Vikan - 06.03.1980, Blaðsíða 11
Það sem einkum stendur körfu-
knattleiknum fyrir þrifum er skortur á
þjálfurum. Við þurfum nauðsynlega að
fá hingað til landsins fleiri hæfa þjálfara
til þess að láta þá mennta okkar þjálfara
upp. T.d. held ég að það væri mjög vel
athugandi fyrir tvö félög að sameinast
um einn þjálfara. Það gerði þeim kleift
að ráða góðan mann. Auðvitað mættu
þessi félög ekki vera i sömu deild.
Gunnar Gunnarsson og Einar Bollason
eru nú að vinna brautryðjendastarf í
körfuknattleiknum með körfuknattleiks-
skólanum sem þeir hafa verið að konta á
fót, en það vantar fleiri leiðbeinendur.”
— Hvernig finnst þér að vera sifellt
nefndur yfirburðamaður í islenskum
körfuknattleik?
„Ég tel mig ekki ganga með áhyggjur
af slíku á herðunum. Ég fer í hvern
einasta leik með því hugarfari að gera
liðinu gagn, að bregðast ekki trausti
félaganna. Ég kem ekki með því hugar-
fari inn á að sanna fyrir fólki i hvert sinn
hver ég er. Ég reyni stöðugt að finna ný
markmið til að keppa að. Ég verð að
hafa eitthvað til að keppa að — annars
gengur dæmið ekki upp."
— Hvernig gengur þér að útiloka
körfuknattleikinn frá þinu einkalífi?
„Það gengur prýðilega. Ég hef reynt
að hafa það fyrir reglu að taka ekki með
mér áhyggjur út af vinnu eða körfu-
knattleiknum inn á heimilið. Reyni að
loka allt slíkt úti og slappa virkilega vel
af í faðmi fjölskyldunnar. Það var
heilmikið átak að eignast íbúð, en nú nýt
ég þess innilega að eiga heimili. Ég legg
ákaflega mikið upp úr þvi að lifa lifinu
og njóta alls þess sem það hefur upp á að
bjóða. Ég nýt þess að vera með
börnunum og að hjálpa þeim. Alla útrás
fæ ég á vellinum og ég legg mikið upp úr
því aðgeta slappað vel af heimafyrir."
— Hver eru minnisverðustu atvikin
úr lífinu?
„Það var mér mikil lífsreynsla að
eignast fyrsta barnið og finna loksins
eitthvað sem maður raunverulega á.
Bara það eitt að vera kallaður „pabbi"
veitir mér mikla ánægju. Maður finnur
svo vel að maður hefur hlutverki að
gegna gagnvart börnunum. Það er svo
mikilvægt að hlúa vel að þeim til þess að
þau öðlist þroska. Svo urðum við fyrir
þeirri raun að yngsta barn okkar. Linda,
lést 3ja mánaða gömul.
Af atvikum úr körfuknattleiknum er
mér tvimælalaust minnisstæðast er KR
varð Íslandsmeistari sl. vor. Ekki bara
það að verða íslandsmeistari heldur
einnig að leika fyrir framan troðfulla
Laugardalshöllina. Það var ógleymanleg
tilfinning.”
— Hvernig er að vera gift
körfuknattleiksmanni, Halla?
„Ég hef nú aldrei kynnst neinu öðru
þannig að ég get ekki dæmt um hvernig
þaðer að vera gift einhverjum öðrum en
körfuknattleiksmanni. Sjálf hef ég það
mikinn áhuga fyrir iþróttum að ég tek
þessu með jafnaðargeði. Körfuknattleik
urinn er Jóni svo mikið að ég gæti ekki
staðiðá móti þvi."
„Aldrei skal það bregðast að hún er
tilbúin með matinn þegar ég kem
glorsoltinn af æfingunt," bætir Jón við.
„Á móti reyni égaðgripa í húsverkin og
hef reyndar mjög gaman af slíku. Það er
i rauninni ekki nema sanngjarnt að
koma til móts við hana svo hún geti þá
stundað eitthvað fyrir sjálfa sig. Hún
hefur alltaf stutt mig með ráðum og dáð
og aldrei hefur vantað hvatningu af
hennar hálfu. Slíkt er ómetanlegt."
Klukkan var farin að verða
iskyggilega margt og ég fór því að hugsa
mér til hreyfings. Mig langaði þó að
leggja fyrir þau eina spurningu áður en
ég færi og spurði þau hvernig þau eyddu
þeim tima sem væri aflögu.
„Við erum núna heltekin af
skiðabakteríunni og förum eins niikið á
skíði og við getum. Það er þó oft erfitt að
koma sliku við um helgar þvi Jón er svo
oft að keppa,” segir Halla. „Jú, maður
verður bara að velja sér brekkur í
samræmi við andstæðinginn hverju
sinni,” bætir Jón inn í. „Við erum
samrýnd og tekst einhvern veginn að
koma hlutunum fyrir með góðum vilja
beggja aðila."
SSv.
Ljósm.: Jim Smart
10. tbl. Vikan II