Vikan


Vikan - 27.03.1980, Blaðsíða 14

Vikan - 27.03.1980, Blaðsíða 14
Smásaga Hann kom út úr appelsinulundinum þar sem fjallvegurinn liggur niður í dal- inn. Hann var klæddur eins og hipparnir sem koma liingað til þess að sleikja sól- skinið og ætla sér að lifa á þvi að þúa til perlufestar. Hann það um far með þvi að rétta upp þumalfingurinn. Ég er ekki vön að taka ókunna ntenn upp i en það var eittþvað sérstakt við þennan mann; kannski leit hann út fyrir að vera heiðarlegur. Ég mun aldrei skilja hvers vegna ég stansaði og beið eftir honum. Hann brosti til min svo sást i hvitar jafnar tennurnar. „Fæ cg að sitja i til Raphael?" Hann talaði gott mál — þeir gera það allir þessir slæpingjar sem eru aldir upp af ástkærum foreldrum til þess að verða eitthvað meira en sveitafólk i hæðunum. ..Þegar þú þarft á sliku að halda ertu ekki á móti kostum siðmenningarinnar." sagði ég kuldalega. ,.Ég er ekki á móti neinu sem kemur mér til góða." sagði hann rólega. „Samt held ég að ég vilji heldur ganga en láta predika yfir mér." Hann lyfti gömlum hattinum og gekk i átt til Raphael. Ég horfði á hann fara, hann var i sandölum. snjáðri skyrtu og brúnuni huxum. Snarvitlaus eins og þeir allir sem flúðu raunveruleikann til þess að lifa i draumaveröld. Þá sá ég að hann haltr aði. „Hæ. þú!" kallaði ég. „Bíddu." Ég ók að honum. „Komdu þér inn. bjáninn þinn. Hvernig átti ég að vita að þú-værir haltur?" „Þú áttir ekkert að vita það. Hvers vegna stansaðir þú fyrst?" „Það má hamingjan vita. kannski virtist þú hjálparþurfi — komdu þér nú inn áður en ég skipti um skoðun!" „Fyrst þú biður svona fallega." sagði hann spottandi og settist inn i bílinn við hliðina á mér. Á leiðinni til Raphael spurði ég; í „Hvaðer að fætinum á þér?" „Bara venjuleg blaðra. Ég hef aldrei kunnaðaðstoppa ísokka." Ég lyfti brúnum. „En ég hélt að það væri nóg af stúlkum þarna uppfrá í nánu sambandi við náttúruna — eða kunna þær kannski ekki heldur að stoppa í sokka?" „Ég veit það ekki. Ég bý ekki uppi i hæðunum. Ég á eins konar heimili við Cala Roig. Ég tek sjóinn fram yfir skóg- ana. skvísa." „Kallaðu mig ekki skvísu." sagði ég hörkulega. „Mér likar ekki við nafnið C'harlotte." sagði hann. „Það minnir mig allt of mikið á búðing og þú ert ekki vitund lík búðingi." Það sem lífið getur boðið þér „Hvernig i ósköpunum veist þú hvað ég heiti?" spurði ég kuldalega. „Þaðer ekki erfitt — þú veist hvernig það er héma á eyjunni. Það vita allir að þessi kerra rneð plussklæðinu á sætun- um er eign rikustu konunnar hér. Það vita líka allir hvernig hún fer með starfs- fólk sitt. það vill ekki nokkur kona hérna vinna fyrir hana. Svo hún verður að ráða enska ráðskonu, sem hlýtur að vera þú — Charlotte Martin. Ég öfunda þig ekki. skvísa.” „Sjáðu nú til, góði minn. Ég vinn fyrir kaupi niínu ttieðgóðri vinnu - en þaðer eitthvað sem þú skilur ekki — svo þú skalt ekkert vera að vorkenna mér.” sagði ég æst. „En þú — þú ert ekki einu sinni skrautlegur." Hann hló. „Kannski ekki. en ég er hamingjusamur og ég held að þú sért þaðekki, skvísa. Hvernig gætir þú verið það sem einkaþjónusta Lois Randall? Hún er hvöss eins og stál. konan sú.“ Ég leit á hann. Það var rétt sem hann sagði um Lois Randall. í fyrstu hafði mér þótt gaman að vinna fyrir hana i rómantísku umhverfi í húsi í Miðjarðar hafsstil. en ég komst fljótt að þvi að ég gæti aldrei orðið hamingjusöm þarna. Hún var kuldaleg og eigingjörn kona en hún var einnig frænka mín og ég var eini ættingi hennar - nokkuð sem eyjar- skeggjar vissu ekki. Ég huggaði mig við þá tilhugsun að ég væri hjá henni af skyldurækni. „Meðal annarra orða þá heiti ég Sean C'hristie." „Ég er engin þjónusta. ég heiti ekki skvisa og mér er skitsama hvað þú heit- ir," sagði ég bálrið. „Hvar get ég lálið þig úr?" „Við Vínstofu Tonis. ef þú vildir gera svo vel. náðuga frú." Ég ók þangað og stansaði fyrir utan. I lann steig út. stóð kyrr nokkra stund og horfði á ntig. „Kannski lítur ekki út fyrir það. en ég er þér þakklátur.” Hann hikaði. „Við hittumst kannski siðar." Mér þótti hann ekki nijög sannfær andi svo ég sagði bara „getur verið" stuttaralega og ók í burtu á'n þess að lita við. Ég reyndi að einbeita mér við versl- unarferðina en þessi maður. Sean. var alltaf í huga mér. Klukkutima siðar hafði ég lokiðerind- um mínum. Ég hefði átt að vita betur. en ég stansaði á Vínstofu Tonis til þess að fá mér koniaksglas og þá sat hann enn þar. Hvernig gat ég afþakkað drykk meðhonum? „Er þetta það eina sem þú gerir?" spurði ég i hæðnistón. „Á enn að byrja að predika?" „Fyrirgéfðu. ég ætlaði ekki að gera það." Ég leit i kringum mig. vinstofan var full af daufeygðu ungu fólki sem þambaði vin og gömlum körlum sern spiluðu dóminó. „Finnst þér þetta ekki sóun á lifinu — ég á við að gera drykkju aðaðalstarfi?" „Sóar þú ekki þínu lífi?" „Hvað áttu við? Ég vinn við hluti sem ég kann. Ég lifi reglulifi og nota hæfi- leika mína. Er þaðsóun?" ..Auðvitað er það sóun. nema það geri þig hamingjusama." Hann leit á mig. „Hvað skyldi það annars vera sem þig langaði virkilega til aðgera?" „Það er ekki spurning um hvað mann langar til að gera. Ég geri það sem mér hefur verið kennt." sagði ég og var nú komin í varnarstöðu. Hann gretti sig. „Mér var kennt aö selja tryggingar en ég er ekki ánægður nema innan um báta svo ég hætti sem tryggingasölumaður." „Mér þykir lika gaman að sigla. en ég verð að lifa. Ég læt mig ekki dreyma um það sem mig langar til að gera." „Vesalings skvísa," sagði liann blið- lega. Allt í einu fékk ég hugmynd. „Heyrðu. hefur þú virkilegan áhuga á bátum? Ég á við, það mikinn að þú gætir tekið að þér viðgerðir og viðhald?" Hann kinkaði kolli. „Ég býst við þvi. Hvað ertu að reyna að segja?" „Ég er ekki viss." sagði ég. en ég var að hugsa um Tomas Calpes, sem á nokkur hótel, eina eða tvær bensín- stöðvar og bátaleigu. Tomas er vinur minn. Ef ég bæði hann vel datt mér i hug að hann myndi gefa þessum Sean tækifæri í bátaleigunni. Það væri gott ef ég gæti breytt honum úr draumamanni i athafnamann. Hann horfði spyrjandi á mig. „Jæja. ertu búin að komast að einhverju?" „Heyrðu. Sean. hvernig metur þú hamingju?” „Ah. mér datt i hug að þú kæmir að þessu. Ósvipað þér þá er hamingja min nokkurs konar ófullnægja — leit frekar en öflun — reyna að fullnægja draumum." „Eins og að leika sér að bátum. ha?" Ég leit á úrið. „Viltu kannski fá far til baka? Ég vildi gjarnan tala við þig um báta á leiðinni. Þú gætir halj áhuga.” „Ég er með betri hugmynd. Ég þarf að sigla bát héðan til Cala Roig. Þú æltir að koma með." „Þú hlýtur að vera að gera að gamni þinu. Ég þarf að sinna starfi minu og ég er þegar búin að tefja nóg." „Nefndu mér eitlhvað sem ekki getur beðið." Ég opnaði munninn og lokaði honum aftur því ég hafði ekkert svar. „Ég hef skyldum að gegna við vinnuveitanda minn sem borgar mér laun." sagði ég i varnartón. „Þú myndir liklega kalla það ráðvendni.” „Þú getur komið fyrir þig orði, skvísa. en þú hefur gleynit hvernig á að lifa. Þessi blessaða kona verður víst að fá hárgreiðsluna sina en þú missir af þvi að láta vindinn feykja hárinu á þér. að finna saltþefinn af sjónum og að sjá hvit- fextar öldurnar. Kemur þú með?" „Sjáðu til,” sagði ég. „það er ekki vegna þess að ég vilji það ekki. en ..." „Þetta er engin afsökun. skvisa. þetta er grafskrift. Vertu sæl." Ég beið þar til hann beygði við fjör- una. þá fór ég á eftir honunt. Ég sagði við sjálfa mig að ég hefði aðeins áhuga á aðsjá hvernig hann stýrði bát. Ég fylgdist með honurn bak við kassa- hlaða. Fleyið var litill seglbátur með Bermúda-lagi. glæsilegur en sanit traustur að sjá. Hann bar sig fagmann- lega við að koma honum á flot en straumar og vindar voru ófyrirsjáan- legir; hann þarfnaðist hjálpar. „Haltu honum kýrrum." hrópaði ég til hans. „ég er að koma." Hann leit á mig. „Nú jæja. skiptir þú um skoðun?" „Þú virðist alltaf vera hjálparvana," sagði ég hvasslega og settist hjá honum. Við sögðum ekkert fyrr en við vorum komin út úr höfninni. „Þú virðist ekki vera mjög undrandi." 14 Vikan 13. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.