Vikan - 06.03.1980, Qupperneq 35
savannamörkina en ljónið röltir
inn í frumskóginn á ný. Enn
leiðist því og einhvern veginn
verður það að drepa tímann.
Eftir stutta stund kemst ljónið á
spor hjartar, stekkur af stað og
linnir ekki látum fyrr en hjörtur-
inn er kominn í þá óþægilegu
aðstöðu að standa augliti til
auglitis við þetta hættulega dýr.
Hjörturinn snýr sér við á punkt-
inum og ætlar að reyna að flýja
en ljónið er sneggra i snúningum
og nær tangarhaldi á höfði
dýrsins, sveigir það aftur þannig
að hirtinum liggur við köfnun.
— Hver er konungur
dýranna? öskrar ljónið.
— Þú, þú, auðvitað þú,
stynur hjörturinn á milli þess
sem hann reynir að ná and-
anum.
— Hver er skelfir skógarins
sem allir hirtir óttast?
— Þú líka, þú líka, kveinar
hjörturinn og kiknar í
hnjáliðunum.
— Gott og vel, umlar ljónið,
— reyndu nú að koma þér í
burtu áður en égét þig.
Hjörturinn hverfur á braut og
ljónið rekur upp siguröskur svo
undir tekur í skóginum — svo
röltir það sína leið.
Næst er það buffali sem er svo
óheppinn að verða á vegi Simba.
En þar sem buffalar eru ekki
vanir að gefast upp fyrr en í fulla
hnefana setur þessi undir sig
hausinn og býst til varnar. En of
seint, því áður en hann veit af er
Ijónið komið upp á bakið á
honum og búið að snúa buffala-
hausnum hans í hálfhring.
- HVER ERKONUNGUR
DÝRANNA? öskrar Simbi og
heldur buffalanum í skrúfstykki.
Þegar buffalinn virðist ekki
ætla að svara rekur Ijónið víg-
tennur sínar á kaf í háls hans.
— Út með það! Út með það!
Hver er konungur dýranna?
hvæsir Simbi út á milli saman-
bitinna tannanna.
— Ó, ó, ó, ó, það ert þú, kæri
Simbi, stynur buffalinn.
— Og hver er skelfir
skógarins, sá sem allir óttast?
Buffalinn vælir af sársauka og
kemur ekki upp orði þar sem
hausinn á honum er kominn í
hálfhring og rúmlega það. Simbi
er ekki ánægður með þetta og
snýr því dálítið betur upp á
höfuðið og til frekari áherslu
rekur hann tennurnar aftur í
háls dýrsins, en nú á öðrum stað
en áður.
— Jæja! Hver er skelfir
skógarins?
— Þú . . . Simbi . . . það ert
þú, stynur buffalinn og þá
sleppir Ijónið taki sínu.
Buffalinn stendur stjarfur eftir
þessa meðferð og hristir
hausinn svona til að athuga
hvort hann sé ekki enn á sínum
stað. Svo tautar hann einhverja
vitleysu og skjögrar á braut.
Simbi lítur sigri hrósandi á eftir
fórnarlambi sínu og röltir svo
sína leið.
Nú liggur leiðin aftur fram
hjá vatnsbólinu og þar kemur
Simbi auga á nashyrning. Ljónið
rekur upp skaðræðisöskur og
ætlar að hræða nashyrninginn
— en það er öðru nær,
nashyrningurinn heldur áfram
að drekka eins og ekkert hafi i
skorist. Hættulegur glampi
kemur í rándýrsaugu Simba.
Hann hniprar sig saman og
stekkur svo eldsnöggt á
nashyrninginn og læsir klónum í
bak hans um leið og hann
öskrar:
— Hver er konungur
dýranna, skelfir allra
frumskógardýra, skepnan sem
allir nashyrningar óttast?
Nashyrningurinn vippar
höfðinu til, stingur horninu
undir kvið Simba og þeytir
honum I stórum boga 30 metra
út í vatnsbólið.
Simbi er hálfskömmustulegur
þegar hann skreiðist á land og
haltrar á braut. Pegai iiaim er
kominn í hæfilega fjarlægð
heyrist hann segja við sjálfan
sig:
— Það var nú óþarfi af
nashyrningnum að vera svona
ruddalegur þó svo hann hafi
ekki vitað svarið við spurning-
unni! Þýð.:ej
Skop
RAu?
Ég ætla að biðja forstjórann um kaup-
hækkun. F.n þú verður þá að setya mér
hvað ég er með í kaup núna.
Hann ætti að vera góður í reikninpi —
ég Ref honum mikinn fi.sk!
10. tbl. Vikan 3S