Vikan


Vikan - 27.03.1980, Blaðsíða 6

Vikan - 27.03.1980, Blaðsíða 6
Fjölskyldumál — Guðfinna Eydal Böm sem þurfa sálfræðilega aðstoð Flest vandamál barna tengjast vandamálum fjölskyldunnar. I>aö er einnig langalgengast aöerl'iðleikar barna komi fram í árekstrum við þá sem barnið er algjörlega háð. Sálræn vandamál barna eru lika yfirleitt leyst með því að öll fjölskyldan er tekin i meðferð, og gefur það oft góðan árangur. F.n stundum er ekki nægjanlegt að meðhöndla alla fjölskylduna enda þótt undirrót vandamálanna liggi þar. Barnið verður oft sjálft að fá einstaklings- meðferð. Ein meginástæðan fyrir þvi er sú að aðstæður barna erú oft allt aðrar en fullorðinna og að börn eru frábrugðin fullorðnúm, á margvislegan hátt. Auk þess að börn eru nær algjörlega háð fullorðnum geta þau t.d. ekki rætt um aðstæöur sínar á huglægan hátt eins og fullorðnir. Hugsanir barna erti allt öðru visi en fullorðinna og það verður oft að komast að þeini með þvi að meðhöndla barnið eitt. Börn eru einnig frábrugðin fullorðnum i þvi að hegðun þeirra er oft miklu meira vandamál fyrir liina fullorðnu en þau sjálf. Börn leita ekki heldur sjálf eftir aðstoð þar sem þau skilja ekki vanlíðan sína né hegðunar einkenni. Hér á eftir eru gefin stutt dæmi um algeng einkenni barna sem þarfnast sérfræðilegrar hjálpar. Óvæntir alvarlegir atburðir Það getur komið fyrir að hörn sem verða vitni að einhverjum alvarlegum atburði. eins og dauða náins ættingja, bilslysi eða eldsvoða. sýni af sér sálræn einkenni sem þau hafa ekki gert áður. Mjög sterk angist barnsins kemur frarn i einkennunum. Slik börn þarfnast meðferðár strax. Mjög þæg börn Sum börn virðast vera óeðlilega þæg. Þau eru oft róleg. hlýða i einu og öllu og eru yfirmáta aðgælin við alla hluti. Tilvera þessara bama mótast oft af þvi að gera foreldrunum allt til geðs og þau hegða sér sérstaklega vel bæði heima hjá sér. í skólanum og sem gestir. Yfirmáta þæg börn reyna oft með yfirbragði sinu að leyna því hve hrædd þau eru viðeigin fjandsamlega afstöðu gagnvart öðrum og eðlilega árásarhneigð annarra. Mjög árásargjörn börn Börn sem eru óeðlilega árásargjörn þurfa oft aðstoðar við. Árásargirni getur orsakast af mörgum ólikum aðstæðum og er mikilvægt að komast að þvi i hverju hún felst svo að meðferðin geti tekið mið af þvi. Árásargirni getur einnig komið fram i mörgum ólíkum myndum. Sum böm fá nokkurs konar köst af og til. sum eru óeðlilega árásargjörn heima en ekki annars staðar og öfugt. Slik árásargirni er háð umhverfinu og er oft tákn um svar barnsins við raunverulegu eða imynduðu óréttlæti foreldranna. Mörg þessara barna hafa það á tilfinningunni að foreldrarnir hafi svikið þau og þau verða tortryggin gagnvart öllum fullorðnum. Árásargirni getur komið fram sem eyðileggingarþörf. Öll börn eiga það til að eyðileggja hluti án þess að ástæða sé til að hafa af þvi áhyggjur. En ef engin sektarkennd virðist fylgja á eftir mikilli eyðileggingu er ástæða til að vera á verði. Einnig ef barnið virðist algjörlega skorta samúð með öðrum eftir að hafa sýnt af sér mikla árásarhneigð. Börn sem pissa og kúka á sig Það er álitið að 10-15% barna pissi á sig á næturnar við 4 ára aldur. Mörg pissa lika á sig á daginn. Sum börn læra heldur aldrei að hafa stjórn á þvaglátum og sum geta ef til vill haldið sér þurrum i einhvern tima en byrja síðan aftur að pissa á sig. Ef á heildina er litið er það aðeins litill hluti barna sem ekki getur haldið sér þurrum vegna liffræðilegra galla. Talað er um töluna 1-5% i þvi sambandi. Það á hins vegar alltaf að ganga úr skugga um það með læknis- rannsókn hvort eitthvað liffræðilegt sé að barninu ef það pissar óeðlilega lengi á sig eða byrjar aftur eftir að það var hætt. Ef ekkert likamlegt er að barninu er full ástæða til að ætla að orsökin sé sálræns eðlis. Börn sem pissa á sig vegna sálrænna erfiðleika geta bæði haft létt- vægar og alvarlegar sálrænar truflanir. Stundum er hægt að laga ástandið með tiitölulega stuttri meðferð. En i öðrum tilvikum þarf langvarandi nteðferð. Ef ekkert likamlegt finnst að barni, og það heldur áfrant að kúka á sig eftir 3ja til 4ra ára aldur. er sennilegt að það eigi i sálrænum erfiðleikum. Þvi eldra sem barnið er þeim mun alvarlegra er ástandið yfirleitt. Þegar barn kúkar á sig getur það m.a. verið tákn fyrir uppreisn barnsins gegn foreldravaldinu og hörku foreldranna þegar þeir reyndu að venja barnið af þessu. Skammir og samviskubit auka gjarnan á tilfinninga- lega erfiðleika barnsins og andstaða þess harðnar. Yfirleitt eru börn sem kúka og pissa á sig fram eftir aldri svo erfið fyrir foreldrana að þeir reyna að leita sér hjálpar. Mikill áhugi fyrir kynferðis- málum Sum börn sýna kynferðismálum óeðli- lega mikinn áhuga. Þau dreymir án afláts um kynferðismál. hugsa sífellt um þau og tala einnig mikið um þau. Sum börn með slíkan áhuga fróa sér mikið sjálf. Þau reyna gjarnan sjálfsfróun þegar þau eru ein og það virðist ekki trufla þau að aðrir séu til staðar. Einnig geta þau reynt að fá önnur börn til þess að taka þátt í leiknum. Börn með óeðli legan áhuga á kynferðismálum hafa 6 Vikan 13. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.