Vikan


Vikan - 27.03.1980, Blaðsíða 41

Vikan - 27.03.1980, Blaðsíða 41
12. Versalir pipraður. Béarnaise-sósan var líka góð. Verðið er 8.865 krónur. Lúðvíksnaut Nautabuffsteik að hætti Lúðvíks fjórtánda var raunar öllu betri en turn- bautinn, miðlungi steikt og með brúnni, hálfsætri sósu. Verðið er 8.900 krónur. ís Rjómaís hússins búinn til i eldhúsinu var einfaldur og góður. Verðið er 1.290 krónur. Pönnukökur Pönnukökur með ís og ávöxtum voru með rönd af jDeyttum rjóma að utan og fylltar með Is og niðursoðnum ávöxtum. Pönnukökurnar voru ekki nógu þunnar. Verðiðer 1.560 krónur. Kaffi Kaffi eftir matinn var sæmilegt og kostaði heilar 550 krónur. Vín Einhver ruglingur var á vinveitinga- leyfi Versala um þessar ntundir. Vínlist- inn var þó til, stuttur og ágætur. Þar mátti sjá Tio Pepe sérrí og Noval portvin. Geisweiler. Saint-Laurent og Trakia rauðvin og Chablis. Gewúrztraminer og Edelfráulein hvit- vín. Þetta er raunar besti vinlisti landsins, þótt stuttur sé. Að þessum orðum skrifuðum. sé ég i fréttum, að vínveitingaleyfið er fengið. Því fagna ég, um leið og ég vona, að Homið þurfi ekki lengi að biða og Laugaás fái leyfi, verði þess óskað. Sum hús með gömul og nv vínveitingaleyfi eru mun lakari en þessi þrjú. Þetta var sérstaklega meyr steik og nokkuð bragðgóð. Sósan var fremur hlutlaus. Verðið er 5.420 krónur. Appelsínulamb Lambabuffsteik með glóaldinum var hæfilega steikt, bleik og meyr. sennilega besti matur prófunarinnar. Með henni fvlgdi ágæt sveppasósa. Verðið er 5.270 krónur. Kjúklingur Kjúklingur að hætti Ho Chi Min var hæfilega lítið matreiddur og þar af leiðandi bragðgóður. Honum fylgdu hrísgrjón með papriku, ananas og karri- sósu. Þetta meðlæti var vel við hæfi og mun betra en jukkið, sem fylgdi hinum réttunum. Sætubragð var af karrisós- unni eins og sumum öðrum sósum Versala. Verðið er 6.795 krónur. Turnbauti Tournedos Béarnaise, hrásteiktur. var mjög mjúkur og góður, en dálitið mikið Meölœti Áður hefur verið minnst á, að ágætt hrásalat fylgdi öllum aðalréttum. Vfirleitt fylgdi þeim einnig sama soðna grænmetið. rósakál, gulrætur. spergill og sveppir, svo og bökuð kartafla. Mér hefði nægt kartaflan ein, enda var hún ágæt. Lúðvíkslamb Kryddlegin lambabuffsteik að hætti Lúðvíks fjórtánda var aðeins litillega ofsteikt og hafði enn dálítinn roða innst. Milliverð F.nginn matseðill dagsins er i Versölum. Meðalverð sjö súpa og for- rétta er 2.300 krónur, sautján aðalrétta 6.900 krónur og þriggja eftirrétta 1.500 krónur. Samtals ætti þríréttuð máltíð þvi að kosta að meðaltali um 10.700 krónur og að meðtalinni hálfri flösku á mann af Trakia rauðvíni og kaffi um 12.600 krónur. Allt er þetta samkvæmt verðlagi í febrúarlok. Af þessu má sjá, að verðið i Versölum er á milli verða Holts og Sögu annars vegar og Hornsins og Laugaáss hins vegar. Virðast mér jrau verðhlutföll við hæfi. Matreiðslan i Versölum fær sjö í einkunn, þjónustan átta, vínlistinn sjö og umhverfi og andrúmsloft átta. Vegin meðaleinkunn Versala er sjö. Og er þar með fundið þriðja besta veitingahús landsins. Jónas Kristjánsson í næstu Viku: Skrínan 13. tbl. Vikan4I
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.