Vikan - 06.03.1980, Blaðsíða 22
Fjölskyldumál — Guðfinna Eydal
IVIálþróun barns er mjög flókið fyrir-
brigði sem menn hafa rannsakað af
miklum áhuga. Þrátt fyrir að
málþróunin sé algjörlega háð allri
annarri þróun barnsins, svo sem
persónulegri, félagslegri og vitsmuna
legri þróun, fær málþróunin yfirleitt
alveg sérstaka meðhöndlun, þar sem
hún er álitin skipta sérstaklega miklu
máli fyrir alla framtiðarþróun barnsins.
Barn sem lærir ekki almennilega að tala
getur átt eftir að eiga erfitt uppdráttar
t.d. i skóla. Málið hefur hins vegar fyrst
og fremst félagslegan tilgang, þ.e.a.s.
með tilkomu málsins verður litlu barni
kleift að komast i samband við
umheintinn. Og með því að læra að tala
getur barn auðveldar náð stjórn á
umheiminum og lært að þekkja hann
betur. Á fyrstu tveimur æviárunum er
grundvöllurinn lagður að máli barnsins.
I>essi tvö fyrstu ár — eöa „timabilið án
máls” — er það timabil sem barn hefur
ekki nothæft skýrt mál til að tjá
hugsanir sínar, en út frá þróunarfræði
legu sjónarmiði eru þessi ár afar
mikilvæg. Sá grundvöllur sem hér er
lagður kemur aldrei aftur.
Fæðingarópið
Fyrsta merki þess að barnið geti gefið
frá sér hljóðer fæðingarópið. Fæðingar
ópið er liffræðilegt viðbragð sem stendur
i beinu sambandi við andardráttinn og
súrefnisinnihald blóðsins. Fæðingaróp
merkir þvi ekki að barnið reyni að
komast meðvitað i samband við
umhverfið. en sýnir einungis að barnið
getur tjáð sig með röddinni. Smáni
saman lærir barnið hins vegar að öskur
Þegar barn
lærír að tala
hefur áhrif á samband þess við
umheiminn og að öskrið hjálpar til við
að fá einhverjum af þörfum þess
fullnægt. Ýmis ánægjuhljóð þróast
samfara öskurhljóðinu og möfg fyrir-
brigði hjals gera vart við sig þegar barnið
er mett og ánægt.
Öll hljóð sem þróast á eftir
fæðingaröskrinu fá smáni saman ein-
hverja merkingu fyrir barnið. Þeir sem
annast barnið læra lika smám saman
hvað mismunandi hljóð þýða. Sum
nterkja að barnið sé svangt, blautt. leitt
eða syfjað en margar rannsóknir hafa
sýnt að þau hljóð sem merkja sársauka
ná viðbrögðum foreldra fljótast.
Fyrstu orðin
Maðurinn er frábrugðinn dýrunum að
því leyti að hann fæðist með heilabú sem
gerir honum kleift að læra málið. En án
hjálpar annarra talandi manna getur
barnið ekki lært málið. Félagslegt
umhverfi mannsins og likantlegar
forsendur hans gera hann að talandi
veru. Ungabarn nýtur þess fljótt að
heyra vingjamlegar raddir. Og
uppalendur sem tala oft og innilega til
barns síns auka verulega á áhuga
barnsins til þess að vilja tala sjálft.
Nokkurra vikna gamalt ungabarn
getur ekki talað. Talfæri þess eru ckki
Að tala við barnið
Uppbygging máls er mjög flókin, og
það er furðulegt ferli sem er þess vald
andi að barn getur smám saman ráðið
yfir flóknum reglunt málsins. Barnið
öðlast þekkingu um ntálið með þvi að
hlusta á fullorðna tala. Þrátt fyrir mikil-
vægi þess fyrir þróun máls að talað sé
við barn er það lika mikilvægt að
hlustað sé á barnið sjálft þegar það
reynir að segja eitthvað. Með þvi að
taka sér tíma til að hlusta á barnið,
örvast málþroskinn. Það er ekki ráðlegt
að leiðrétta barn sem segir einhverja
vitleysu. Barnið lærir smárn saman að
tala rétt mál, en leiðréttingar gefa
barninu neikvæð skilaboð um að það
eigi að gera betur en það getur nú, og
það örvar barnið ekki, en getur géfið því
minnimáttarkennd. Í þessu sambandi
má minna á að margir álita að rétt sé að
tala smábarnamál við barn eða eins
einfalt mál og hugsanlegt sé. Margir
halda að þeir auðveldi skilning barnsins
á þvi sem sagt er með því að tala
smábarnamál. Þetta er misskilningur
sem byggist á þvi að barnið talar sjálft á
þennan hátt. Að segja „Mamma hjálpa
Sigga borða" getur hamlað málþroska í
staðinn fyrir að hægt er að örva hann
með því að segja „ég skal koma og
nógu þroskuð. En það er hægt að merkja
einskonar hjal hjá sumuni 4 vikna
gömlum börnum. Öll börn hjala, líka
þau börn sem eru heyrnarlaus. Og öll
börn, alls staðar í heiminum, hjala á
svipaðan hátt.
Það er einkennandi fyrir litil börn að
þau skilja meira en þau geta tjáð sjálf.
Ungabörn geta meira að segja merkt
hvaða tilfinningar liggja að baki orða
fullorðinna.
Þegar barnið er nokkurra mánaða
gamalt þróast hjalið gjarnan í þá átt að
barnið lætur i ljós ákveðna stafamyndun
a-a-a- og o-o-o-. Um 6 mánaða aldur
segir barnið gjarnan fyrstu atkvæðin.
Ma-ma-ma- eru yfirleitt fyrstu skiljan-
legu hljóðin. Þegar barnið heyrir sína
eigin rödd hvetur það sig sjálft til að
endurtaka hljóðið. Flestir kannast við
langar romsur af ba-ba-ba- og ma-ma-
ma-. Margir imynda sér að barnið sé að
segja „mamma” og .pabbi”, en það er
alrangt. Stafirnir liafa enga merkingu
fyrir barnið og það segir þessi hljóð
einungis af því að þau eru auðveld og
skemmtileg fyrir það. Fyrsta eiginlega
orðið nteð merkingu kemur ekki fyrr en
við I árs aldur. Það er sjaldnast rétt i
málfræðijegri merkingu. en getur átt við
ákveðinn hlut, t d. dædó = strætó.