Vikan


Vikan - 06.03.1980, Blaðsíða 26

Vikan - 06.03.1980, Blaðsíða 26
Framhaldssaga Julian mjög vcl." Hann horföi þungl hugsi niöur i öskubakkann cn lcit svo allt í einu upp og hélt áfram: ..Mér finnst það undarleg tilviljun að móðir þín og frænka skyldu báðar dcyja svona ungar. Voru þær hcilsutæpar? Tviburar eru það vist stundum. Finnst þér erfitt að rifja þctta upp?" ..Nci. alls ekki." svaraði ég sannleikanum samkvæmt. ..En |xer dóu ekki eðlilegum dauðdaga. Hefurðu lcsið nokkuð um trúar og helgisiði Afrikubúa? Það má segja að það hafi verið framið trúarlegt morð á Söru frænku. Mér hefur raunar aldrei verið sagt frá þessu i smáatriðum. Það var eitthvað i sambandi við hár hennar. skilst mér. Hár liennar þótti vist mjög eftirsóknarvert. tunglskinshár eða eitthvað slikt. sem þcir töldu gott til lækninga." Augu Alex hvíidit á andliti minu og ég sá að liann trúði þessu ekki. Einhverra hiuta vegna gcrði það mig reiða. „Ég er að tala um Afriku en ekki heimasveit þina. Ef þú getur ckki skilið það —" „Fyrirgefðu. Haltu áfrant." Viðhaldslftill RAFGEYMIR Sonnenschein minicare betri tenging milli sella * meiri ræsikraftur * minni sjálfsafhleðsla * minni vatnsuppgufun Utanmál 260 mm x 170 mm x 220 mm 70 ampt og 315 amp við - 18°C GERI AÐRIR BETUR Allar nánari upplýsingar um þennan óvenju öfluga rafgeymi hjá okkur. SMYRILL H.F Ármúla 7 — Reykjavík — S. 84450 „En þannig var. skilurðu. að nróðir min dvaldi. þegar þetta var. hjá frænku ntinni. Ég var i heimavistarskóla og pabbi vildi ekki láta senda mig heint." Alex slétti úr bréfinu frá Julian frænda. starði á það og las svo upphátt: „Þú hlýtur að samþykkja að Joanna hefur verið heppnari en Vivien á ntargan hátt. og þú mátt ek'ki gleyma að það er að vissu leyti mér að þakka." Hann hikaði en hélt svoáfram: „Þaðer nóg fyrir. sent þetta heimili ntá þola — Hvað i ósköpunum getur hann átt við nreð |tessu?" „Ég veit það ekki." svaraði ég og hristi höfuðið. „En það var ekki bara móðir min. sem sá þegar þetta skeði. heldur lika Vivien. Það hlýtur að hafa verið hræðilegt fyrir ungling, sent var há stemmdur fyrir. að verða vitni aðsliku." „Hástemmdur? Er hún það?" „Ég veit það i rauninni ekki. En mamma talaði einu sinni unt að hún væri taugaveikluð. Hún sagði þetta við föður minn svo ég heyrði og ég hef aldrei gleymt þvi, einfaldlega vegna þess að ég vissi þá ekki hvað orðið þýddi og þorði ekki að spyrja að því og varð að fletta því upp í orðabók. Og svo er það þetta sem kont fyrir i dag. Ég veit hreint ekki hvað það þýðir. veist þú það?” Rétt i þessu birtist hinn þrekvaxni sonur frú Thatcher i dyragættinni og Alex sem sá að ég leit yfir öxl hans stóð upp i flýti. En Charlie bandaði til hans hendinni og sagði: „Ég kom bara til að spyrja ungfrú Forrest hvort hún vildi vera svo góð að læsa á eftir þér. Við mamma erum að fara að sofa." „Það er te á hitabrúsa á eldhúsborðinu r I mánaskini ef þið viljið." bætti frú Thatcher við um leið og hún stakk höfðinu inn um gættina. Hún sendi Alex viðurkenningarbros og leit svo á mig um leið og hún sagði: „Fannstu Priory Cross? Ég hef ekki haft neinn tíma til þess að tala við þig." „Já. þakka þér fyrir.” Ég hikaði en ekki lengi og sagði svo: „Herra Marsh i Merefield er tengdur mér. hann var giftur móðursystur minni. Ég var að vona að ég gæti heimsótt Itann en hann varekki heima." „Svo hann er frændi þinn. Að hugsa sér." Frúin var nú komin alveg inn i her bergið og stóð við hlið sonar síns með krosslagða handleggina á brjóstinu. Það var fjarrænn svipur á andliti hennar eins og hún væri að velta einhverju fyrir sér. Kannski það væri eitthvað i sambandi við frænda minn. „Þekkir þú hann?" spurði ég. „Herra Marsh? Nei. vina min. Ó. ég þekki hann i sjón. og ég hef talað við ungfru Marsh. hún hefur komið hingað nokkrum sinnum með syni lierra Bartons." Ég horfði spyrjandi á hana og hún bætti við: „Frá Priory Farm. þú veist." Svo virtist. sem hún vænti svars. svo ég sagði: „Ég þekki ekkert til Bartons- fjölskyldunnar og ég hef ekki séð frænda minn siðan ég var litil. Mér datt bara i hug. þar sem ég var i frii hér i grenndinni
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.