Vikan


Vikan - 27.03.1980, Blaðsíða 43

Vikan - 27.03.1980, Blaðsíða 43
6. hluti ekki, það var sannleikurinn. Lífið gat leikið hvem sem var grátt og það var ekki til nein örugg aðferð til að sigrast á erfiðleikunum. Það var aðeins fólk sem gat hjálpað. Fólk eins og Owen Jenkins sem hafði látið hann hafa vinnu þegar hann kom til Waverly. Hann sneri sér aftur að henni. „Hlustaðu nú á mig,” sagði hann. „Við erum öll saman í þessu: þú og ég og Karen og dr. Muir og frú Tyndall og allir. Viðerum öll hjá þér.” „Hún er ekki þitt barn.” Hún horfði næstum reiðilega á hann. Augu hennar voru enn grátbólgin og vangar hennar voru enn þrútnir. „Ég veit það." Einhvern veginn hafði þetta sært hann. Hann reyndi þó að ýta því frá sér. Janet myndi aldrei fá að vita hve mikið hann hafði lagt i sölurnar til aðbjarga barninu hennar. „Ég hef aldrei eignast barn," sagði hann. „Ég vildi þó óska að svo væri.” Það var undarlegt að segja þetta við hana þvi að hann hafði aldrei hugsað þannig áður. En það var sannleikur. „Ef það ert þú sem þarft að líða mest núna, þá er það vegna þess að þú hefur mestu að tapa. En mér finnst ég lika hafa miklu að tapa þóað hún sé ekki mitt barn.” Hann gekk til hennar og lagði höndina á vanga hennar. „Janet,” sagði hann. Hann beygði sig niður og kyssti hana blíðlega á munninn. Hann hafði bara ætlað sér að kyssa hana bliðlega en þegar hún lagði handleggina utan um hann kysstust þau af meiri ástríðu en þau höfðu haldið að þau ættu til. Þessi þörf sem þau fundu allt i einu fyrir hvort annað var eins oglogi. Hún náði sér fyrst. „Peter. . . þetta er brjálæði!" sagði hún. „Þetta er það sem allra síst.. „Uss," sagði hann. „Ef þú verður að tala. talaðu þá lágt.” Hann hélt henni aðeins lengur í örmum sér og hvíldi kinnina á hári hennar. Hún hreyfði sig ekki. „Þarna sérðu," sagði hann bliðlega, „við stöndum öll saman í þessu, ekki satt?” Hún andvarpaði hægt. „Ég býst við því.” Hann beygði sig niður og kyssti hana á ennið. „Við sjáumst á morgun," hvíslaði hann. „Sofðu rótt.” Þegar hann gekk að dyrunum voru tilfinningar hans ákaflega ruglingslegar. Um leið og hann lokaði dyrunum að íbúð hennar kallaði hún lágt til hans: „Góða nótt. Peter.” Hjúkrunarkonurnar gerðu að gamni sinu við Peter næsta morgun þvi að hann fékk engan morgunverð. Hann átti að leggjast inn á skurðstofuna klukkan niu. Þar biðu hans dr. Muir og annar yngri læknir. Þarna var einnig svæfinga- læknirinn sem hann hafði hitt áður ásamt nunnu og tveimur hjúkrunar- konum. Hann rétt náði að bjóða þeim góðan daginn áður en honum var gefin sprautan og allt hvarf honum. Það var eitthvað sem hann hafði haft miklar áhyggjur af. Hann reyndi að opna augun. Grænt, hugsaði hann. Allt var grænt. Hann lokaði augunum aftur. Hann heyrði karlmannsrödd segja: „Þú getur séð hann núna, hann er einmitt að vakna.” Þetta græna var tjald. Hann var inni í ferhyrningi sem myndaður var af grænum tjöldum. Hann sneri höfðinu. Hann heyrði Janet segja: „Hvernig líður þér?” Loksins sá hann andlit hennar. Hún var ákaflega falleg, dökkt hár hennar var burstað og gljáandi, en augu hennar voru áhyggjufull. „Ég er þunnur,” svaraði hann og brosti til hennar. „Mér liður eins og ég hafi drukkið heila tunnu af rommi aleinn. Og svo er ég þyrstur! Það sem mig vantar núna er heil tunna af vatni.” „Þau munu koma með tebolla til þín núna rétt bráðum,:”sagði maðurinn. Nú kom Peter auga á hann. Hann var hjúkrunarmaður, í grænum einkennis- búningi skurðstofustarfsliðsins. Hann stóð við fótagaflinn. „Liggðu bara alveg kyrr, þá mun þér fljótlega líða betur. Þú varst ekki svo lítið mælskur?" bætti hann hlæjandi við. Peter leit á hann og hleypti í brýrnar. „Hvaðáttu við?” „Þú barðist um þegar við vorum að koma þér hingað inn. Og svo varstu að hrópa uppeitthvert nafn í sifellu?” „Nafn?" Hónum var brugðið og hann reyndi að risa upp. „Hvaða nafn?" „Einhver Hazel. Það var eins og þú værir að skipa henni fyrir.” Hjúkrunar- maðurinn deplaði augunum til Janet. „En sú vitleysa,” sagði Peter sem nú var farinn að ná sér. Hann hafði heyrt að fólk hegðaði sér stundum undarlega eftir svæfingu en honum hafði ekki dottið sú hætta i hug. Hann hefði ekki átt að spyrja hjúkrunarmanninn, ekki á meðan Janet var viðstödd. Hann sagði áhugalaust: „Ég þekki enga Hazel." Janet lagði höndina yfir hönd hans. „Leggðu þig nú og hvíldu þig, Peter.” „Hafðu engar áhyggjur," sagði hjúkrunarmaðurinn hlæjandi. „Þú notaðir engin mjög Ijót orð! En ef þér liður betur núna, þá skal ég láta þau vita að þú megir fá tebolla. Síðan verðurðu að fara í þitt eigið rúm og sofa þetta allt saman úr þér.” Peter hallaði sér aftur og reyndi að sýnast í fullu jafnvægi því að Janet 13. tbl. VIKan 43
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.