Vikan


Vikan - 27.03.1980, Blaðsíða 22

Vikan - 27.03.1980, Blaðsíða 22
Framhaldssaga „Jú, sennilega myndi ég gera það," svaraði hún. „Hún þarfnast mín miklu frekaren þú,” Sara frænka hleypti i brýrnar og lagði enn við eyrun. „Hvað gafstu Vivien margar pillur, Julian?" „Tvær. Ég hélt að hún gæti sofið í alla nótt af þeim." Hann leit afsakandi til mín. „En ef hún er mjög óróleg vaknar hún stundum aftur." Við heyrðum að verið var að loka hurð uppi. mjöggætilega. „Þetta eru dyrnar út í hina álmuna,” sagði Sara snögglega. „Hún hefur farið að leita að mér. Julian, farðu með Joanna fram í eldhús, svo hún geti læðst upp í herbergið sitt bakdyramegin." Við mig sagði hún: „Það er sennilega eins gott að hún finni okkur ekki hér öll saman. Undanfarnar nætur hef ég sofið í álmunni sem áður hýsti þjónustufólkið. Þú áttir ekki að verða mín vör, skilurðu. Það var eina leiðin til þess að við gætum fengið Vivien til að taka á móti þér.” Enda þótt mér fyndist ofur eðlilegt að þau hefðu áhyggjur af dóttur sinni. fannst mér ekki beint þægilegt að þurfa að laumast upp i herbergi mitt til að komast undan hatri veikrar stúlku. En eitt var ég ákveðin í að fá áður en ég reyndi aðsofa aðra nótt i þessu húsi. „Er til lykill að herberginu sem ég sef í?" spurði ég frænda minn þegar hann sýndi mér hvernig ég kæmist upp í her- bergiðmitt. Hann andvarpaði. „Við urðum að fjarlægja alla lykla. En ég skal koma upp með lykil til þín á eftir, Joanna. Flýttu þér nú. ef Vivien skyldi koma aftur." Ég var ekki í neinum vandræðum með að finna dyrnar inn á ganginn, en ég hikaði við að opna þær. Hvað ef hin sterka frænka mín stæði nú við dyrnar á herberginu minu og dimmur stiginn fyrir aftan okkur? Ef hún réðist á mig gæti ég ekki gert mér neinar vonir um að ráða við hana. Ég sneri húninum mjög varlega og opnaði örlitla rifu svo ég gæti rétt gægst fram á ganginn. Vivien stóð fyrir utan her- bergishurðina mina og i mánaskininu var hár hennar silfurlitt. Hún var í síðum náttkjól og hún kreppti hnefana aðsíðunum. Mér varð hugsað til tóma rúmsins fyrir innan og ég vonaði innilega að hún myndi ekki opna hurðina. En á sama augnabliki galopnaði hún hurðina. Hún fór ekki inn fyrir en starði inn í her- bergið eins og hún væri að fullvissa sig um að ég væri ekki þarna. Svo sneri hún sér við og skildi hurðina eftir hálfopna. og hún starði inn ganginn í átt til min. Það var eins og við værum að horfast í augu. Ég reyndi árangurslaust að fullvissa sjálfa mig um að hún gæti engan veginn séð mig gegnum þessa örmjóu rifu og í þessu myrkri. En ég sá hana galopna munninn og ég beið með r I mánaskini hverja taug þanda til hins ýtrasta eftir aðhún æpti. „Mamma, mamma, mamma!" Hún var stif af æsingi. Hún hljóp af stað i átt til min. Ég þorði ekki að loka hurðinni; hún yrði strax vör við hreyfinguna. Ég bara beið. „Ég er hérna niðri, elskan. Inni í stofu." Rólyndisleg rödd frænku minnar barst upp til okkar. Vivien hikaði en sneri sér svo við og það var greinilegt að hún varð rórri. Hún hljóp að stiganum og sagði með grátstafinn í kverkunum: „Mamma, ég fann þig hvergi." „Ég er hérna, elskan. Og pabbi líka. Gastu ekki sofið. Það er af þvi tungls- Ijósið er svo skært. Eigum við að fá okkur eitthvað heitt að drekka?” „Hvarer Joanna?" „Ég ætla að vona að hún sé i rúminu sínu," heyrði ég að Julian frændi sagði. „Hún er ekki þar,” svaraði Vivien. „Og þegar ég fór að gá að mömmu, þá fann ég hana ekki.” „Það er nú ekkert skritið, elskan mín, því ég var hérna. En Joanna hlýtur bara að vera ennþá frammi á baði. Komdu nú. Við skulum fá okkur eitthvað heitt að drekka frammi í eldhúsi. Kemur þú lika, Julian?" „Það held ég nú. Ég kem eftir augna- blik." Ég heyrði að þau gengu af stað niðri og það marraði i eldhúshurðinni. Dágóð aðferð til að láta mig vita hvert þau færu og hvað þau yrðu að gera næsta hálftim- ann. Ég kom fram á stigapallinn um leið og frændi minn stökk upp stigann og þrýsti lykli í hönd mína og klappaði mér hug- hreystandi á vangann, svo hljóp hann aftur niður. Ég fór inn til mín og læsti að mér. Það sást ekkert til Söru frænku við morgunverðarborðið. en hin óút- reiknanlega Vivien fagnaði mér með brosi. „Viltu egg?" spurði hún. „Mér tekst ágætlega að matreiða egg, er það ekki pabbi?” „Jú, svo sannarlega." Julian Marsh brosti til min. „Þú virðist hafa hvílst vel," sagði hann. „En hvernig svafstu annars?" „Vel, þakka þér fyrir.” Ég leit út um gluggann á trén og gróðurinn fyrir utan og sá að það var farið að hvessa. „Ég varð ekkert vör við að það hvessti í nótt. En sú breyting!" „Þarna kemur pósturinn," tilkynnti Vivien um leið og hún renndi tveimur steiktum eggjum á disk og setti hann fyrir framan mig, „Hann kemur alltaf Skop Já, það cr víst því miður satt að hann Sergej okkar er skilinn, Anna Pavlovna. Kn hann fékk þó alténd dálitlar sárabxtur. % HÖFUM OPNAÐ % l'kir HÁRSNYRTISTOFUNA PAPILLU !klr Á stofunni er alhliða þjónusta fyrir dömur og herra. Einnig eru á boðstólum hártoppar fyrir herra og þjónusta í sambandi við þá, svo sem litun og liðun. Starfsfólk okkar er Heiðdís Þorbjarnardóttir hárgreiðslusveinn Ragnar Harðarson hárgreiðslu- og hárskerasveinn Dorothea Magnúsdóttir hárskera- og hárgreiðslumeistari Torfi Geirmundsson hárskerameistari. IL'^rV^ffllfftlllÍ *Z'Z,“-"naa HÁRSNYRTISTOFAN 0^£) 0^) 22 ViKan 13. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.