Vikan


Vikan - 06.03.1980, Blaðsíða 41

Vikan - 06.03.1980, Blaðsíða 41
3. hluti ÖMMUSTANGIR j MÖRGUNT** SETJUM LÓÐRÉTT 1 STRIMLA- ^TJÖLD Á PÓSTSENDUM Gluggatjöld íúrvali BRAUTIR & GLUGGATJÚLD ARMOLA 42 SIMAR 83070 og 82340 e/amjm sem skipti hana öllu máli. lifandi sönnunargögn þess að hún væri enn aðlaðandi. Hjónaband þeirra hafði verið storma- samt frá byrjun en það var ekki fyrr en hún hafði valið besta vin hans sem elsk- huga að það versta skeði. Og þegar Hazel hafði strítt honum með þessu nýja ástarævintýri sinu. þá um nóttina, hafði hann blindast af reiði. Hann hafði hrint henni frá sér. Það var allt og sumt. Hann hafði ekki hugsað sér að beita svo miklu afli. Hann hafði heyrt hræði- legt hljóðið þegar höfuð hennar skall á brúnina á marmaraborðinu, og um leið og hann beygði sig yfir hana vissi hann að hún var dáin. Hann hafði gengið út úr húsinu þessa nótt án þess að taka nokkuð annað með en fötin sem hann var í og peningana sem hann hafði i vösunum. Þannig út- búinn hafði hann lagt af stað inn í martraðarveröld flóttans. Honum hafði tekist að fá vegabréf i London — falsað — skrifað á einhvern sem var dáinn. Þannig hafði hann fengið sitt nýja nafn. Hann var ekki lengur Michael Hodgson. Nú hét hann Peter Blake. Peter Blake hafði verið mjög heppinn frá því augnabliki þegar hann hafði fengið vinnu hér í bænum. Hann hafði lagt hart að sér og fljótlega var hann kominn á góðan bil. i góða og vel búna íbúð, og allir sem þekktu hann hér báru virðingu fyrir honum. Hann átti marga vini. Hann hafði jafnvel verið að hugsa um að giftast ákveðinni stúlku — stúlku sem var bæði falleg og gáfuð og virtist einnig bera ein- hverjar tilfinningar til hans. Já. þetta höfðu verið góð átta ár. Enginn maður hefði getað beðið um meira. Hann stóð upp og gekk fram hjá runnunum i áttina að tjörninni. Þar voru tveir litlir drengir enn að vaða með uppbrettar buxnaskálmar. Karen Collins. Andlit litlu stúlkunnar sem lá ein á sjúkrahúsinu var sem brennt inn í huga hans. Hann hafði verið mjög hamingju- samur hér, hugsaði hann með sjálfum sér, hamingjusamari en hann átti skilið. En Karen Collins átti ekki einu sinni að fáaðlifa. Hvað nú ef hann gæfi henni tækifæri þrátt fyrir allt? En það væri næstum því það sama og að gefa líf sitt fyrir líf hennar... Peter dró djúpt að sér andann. Á einhvern undarlegan hátt virtist það aðeins vera réttlátt. Owen Jenkins hafði einu sinni gefið honum tækifæri. Hann hafði öðlast svo mikið siðan. Ef hann nú liti á Karen Collins sem annars konar tækifæri. Tækifæri til að borga eitthvað til baka? Janet borðaði kvöldverð í matsal hótelsins. En hún hafði ekki mikla matarlyst. Nokkrar manneskjur höfðu staldrað við hjá borðinu hennar til að hefja vinsamlegar samræður. „Ertu nýkomin frá Englandi?" og „Það er sjónvarp þama inni ef þig langar til að horfa á það," höfðu einhverjir sagt vinsamlega við hana. En það hafði verið erfitt að hegða sér eins og venjulegur ferðamaður og hún hafði verið fegin þegar hún komst aftur inn á herbergiðsitt. Ef fréttirnar hefðu verið góðar hefði hún hringt til móður sinnar þrátt fyrir kostnaðinn. En eins og málum var háttað langaði hana ekki til að deila áhyggjum sinum með móður sinni. MÆLUM OG UPP IO. tbl. Vikan 41
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.