Vikan


Vikan - 06.03.1980, Side 9

Vikan - 06.03.1980, Side 9
I w % (4 i i-1 i -1 ■ : ?..■ Wáí r , r • s w Stimm JmEr '&rgFP**hheb||| i ms !<3m ?: 1 _ Æ-Wíá rffil l/¥* ’ -M1 Lul&r' ” ‘ fíW átti eftir að lenda i minnisstæðari leik gegn Svíum ári síðar. Við vorum þá í keppnisferð og fórum fyrst til Skotlands. Síðan héldum við til Svíþjóðar I mót sem var haldið þar. Ég man það að ég kom inn á um miðjan fyrri hálfleikinn og fann mig mjög vel og skoraði strax 4 körfur. Munurinn í hálfleik var lítill og leíkur- inn mjög spennandi. 1 síðari hálfleiknum reyndu Sviarnir eitt sinn skot og ég hljóp undir til að reyna að ná frákastinu. Undir körfunni var einnig heljarmikill rumur, Albertson að nafni. Hann hafði lýst þvi yfir fyrir keppnina að hann ætl- aði sér að verða stigahæstur og hirða flest fráköstin og fleira i þeim dúr. Nema hvað knötturinn berst í átt til min og ég stekk fram fyrir þennan Albertson og næ boltanum. Sendi hann fram völlinn í hraðaupphlaup og sem ég sleppi bolt- anum sé ég olnbogann á honum koma í átt að mér. Síðan man ég ekki meira. Ég rotaðist þarna og hann braut í mér framtönn alveg upp við rót, en til allrar hamingju lánaðist að græða hana í aftur. Þetta var ákaflega lúalegt bragð hjá þessum leikmanni og ég man ennþá eftir atviki eftir leikinn. Ég lá þá inni í búningsklefanum þegar ég heyrði að Börn þeirra hjóna, Siguröur 7 ára og Guðrún 9 ára, eru hér i sjónvarps- skálanum. Glatt á hjalla i stofunni. Mæðgumar Halla og Guðrún hlæja að frásögn Jóns en Sigurður er eitthvað annars hugar. Siggi stóri segir við kappann: „Ja, vil du ha en til.” „Ég er alltaf hálfragur við að fá högg á andlitið eftir þetta. Ég hef fengið högg á munninn og þá hefur tönnin losnað. Maður lætur sig samt hafa það leik eftir leik.” — Hvar kemur svo konan inn i söguna? „Við kynntumst i gamla Glaumbæ i ágúst 1969,” segir Halla. „Jón var þá enn með silfurbrú yfir tönnunum eftir höggið i Sviþjóð.” — Hvaða nám stundaðir þú? „Ég útskrifaðist frá hinum eina og sanna menntaskóla, MR, og siðan fór ég i lögfræðinám. Einhvern veginn átti það ekki við mig og ég fór að kenna með skólanum. Mér líkaði mjög vel að kenna og kenndi hérna við Lækjarskólann. Mér fannst ákaflega gaman að umgangast unglinga og fór t.d. iðulega með þeim út í frimínútur og spilaði með þeim körfuknattleik. Meira aðsegja held ég að þetta hafi orðið kveikjan að körfu- knattleiksdeild Hauka. Ég þjálfaði 4. flokkinn hjá þeim einn veturinn og við urðum i 2. sæti i íslandsmótinu. Ég gæti mjög vel hugsað mér að leggja fyrir mig unglingaþjálfun þegar ég legg skóna á hilluna. 10. tbl. Vikan 9

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.