstjóra. Hann mælti: „Þér er nær, valdsmaður, að koma með mér upp á dyraloft og fá hressingu en ávita mig fyrir það þótt ég styngi nörtum upp i fátæka menn, áður en þær urðu ónýtar. þvi þú og þinir fá nóg á trunturnar sínar af þvi sem ég hef eftir." Hófst þá brúnin á sýslumanni og félögum hans. Settust þeir svo allir að sumbli á dyralofti og sættust að Bakkusar. Mat Wium hinar gildu orsakir hreppstjóra þegar hann sagði sem var: „Hefðuð þér ef til vill gert það sama, hefðuð þér átt minn hlut," sagði hreppstjóri. Wiunt lét þaðsannast heita. Sagt er að Wium hafi eigi ‘ heimt verð fyrir þann hluta sem til fátækra fór og hreppstjóri ekki heldur. En þeir Wiunt fóru síðan meðfullbyrði á hestum sínum og skildu þeir hreppstjóri vinir. Eins og kunnugt er af frásögnum um Hans Wiurn var ekki heiglum hent að bjóða honum birginn, enda var hrepp- stjóri sá sem hér átti hlut að niáli ekki meðalmenni. Hann hét Eirikur Styr- bjarnarson, Þorsteinssonar á Sleðbrjót og konu hans Guðrúnar Sigvaldadóttur Eirikssonará Búlandi. Eirikur Styrbjarnarson var afarmenni og stórbokki en gáfaður og góður fátækum, eins og frásögnin hér að framan sýnir. Eirikur bjó að Ketils- stöðum á Jökulsárhlið eftir miðja 18. öld og var talinn í helstu bænda röð. Skal nú sagt nokkru nánar frá Eiríki hreppstjóra. Það var eitt sinn að Guðmundur sýslumaður Pétursson háði vorþing að Fossvöllum og gekk hart eftir greiðslu gjalda því hann var í senn röggsamlegt yfirvald og þótti harðbrjósta. Ekkja frómlunduð og fátæk bjó með mörg börn að Hrafnabjörgum norður. Hún hét Vilborg. Eiríkur var fjárhalds- maður hennar og lét hana sjaldan skorta. Nú heimti sýslumaður af henni skatt. Henni kom það á óvart og gat ekki borgað. „Hver er svaramaður þinn?” spyr sýslumaður. „Eirikur hefur oft hjálpað mér," segir hún. Sýslumaður býður þá Eiriki að borga. „Henni er óskylt að borga nokkuð,” segir Eirikur. „því hún liggur viðsveit." „Þá skal selja eigur hennar ef þú, Eirikur, borgar ekki fyrir hana þvi hún telur þig verndarmann.” Deilir hann hart á Eirik, uns hann verður að borga, og gengur brott þegjandi og var þungt i skapi. Nær hann sér nú i vín og verður kenndur. Svo kallar hapn sýslumann þar út fyrir á eintal og fer að ræða skattamál ekkjunnar. En af þvi báðir voru orðnir drukknir þá lenti í hart með þeim. Eirikur varð ofsareiður og gaf sýslumanni löðrung og segir honum að hafa hann með í skattinn. „Hafið þér ekki tekið þá fáa ranglega hér i dag,” segir liann. Sýslumaður spyr hvort dóninn dirfist að sýna sér ójöfnuð og kallar menn til að handsama Eirík. En þeir heyrðu ekki fyrir fossgnýnum og árniðinum. Og áttust þeir þar illt við. Hét Eirikur að hrinda sýslumanni í ána. En þá komu menn að og skildu þá. Gaf þá einn Eiríki brennivínsflösku. Engin voru vitni að orðaskiptum þeirra en margir reyndu að sætta þá uns þeir að lokum drukku sátta- bikar úr flöskunni og var hvorki minnst framar á skattinn Vilborgar né högg þau sem hvor veitti öðrum. Þessi viðureign var inngangur að langri vináttu milli þessara skapheitu manna og hélst vel tryggð með þeim síðan. Gissur og Guðrún hétu hjón sem bjuggu um þessar mundir i Vatnsdals- gerði í Vopnafirði. Þau áttu 21 barn og lifðu flest þeirra, og varð það orðfleygt. Það var sagður siður Guðrúnar að telja þau út og inn. Þá bar það til að þau hjón misstu einu kúna sina og áttu ekki peninga til þess að kaupa aðra. Fór þá Guðrún viða og falaði peningalán en án árangurs. Hún fór um Jökulsárhlið og kom að Hauks- stöðum, en þar hafði Eirikur þá tekið sér bólfestu. Eirikur spyr hvernig menn gefist. „Vel,” segir hún. „en hvergi fæ ég léða peningana í kýrverðið.” „Ætlarðu langt að fara?” spyr Eiríkur. „Dalinn á enda að hverju sem verður,” segir hún. „Þú verður nótt hjá mér þegar þú kemur að innan,” segir Eiríkur. Hún hét þvi og fór að Brú. Henni var gefið mikið i mat, klæðnaði og peningum og kom hún aftur að Hauksstöðum og var þar nótt. Að morgni leysir Eiríkur út og mýlir fimm vetra snemmbæru og segir Guðrúnu að fara með hana. Hún vill þá borga með peningum þeim sem hún hafði fengið. „Nei," segir Eiríkur, „eigðu þá sjálf því þú átt marga munna en þitt of lítið," Guðrún bað guð að launa fyrir sig og fór síðan. Og orð hennar rættust því aldrei skorti Eirík vistir þau 45 ár sem hann bjó og blessun þótti hvila yfir búi hans. Sagt er að hann hafi alið upp 19 munaðarlaus börn og var kona hans Guðný Eiriksdóttir frá Sandbrekku honum samtaka i þvi. Lýsir það vei þeim hjónum. Þegar börn Eiríks voru fullorðin og hann gamall og hættur erfiðustu verkum kom hann með Sigvalda syni sínum með lest í Vopnafjarðarkaupstað. Verslunarstjórinn þar var kallaður Ingvaldsen. Hann var vinur Eiriks. Hittu þeir feðgar hann í búðinni. Fagnaði hann þeim vel. einkum Eiríki. Þar sáu þeir útlendan mann, háan, þrekinn og skuggalegan á svip. Hann var rembingslegur mjög og tók eigi kveðju þeirra feðga. „Hver er þessi hinn hrokalegi maður?” spyr Eirikur. „Hann er danskur og aðstoðarmaður minn. Hann kom upp með skipinu og heitir Broch," segir kaupmaður. Þá snýr Eiríkur sér að syni sínum og segir lágt: „Þarna er þrælslegur maður, Sigvaldi minn, og Ijótur.” Broch heyrði og skildi orð hans og reiddist, vindur sér að borðinu og hand- langar Eiríki löðrung mikinn. Eirikur áttar sig skjótt og réttir honum annan en þótti hann verða of lítill og vill snarast innfyrir. Sigvaldi og þeir fleiri héldu þá Eiriki og báðu hann ætla sér hóf, gamlan og lúinn. Hann bað þá sleppa sér. „Lofið mér að svala mér á honum,” sagði hann. ,þvi ég hygg að mitt högg hafi verið minna. En ég vil ekki að svona piltar eigi hjá mér.” Þeir báðu hann að vera stilltan. sögðu Broch á besta skeiði og marg- æfðan barsmiðagarp. En Eirikur hratt þeim af sér. „Já, lofið mér að reyna. Ég held að mitt hafi verið minna.” Barst nú fylkingin aftur og fram um húsið og loks út úr dyrunum. Broch SO Vikan 10. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.