Vikan


Vikan - 27.03.1980, Blaðsíða 16

Vikan - 27.03.1980, Blaðsíða 16
Smásagan sagði ég „Ég ætlaði ekki að koma." Hann glotti. „Ekki það, nei? En nú ertu komin og ég er feginn þvi. Þú kannt vel aðstýra bát. skvísa." „Þú líka," sagði ég hugsandi. „Hver á hann annars?" t „Ég á hann." sagði hann lágt. „Ég smíðaði hann sjálfur.” Ég lyfti brúnum og núna sá ég i fyrsta sinn að það var meira í þennan mann spunnið en ég hafði gert mér grein fyrir. Hann var ekki vitund hrokafullur, hann var bara svona öruggur með sjálfan sig. Hann stýrði bátnum unaðslega cftir kröppum sjónum. Hvorugt okkar sagði mikið, þess var engin þörf. Það skapast sérstakt samband milli tveggja manna sem vinna saman viðaðstýra bát. Við komum til Cala Koig eftir nokkra klukkutima og lögðumst að bryggju. Maður vaxinn eins og tunna kom niður til þess að taka á móti okkur og Sean kynnti mig fyrir Sam. Sam brosti til mín ogsneriséraðSean. „Það tók sinn tima.” Sean sneri sér að mér. „Hann er besti skipasmiðurinn hér á eyjunni en hann er sannkallaður þrælapiskari." Ég leit i kringum mig og kom auga á næstum fullsmiðaðan bát á stokkum. „Svo þið smíðið báta hér, Sam?" „Já, ungfrú, þegar engar tafir verða." Hann leit í áttina til Sean. Ég komst að þeirri niðurstöðu að mér likaði vel við Sam. hann var maður með báðar fætur á jörðinni og ekkert rugl. Sean hækkaði í áliti hjá mér i annað sinn af þeirri ástæðu að þessi alvarlegi gamli maður var ánægður með hann í vinnu. „Það mætti segja mér að ykkur langaði í brauðbita og tcsopa," sagði Sam. „Ég skal sjá um það." Og hann kjagaði í burtu. Það sem lífið getur boðið þér „Ætlar þú ekki að sýna mér staðinn?” spurði ég. „Það er nú ekki mikið að sjá — bátur- inn hér og tveir aðrir hafa verið pantaðir ” Sean sýndi mér kofa sem notaður var fyrir skrifstofu, verkstæði og geymslu. „Þú plataðir mig," sagði ég. „Hvers vegna klæðir þú þig eins og hippi?" „Hvaða máli skiptir það, skvísa. Það eru margir sem kjósa að hætta í lifs- gæðakapphlaupinu og njóta sólarinnar þess í stað. Hvað er athugavert við það þó þetta fólk klæðist skrautlegum fötum og lifi einföldu lífi? Það þarf kjark til að gera slíkt." „Della, Sean. Þú vinnur nytsamt starf, en það þarf ekki kjark til þess að búa uppi í hæðunum og búa til perlu- festar — það er uppgjöf." „Þú ruglar öllu saman, skvísa. Þetta fólk er að leita hamingjunnar. Hún finnst ekki alltaf en þú hefur ekki kjark i þér til þess að halda af stað og reyna.” „Ég get ekki bara farið af stað upp úr þurru. Kannski þegar.. .” „Kannski, kannski," sagði hann háðs lega. „Það sem þú ert að gera er til að öðlast öryggi á kostnað hamingjunnar.” „Ég á ekki annarra kosta völ." Ég var nú komin í algera vörn. „Mig hefur alltaf langáð til að mála en ég mála ekki nógu vel til þess að geta unnið fyrir mér svo ég verð að halda áfram að gera það sem ég kann. Ég hef ekki efni á draum- um." Hann horfði lengi á mig og sagði svo blíðlega: „Svo þig langar til þess að mála." Hann benti mér á gamalt stein- hús. „Þarna búum við Sam. Við breyttum stóru seglageymslunni í ibúð. Myndir þú vilja fá hana?" Ég leit pireygá hann. „Gegn hverju?" „Það eina sem þú þyrftir að gera væri að sjá um heimilisverk nokkra klukku- tima á dag og við sjáum þér fyrir ókeypis húsnæði og viðurværi.” „Þú hlýtur að vera klikkaður." „Ekki ég, skvísa, en ég veit ekki með þig. Ef þú þráir sannarlega tima og stað til þess að mála, þá munt þú ekki hika." „Þetta umhverfi er alls ekki við mitt hæfi,”sagði ég reiðilega. „Ekki hefði ég haldið að málun væri við þitt hæfi,” sagði hann þurrlega. „En ég held nú samt að þú sért farin að velta fyrir þér hvað eigi í rauninni við þig." Áður en ég gat orðið reið út í hann hló hann snöggt og rétti mér síðan hönd- ina. Ég tók í hana og varð skyndilega svo bjánalega ánægð, handtakið var kalt og þétt. Ég varð lika eilítið hrædd, því það virtist engin sérstök ástæða fyrir þessu. Við gengum aftur að húsinu og þáðum te og brauð með hunangi hjá Sam. Þetta var fallegt gamalt steinhús en það leit út fyrir að þessir tveir menn þyrftu einhverja umsjá. „Komstu vörubílnum i gang. Sam?" spurði Sean skyndilega, „Já. það voru bara einhver óhreinindi í leiðslunni.” „Gott, þá ek ég þér aftur til Raphael. Biddu hérna aðeins. skvisa." Þegar ég var orðin ein með Sam fór ég að hugsa. Ég var ekki sátt við að þessi Sean hafði orðið til þess að ég efaðist um sjálfa mig. Innst inni vissi ég að starf mitt var auðveld undankoma. Ég var á góðum launum en lif mitt var stefnu- laust. Ég sætti mig enn síður við að ég hafði ekki hugmynd um hvers ég vænti af lífinu. ÞásáégaðSam virti migfyrirsér. „Hefur Sean unnið lengi hjá þér?" spurði ég út i loftið. Hann hnussaði. „Þú veist ekki mikið um hann, er það, ungfrú? Við rekum þetta i félagi og hvað mig varðar þá yrði ekki á betra kosið. Þetta hefur stundum verið barátta en hann Sean er bardaga- maður og núna höfum við meiri verk- efni en við komumst yfir." Hann kinkaði kolli til min. „Ég er feginn þvi að þú ætlar að sjá um heimilið fyrirokkur. Húsverk og eldamennska eru kvenmannsverk eins og ég segi alltaf.” Ég var orðlaus en hann hélt áfram. „Ég býst við að hann hafi sýnt þér gömlu seglageymsluna og þér hafi fundist hún orðin snotrasti staður og allt það." Hann brosti til min, fallegu brosi. „Ég býst við að þú sért sæmilegasta stúlka en þér er best að fara núna. Sean er kominn með bílinn fyrir utan.” í bílnuni á leið til Raphael leit Sean á mig. „Þú ert nijög þögul. Hvað sagði Sam?” „Hann kallaði mig sæmilega stúlku.” Hann hló. „Þá hefur honum likað vel við þig. Þetta er mikið hól hjá Sam." „Segðu mér eitt: Hvers vegna fórstu til Raphael i morgun?" „Nú, i fyrsta lagi til þess að ná í bát- inn.” „Og i öðru lagi?” Til þess að hitta vissan aðila,” sagði hann hægt. „En hún kom ekki. Hún skildi eftir miða hjá Toni þar sem hún sagðist ekki hafa áhuga.” „Á hverju?” „Því sama og þú hefur ekki áhuga á. skvísa. Sam og ég þurfum að ha’fa konu á heimilinu, við þurfum að borða og lifa sómasamlegu lífi. en við önnum varla bátasmíðinni." Hann blistraði lágt nokkurn spöl, en bætti síðan við: „Frá sjónarmiði kven- manns er þetta líklega ekki mjög heill- andi. Ég hef kannski ofmetið hið ein- falda líf." Hann andvarpaði. „Við verðum bara aðauglýsa." Ég sagði ekkert en sat og hugsaði. Þegar ég skildi við hann í Raphael sagði ég: „Kemur þú hingaðá morgun?" „Ég þarf að versla — hvers vegna?” „Þvi að á morgun verð ég kannski ekki á bilnum. Viltu kíkja eftir mér við appelsínulundinn?" „Ég fer ekki fram hjá án þin." Viðtókumst i hendur. „Sé þig á morgun." „Á morgun og alla aðra morgna." sagði hann rólega. Ég ók hægt aftur til ungfrú Randall. Hún beið eftir mér. Hún gaf mér ekkert tækifæri til þess að tala. „Annaðhvort ertu veik eða sturluð.” Ég opnaði munninn en hún hélt áfram: „Gerir þú þér grein fyrir þvi að ég er búin að bíða i allan dag billaus og án allra fregna?" „Mér þykir það leitt, frænka. Ég held aðþaðsé best aðégsegi upp strax." Þetta kom illa við hana. Hún vissi vitanlega að ekki yrði auðvelt að fá ein- hverja í staðinn fyrir mig, ef það yrði þá hægt. „Láttu þetta bara ekki endurtaka sig og þá skal ég reyna að gleyma þessu." „En, frænka. ég get ekki gleymt þessu.” Varir hennar herptust saman. „Það er maður, það mætti segja mér það. Kjáni ertu, barn. Segðu rnér frá þessu öllu og Skop 16 Vikan 13. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.