Vikan


Vikan - 27.03.1980, Blaðsíða 30

Vikan - 27.03.1980, Blaðsíða 30
Draumar Maður með brún augu Kæri þáttur. Mig lartgar til að sertda draurrt í þáttinn. Hann hljóðar svona: Ég lá í rúmi og mér Jannst maðurinn ælla að kyssa mig, en ég var nógu fljót að láta það ekki ske, en hann var breyttur, orðinn stærri. Dökkhært barn með brún augu var í baksýn og maðurinn er sjálfur með brún augu, en ég er sjálf með brún augu og dökkhœrð. Virðingarfyllst. I.Þ. P.S. Maðurinn sem ætlaði að kyssa mig er með brún augu og dökkhœrður. Þessi draumur bendir til að þú eigir í vændum nýtt og spennandi ástarævintýri. Farðu þér hægt í því sambandi því þér er hætt við vonbrigðum í þeim efnum ef þú teflir of djarft. Þetta merkir líka einhvern ávinning, en frekar ólíklegt að þetta tákni að þú hafir samband við þennan tiltekna mann í draumnum. Þrír blóðdropar á höfuðið Kæri draumráöandi! Mig langar til að biðja þig um að ráða fram úr þessum draumi fyrir mig. Mig hefur dreymt hann þrisvar sinnum með fjögurra mánaða millibili. Og hér er í i'o draumurinn: Ég er alltaf stödd ístóru hqfi, mjög fögru og fornu. Mér finnst það standa i eyðimörk, aðeins mjög faltegur garður umlvkur hoftð. Þar eru suðrœn blóm. Komið er inn i stóran sal og ég sé sjátfa mig standa þarna um það bil fjórum árum eldri en ég er núna, svona 20-21. / raunveruleikanum er ég með stutt hár en þarna var ég með gullfallegt hár niður á rass, slegið. Ég var með gullspöng um hárið með silfurlaufblöðum, i hvitum kyrtli með bláa skikkju á öxlum. með gullhringi á fótum með laufblöðum, sams konar og á höfði. Og mér finnst ég halda á hörpu. Allt umhverfið þarna er mjög hátíðlegt og fornfálegt, líkist helst ein- hvers konarfórnarhofi. Fólkið þarna er i sams konar klceðnaði og ég, karlar i dökkbláu og hvítu en konur í alla vega litum klæðum. Nú hefst einhver athöfn. Kveikt er á 7 kertum á altari þarna i sal inn af salnum, semfólkið er statl í. Og Ijósin kvikna af sjálfu sér. eitt í einu. Þá geng ég að þessu altari og fer að spila á þessa hörpu. Þá allt i einu birtist maður mér við hægri hlið og hefur upp röddu og mælir: „ Yður skal hér með kunngjört, unga stúlka, hinn hágöfgi Venus vill fá að tala við þig eftir skírnina. " Sjálfur fannst mér hann heita Rocko. „Já." svara ég og held áfram að spila, hœgt og seiðandi. Þá kemur gamall maður með sitt hvitt skegg, sem ég hygg að hafi verið afi minn í þessum draumi. Tekur hann hörpuna, heggur hana í tvennt. en hún hangir saman á einum þræði, og leggur afi minn hana yfir mig, eða réttara sagt yfir hálsinn. Svo tekur hann blóð, sem er í skál þarna á altarinu, setur baug- fmgur ofan í það og lætur drjúpa þrjá blóðdropa á höfuð mér. Síðan nuddar hann blóði á enni mitt og gerir kross. Síðan slekkur hann á 4 Ijósum en lætur þrjú lifa. Söngur stígur upp að þessu loknu og sungnir eru sálmar. Svo er athöfninni lokið. Þarna hét ég minu rétta nafni en öðru nafni bætt við. Svo er ég leidd til hans hátignar Venusar. Þetta er í stærsta sal hofsins en þeir eru þrír. Þar situr hann i hásæti ogforljótur er hann viðfvrstu kynni. Ég lýt honum og kyssi fætur hans. Þá allt i einu breytist hann og verður einn af bestu vinum minum, sem heitir . . . Hann segir við mig: „Elsku . ... ég gat ekki breyst nema hrein stúlka og skírð kyssti fætur mina. Núna er ég orðinn ég sjálfur." Og að lokum finnsl mér við komin i eina sæng. klædd i hvíta kyrtla. Svona endar draumurinn. Með þökk. Ronnie. Þér væri hollast að gæta heilsunnar vel á næstunni og fara í þvi tilliti með mikilli gætni. Fylgir þú þeim heilræðum máttu eiga vísan bata og velgengni í flestu tilliti. Velgengni og auðsæld mun þá verða þitt hlutskipti i lifinu og þú munt njóta góðs af reynslu varðandi fyrri erfiðleika. Gættu þin á að láta ekki dagdrauma og óraunsæi ná of miklum tökum á þér því slíkt gæti tafið fyrir framþróun, orðið þér til tjóns á ýmsa vegu og valdið þér niðurlægingu í annarra augum. Við bjuggum í banka Kæri draumráðandi! Ég ætla að biðja þig að ráða draum fyrir mig. Hann er svona! Mér fannst ég vera í Þýskalandi og ég væri hálfgerð sígaunastúlka. Móðir mín var sú sama og er í raunveruleik- anum en faðir minn var sígauni. Við vorum 5 systkinin og mjög fátœk (í draumnum). Við áttum heima í banka. bankinn sjálfur var á tveimur neðstu hæðunum en fullt af íbúðum á hinum 8. Mamma vann í einhverri matar- verslun. Einu sinni fékk ég að fara með henni í vinnuna. Þegar vinnutiminn var búinn settust allir á bekki ogfóru að tala saman. Mamma settist hjá nokkrum ístenskum konum sem voru þarna (hún þekkir þær i raunveruleikanum), og einni sígauna- stúlku. Allt hitt fólkið sem vann þarna voru sígaunakarlar. Allt i einu kom einn af köllunum ogfaðmaði mig að sér og gerði það sama við hitt fólkið á meðan stóð ég á miðju gólfinu og glápti eins og asni. Þá kom mamma og sagði að ég ætti að gera eins. ég vrði að sætta mig við það því að þetta væri venja. Égfór heim með íslenskri vinkonu minni (ég man ekki hvað hún heitir). Þegar við vorum að koma að bankanum mættum við drauma-pabba minum. Hann sagði að ég ætti pakka uppi í ibúðinni. Hann sagði að hann væri 5 sm breiður og 2 metra langur. Við Jlýttum okkur upp en vorum svolítið lengi því að við áttum heima á efstu hæð. Þegar við vorum komin upp kom mamma á móti okkur með pakkann. Ég flýtti mér að taka utan af honum og í pakkanum var veiðistöng. Ég varð voðalega hissa þegar ég sá hvað þetta var. Veiðistöngin var úr skrítnu efni. Innst var járn, svo var hún klædd með strigaefni Það var nœstum mosagrænl en saml Ijósara en það. Ég vonast fjótt eftir svari. HM Flest tákn i draumnum boða að þú munir verða fyrir erfiðleikum og fláræði af annarra völdum. Gættu þín vandlega á að treysta ekki öðrum í blindni og reyndu að gera þér sem gleggsta mynd af þeim sem þú þarft að umgangast. Enginn er með öllu gallalaus og hætt er við að þú munir komast að raun um það hvað varðar einhvern þér tengdan. Láttu þetta ekki á þig fá því innan tíðar líturðu alla þessa atburði í öðru ljósi og virðist þá sem nýjar leiðir opnist. Með þvi mun líf þitt taka nokkrum stakka- skiptum og allt verða mun greiðfærara en áður.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.