Vikan


Vikan - 27.03.1980, Blaðsíða 21

Vikan - 27.03.1980, Blaðsíða 21
ég fann til að þvi er hana varðaði. Öll meðaumkun min og aðdáun beindist að konunni sem sat gegnt mér og sem nú brosti og sagði ósköp blátt áfram: „Er nokkuð meira kaffi á könnunni?” Ég fyllti bollann hennar með rétt volgum dreggjunum og spurði svo: „Af hverju sagði pabbi mér aldrei frá þessu sjálfur?” Sara frænka stundi þungan áður en hún svaraði: „Hann þjáðist stöðugt af sektarkennd vegna þess að honum fannst hann aldrei hafa elskað móður þina nógu mikið. Og svo varð flugslysið einmitt þegar hann vonaði að allt væri að lagast. En Pamela giftist Vernon á gjör- samlega röngum forsendum. Að giftast einhverjum manni bara vegna þess að þú elskar mann systur þirmar er eiginlega sá versti grundvöllur að hjóna- bandi sem hægt er að hugsa sér." „Var hún ástfangin af Julian frænda?" spurði ég full vantrúar. Sara frænka hló og sagði: „Julian var það sem þín kynslóð myndi kalla „algjört æði". Og eineggja tvíburar hafa oft ósköp líkan smekk. 0. Joanna. þetta var að verða algjörlega óþolandi, því samband okkar systranna hafði alltaf verið svo náið. Og sennilega hef ég innst inni vitað að það voru mistök hjá henni að ætla að giftast Vernon. en ég var bara svo fegin að sjá hana í öruggri höfn að ég leiddi það hjá mér." „Og svo hefur mamma bara farið eins oft til Kenya og hún gat," sagði ég hægt, „og svo —” Allt i einu datt mér i hug að spyrja: „Vissi pabbi þetta? Um tilfinningar hennar til Julians. meina ég? Var það þess vegna sem hann vildi ekki að ég færi með henni?" „Kannski ekki i fyrstu, en mjög fljótlega, hugsa ég.” Við þögðum báðar góða stund. Ég heyrði marra í hurð og siðan fótatak frammi i holinu. Frændi minn var þá ekki farinn að sofa. Kannski hefur honum fundist besl að ég hitti frænku mína i einrúmi; kannski hefur hann ekki getað hugsað sér að heyra aftur þessa sársaukafullu sögu. „Og þú, Sara frænka?” spurði ég. „Ert þú búin að ná þér alveg? Fyrir utan —" ^.g þagnaði. • „Fyrir utan lýtin á andliti mínu? Eins vel og ég mun yfirleitt ná mér aftur. Joanna." Rödd hennar var þreytuleg. „I hreinskilni sagt var ég mjög lagleg kona. Ég missti fegurð mina, bókstaflega eins og hendi væri veifað. 0. það er búið að lappa upp á mig með ótal uppskurðum. Það hefði verið nógu erfitt að sætta sig við slík lýti hefði ég verið ósköp venjuleg útlits. Ég — jú. það er allt i lagi núna. En ég geng stundum í svefni þegar eitt- hvað íþyngir mér.” „Svo það hefur verið þess vegna, sem Þú komst inn til mín.” Hvers vegna hafði mér ekki dottið það i hug? Enda þótt mér finnist alltaf hálfóhugnanlegt þegar fólk gengur í svefni. þá var þó ekkert yfirnáttúrlegt við það. „Já, þegar ég fór að sofa um kvöldið iðraðist ég þess sárlega að hafa orðið þess valdandi að þú komst hingað. Mér var það mjög ofarlega í huga að hugga þig á einhvern hátt og það hefur sennilega verið það sem dró mig i svefni inn til þin." „Það var ekki þá sem ég sá þig i fyrsta sinn," sagði ég, en um leið og ég sleppti orðunum var ég ekki viss um hvort það væri gáfulegt að segja henni að ég hefði séð hana á svölunum. En það gat þó alla vega ekki verið að þá hafi hún veriðað ganga í svefni. innan um alla þessa hálf- hrundu veggi og með kolsvarta gapandi holuna viðfæturna? Þó kynni okkar væru ekki löng fann ég samt að ég bar hlýjan hug til frænku minnar. „Varstu búin aðsjá mig áður?" spurði hún. „Hvar var það?" Þegar ég sagði henni að ég hefði séð hana á hálfhrundum svölunum, sagði hún: „Aha. þá skal ég segja þér hvað ég hef fyrir dægrastyttingu sem stendur. Fyrir um það bil ári gerðist hér undar- legur atburður. Undir húsinu hérna er kjallari sem við notum sem geymslupláss. Dag nokkurn tók ég eftir að þröngur skápur þarna niðri hafði sokkið niður i gólfið öðrum megin. Juli- an sagði að þarna hefði orðið smájarð- sig. Og við fórum að grafa. Eins og þú eflaust veist. Joanna, þá voru mikið notaðir alls kyns undir- gangar hér áður, frá klaustrum og yfir í aðrar byggingar. Og ég get sagt þér að það voru ekki alltaf hinar siðsamlegustu ferðir sem farnar voru eftir þessum göngum." „Og fannst þú slik leynigöng?" spurði ég. „Já," svaraði Sara. „en ekki segja Vivien frá þvi. Ég elska alveg að komast að öllu svona, en þú?” Allt í einu varð andlit hennar alvar- legra og hún bætti við: „En samt er ég i rauninni á móti öllu leynimakki. Það hefur verið allt of mikið um slíkt i sambandi við þig. Eftir dauða Pamelu vildi ég að faðir þinn talaði um móður þína við þig. Þó ég væri mjög veik bað ég Julian að ræða þetta við hann. Þeir rifust og eftir þetta hélt hann þér alveg frá okkur. En þú mátt samt ekki ásaka hann fyrir það. Hann var þjakaður af sektartilfinningu gagnvart þér og hann reyndi að bæta það upp með þvi að ofvernda þig. Á endanum fékk ég hann til að lofa að ræða þetta við þig þegar þú yrðir eldri. Hann sagðist ætla að bíða þangað til þú næðir lögaldri." Það heyrðist þrusk við dyrnar og við snerum okkur báðar við. Julian frændi kom inn og sagði: „Þetta er allt i lagi. Hún sefur.” Skyldi hann hafa staðið á verði? „Af hverju hatar Vivien mig svona ákaft?" spurði ég. „Hún er svo hrædd um að þú takir mig frá henni," svaraði Sara. „Hún heldur að það sé þess vegna sem þú ert komin.” „En —" Ég starði á hana forviða — „hvernig I ósköpunum ætti ég að geta tekið móður hennar frá henni?" „Jú, skilurðu, hún trúir ekki að ég sé móðir hennar. Hún heldur að ég sé móðir þín. „Sagði Sara þér ekki frá þessu. Joanna?” greip .lulian fram i. „Vivien fann Pamelu látna við bílinn og hún hélt að hún væri hennar móðir.” „Það var ekki einu sinni hægt að greina okkur i sundur á fötunum.” út- skýrði frænka min. „Við höfðum svo likan smekk.” „En gat ekki einhver komið Vivien i skilning um hvað hafði í raun og veru gerst?" spurði ég. Julian brosti raunamæddur og svaraði: „Dóttir min varð fyrir miklu andlegu áfalli þarna i Kenya. Við gátum ekki sannfært hana. Á endanum kom- umst við að þeirri niðurstöðu að það væri betra að leyfa henni að lifa í þessari trú lieldur en stöðugt að vera að ýfa upp sárin." „Það breytti heldur engu fyrir Vivien," sagði Sara. „Hún hefði verið — og er reyndar — fús að láta sér nægja að hafa annaðhvort Pamelu eða mig, svo lengi sem hún er viss um að hafa aðra hvora. Og þar sem við áttum ekki von á að sjá þig eða föður þinn framar, þá hættum við —" Hún þagnaði og lagði eyrun við. Julian benti mér að fylgja sér til dyra. Ég gekk i átt til hans en nam svo staðar við stól frænku minnar. Ég varð að segja þetta og það var eins gott að gera það núna eins og seinna. Ég varð að fá að vita þetta. „Og ert þú móðir min?” spurði ég. „Ert þú Sara — eða ertu Pamela?" „Ég er Sara, en ég get ekki sannfært þig, er það?" svaraði hún. „Og þótt þú værir Pamela," hélt ég áfram, „myndirðu þá ekki samt segjast vera Sara, vegna Vivien?" Meðan frænka min virtist vera að velta þessu fyrir sér. togaði Julian mig á- kaft í átt til dyra. Glæsileiki cinkennir heirnilistœkin frá KPS, Noregi. Þúfœrt) allt I cldhúsit) í tízkulitum, cldavélar f’ufuf’leypa, kwliskápa, frystiskápa, frystikistur oy uppþvottavélar. * ^ : 0 Lts ■i .m — Tryggur heimílisvinur. EINAR FARESTVEIT & CO. Hl BERGSTAÐASTRÆTI 10 A Sími 16995.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.