Vikan


Vikan - 27.03.1980, Blaðsíða 40

Vikan - 27.03.1980, Blaðsíða 40
Jónas Kristjánsson skrifar um íslensk veitingahús Fyrir Versölum í Kópavogi hrópa ég húrra. Þar er komin til sögunnar fyrir- myndar veitingastofa með góðum mat og hljóðlátri þjónustu i glæsilegu umhverfi. Versalir eru nánast eins og Horniðeða Laugaás I sparifötum. Tímamót í veitinga- mennsku Á hringferð minni um veitingahús Reykjavikursvæðisins staðnæmist ég hvað eftir annað við þessa þrjá nýju og litlu veitingastaði. Að mínu viti marka Hornið, Laugaás og Versalir timamót i islenskri veitingamennsku. Áður mátti i grófum dráttum segja. að gestir yrðu að velja milli góðra, virðulegra og dýrra hótelsala annars vegar og hræðilegra steikarbúla hins vegar. Nú er orðið mögulegt að láta sér líða vel i tiltölulega ódýrum veitinga húsunt. Ég vona og held. að þessi þróun muni halda áfram. Ég veit, að fleiri ntatsveinar og þjónar eru að hugsa um að gerast sjálfs sín herrar, opna lillar veitingastofur. þar sem þeir geti ræktað 'ðn sina upp i list og lífsfyllingu. Erlend reynsla er fyrir þvi. að ntatar- gerðarlist þrífst best i litlum 35 45 sæta veitingahúsum, þar sem eigendur vinna sjálfir i eldhúsi og sal. Fari þeir hins vegar i forstjóraleik. er hætt við. að matstofur þeirra koðni niður. Eigendur Laugaáss elda sjálfir og þjóna sumpart til borðs. Ég held, að það sé skýringin á þvi. að maturinn er þar betri en á Horninu og dálítið betri en i Versölum. Siðari stofurnar tvær hafa svo önnur atriði frant yfir Laugaás. Aðeins 36 stólar Versalir eru ekki stærri en nútima dagstola og taka ekki nema 36 manns i sæti. lnnréltingar eru stílhreinar i gömlunt stil. Þær búa yfir innra santræmi. sem gefur veitingastofunni rólegan og virðulegan blæ. Á vcggjum eru mikilfengleg velúrtjöld. en engin fyrir gluggum. í Iogagylltum römmum hanga litilfjörleg málverk ntilli tjalda. Stólar eru virðu legir og borðdúkar eru hvítir. Þykkt teppi á gólfi undirstrikar rósemina. Best er samræmið i lýsingunni. annars vegar frá ntörgum átta arma Ijósa krónunt og hins vegar frá borðlömpum. Lakast er samræmið i gatinu inn i eldhús. Slik göt eru oft sniðug. en henta ekki virðulegum innréttingum Versala. Gosbrunnurinn á ntiðju gólfi var ekki i sambandi i þau tvö skipti. sent ég hel' sótt Versali heim. Lágvær baktjalda tónlistin var þægileg. Og borðbúnaður 40 Vikan 13. tbl. Þríðja besta stofan inn úr Royal Tudor leir frá Staffordshire var i samræmi við umhverfið. Stúlkur ganga um beina i Versölum. Þær voru ekki orðnar þjálfaðar. en kunnu þó fagið. Þjónusta þeirra var kurteis og hljóðlát. svo að ég varð tæpast var við hana. Þykir mér þetta betra en gassagangur sumra þraut- þjálfaðra þjóna. Fyrst og fremst steikur Staðurinn heitir Steikhúsið Versalir. Þá nafngift tel ég bastarð, þvi að steikhús er ameriskt og Versalir franskir. En nteð þessu munu eigendurnir vera að leggja áherslu á. að matseðillinn byggist að verulegu leyti á steikum. Þar skilur á milli Versala annars vegar og Laugaáss og Hornsins hins vegar. Siðari húsin leggja áherslu á sjávarrétti og eru litt eða ekki nteð nautasteikur á boðstólum. Hér við sjávarsiðuna likar mér það betur. þótt ég lasti ekki hitt. Matseðill Versala er einkar snyrtilegur útlits. Hann morar þó i prentvillum eins og matseðill Borgar. Tumbauti eða tournedos heitir tornato og appelsina eða glóaldin heitir glóð- aldin. Er það löstur á annars fallegum seðli. Með ráðgjöfum minum prófaði ég í tveimur atrennum tólf af 26 réttum á matseðli Versala. Útkoman var i stuttu máli sú. að allur var þessi matur góður og suntt af honum mjög gott. Að þvi leyti eru Versalir i gæðaflokki Laugaáss. Það. sem skilur á milli. er. að Versalir fylgja ekki matargerðarlistinni á leiðar enda. Þegar matsveinarnir eru búnir að búa til hinar Ijúfustu steikur úr besta hráefni, gripa þeir dósahnifinn og kúf fylla diskana meðjukki. Ég viðurkenni að visu. að margir Íslendingar vilja sjá hrokaða diska af niðursoðnunt sveppum. bauntim. gulrótum, spergli og rósakáli. En ég mótmæli því samt. að þetta jukk sé samboðiðgóðum steikum. Auðvitað get ég ýtt þessu til hliðar á diskinum. En hraukurinn særir samt fegurðarskyn mitt og spillir því. að matargerðarlistin i steikunum komist til skila. Af hverju ekki spyrja gesti. hvort þeir kæri sig um dósajukk? Versalir mega svo eiga það umfram ntarga aðra veitingastaði. að soðna grænntetið er þar minna ofsoðiö og ekki eins maukað. Og hrásalatið, sem fylgir aðalréttunum. er nteð besta nióti. einfalt ogaðeins litillega olíuvætt. Spergilsúpa Rjómalöguð spergilsúpa var i betra lagi. en nokkuð bragðdauf. Sem rjóma súpa var hún fremur þunn. en ntér fannst það ekki til skaða. Verðið er 1.160 krónur. þegar þetta er skrifað. Lúðvíkssúpa Súpa að hætti Lúðviks fjórtánda var góð. en frentur flókin og sérkennileg. Þetta var rjóntasúpa. sem hafði að geyma jafnaðskiljanlega hluti og skinku og krækling. Verðið er 1.230 krónur. Í annarri heimsókninni fytgdi súpunum brauð með grófu salti ofan á. en i hitt skiptið venjulegra franskbrauð. í bæði skiptin hafði brauðið verið skorið of snemma og þornað. Síld Síldarþrenna með rúgbrauði og smjöri var góður matur. Skemmtileg andstæða var milli óvenju milds bragðs krydd legnu sildarinnar og óvenju mikils bragðs gaffalbitanna. Með þessu voru egg. sem höfðu verið soðin of lengi og með of miklum fyrirvara. svo og salat og tómatur með majonesi. Verðið er 1.975 krónur sem forréttur. Fiskur Fiskur Orly er eini raunverulegi fisk- rétturinn á seðlinum. ef frá er talið síld. lax og skeldýr. Þessi djúpsteikti fiskur var góður og virtist vera úr ferskri fremur en frystri ýsu. Hrisgrjónin, sem fylgdu. voru mauksoðin. Karrisósan var skemnttilega sterk á bragðið. Annað nteðlæti var salatblað. ananas og sítróna. í heild var gott samræmi i þessum mat. Verðið er 1.800 krónur sem forréttur og 3.620 krónur sem aðalréttur. Graflax Graflaxinn var borinn fram með ristuðu brauði og sntjöri. sítrónu. salatblaði. tóntati. gúrku og svo auðvitað dillsósu. Hún var óvenju sæt á bragðið. likt og sirópi hefði verið blandað í hana. Þetta var góð sósa. sem og graflaxinn sjálfur. Mér t'annst hann þó betri i Holti og á Sögu. Verðið er 3.060 krónur sem forréttur og 4.150 krónur sem aðalréttur. Einkunnir nokkurra veitingahúsa Marg- feldi Saga Loft leiðir Holl Naust Hornið Laugaás Matstofa Austurbæjar Brauðbær Versalir Matur X5 8 6 9 4 6 7 5 6 7 Þjónusta X2 9 6 7 9 8 6 3 (11 8 Vinlisti XI 6 6 6 4 X X X X 7 Umhverfi X2 7 7 7 9 8 7 5 7 8 Samtals X10 78 62 79 60 62 61 41 46 74 Vegin meðaleinkunn Meðalverðaðal- rétta í krónum: 8 8.500 6 8.300 8 8.100 6 8.000 6 3.600 6 3.600 4 3.200 5 3.600 7 6.900 I
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.