Vikan


Vikan - 27.03.1980, Blaðsíða 23

Vikan - 27.03.1980, Blaðsíða 23
bakdyramegin. Ég skal svara. Hérna eru iíka pylsur og flesk, Joanna." Kvíði minn hafði stórum minnkað við að sofa svona vel um nóttina. Og sú staðreynd að Alex hafði lofað að koma aftur hafði auðvitað líka sitt að segja og einnig glaðlegt andlit Vivien. - Mig dauðlangaði til að segja henni hvað hún var falleg og hvað mig langaði mikið til að við gætum orðið vinkonur. „Ætlarðu ekki að opna þetta?" spurði frænka mín og benti á stórt umslag, sem hún hafði lagt við hliðina á diskinum mínum. „Þetta eru bara einhver leiðinleg skjöl," svaraði ég og hló. „Sharon sendi þetta áfram til mín." „Hver er Sharon?" „Hún býr með mér í íbúðinni i London.” „Hvernig er hún? Er hún eins lagleg og þú?” Barnaleg hreinskilni hennar kom mér áóvartogéghlóaftur. „En þú ert lagleg, Joanna," sagði Vivien þrjóskulega. „Ég veit nú nokkurn veginn hvernig ég lít út.” svaraði ég. „Ég erfði ekki neitt af Stoddartfegurðinni, það veit guð." Frændi minn leit snöggt upp úr dag- blaðinu sem hann var að lesa. „En faðir þinn hlýtur að hafa —" byrjaði hann en leit svo á Vivien og hélt áfram lestrinum. Frænka min tók morgunverðar- bakkann sem hún hafði útbúið fyrir móður sína og gekk til dyra. Um leið opnaðist hurðin og hreingerningarkonan kom inn um leið og Vivien fór. „Hvar er lykillinn að kjallaranum. herra Marsh?" spurði hún. „Frú Marsh vill að ég taki það sem eftir er af — hérna — postulíninu uppi og fari með þaðniðurikjallara." Julian gáði í vasa sinn en sagði svo: „Frú Marsh hlýtur sjálf að vera með hann. Þú skalt spyrja hana á eftir, þegar hún er búin að borða morgunverðinn." Frú Somers kinkaði kolli og fór. Það leið ekki á löngu áður en Viven kom aftur og um leið og hún fékk sér meiri pylsur sagði hún: „Það er best ég fari inn til Magna núna fyrir hádegi. Okkur vantar orðið ýmislegt." „Ó, ekki núna, mín kæra," sagði pabbi hennar. „Ég þarf að gera ýmislegt og ég vil heldur — ja, ég vil helst koma með þér." „En það verður allt í lagi —” „Ég vil helst koma með þér, elskan mín.” „Jæja, allt í lagi." Ég var fegin þegar hún tautaði eitthvað um að hún ætlaði að búa um rúmið sitt og fór og skildi þar með mig og frænda minn aftur eftir ein við borðið. „Ég geri ráð fyrir að þú hafi verið að tala i alvöru þegar þú sagðir að þú hefðir ekki erft neitt af Stoddartfegurðinni?” sagði hann. „Ég læt það nú ekkert eyðileggja líf mitt, ef það er það sem þú ert að hafa áhyggjur af,” sagði ég hlæjandi. „Ég hélt nú að faðir þinn hefði verið skynsamari en þetta. Hann lofaði Söru fyrir mörgum árum að hann skyldi segja þér sannleikann um móður þina þegar þú næðir lögaldri. Ertu ekki alveg að verða tuttugu og eins, Joanna?" „Jú. núna tuttugasta og áttunda. Við ætluðum að fara í ferðalag um Evrópu. Kannski hefur hann ætlað að segja mér þetta — hvað sem það er nú — meðan við værum að heiman. En áttu við að pabbi og mamma hafi ekki verið gift? Og því skyldi ég ekki hafa erft eitthvað af útliti Stoddartfólksins?" „Ætlarðu að segja mér að Vernon hafði aldrei sagt þér að Pamela var aðeins stjúpmóðir þín?” „Það er best að þú segir mér allt af létta núna,” sagði ég svo rólega að ég varð alveg undrandi sjálf. „Hver var eiginlega móðir min?" Frændi minn færði stólinn sinn lil mín og sagði: „Hún var frænka min. Hún hét Lesley Arnott." „En — elskaði hann hana ekki?” „Ó — eflaust hefur hann gert það. Þau urðu hrifin hvort af öðru. Hún var lítil eins og þú og þú hefur sömu dásamlegu bláu augun og hún. Foreldr- ar hennar á'ttu býli í Nyere. ekki langt frá okkur. Ég held mig minni rétt að það hafi verið heima hjá okkur sem þau hittust fyrst. Hann fór í frí og átti svo að fara til Norður-Ródesíu næst, en fyrst flaug hann til okkar og ég er hræddur unt að ég hafi ekki verið neitt sérlega mjúkmáll þegar ég var að segja honum hvað hann hafði afrekað. Arnottshjónin, Keith frændi minn og Margaret kona hans. studdu auðvitað við bakið á Lesley. En það var allt útlit fyrir erfiða fæðingu og læknarnir ráð- lögðu henni að fljúga til Englands og fæða barnið þar." Hann brosti bliðlega til mín og sagði: „Það varst auðvitað þú, sem von var á." Hann hristi höfuðið og bætti við: „Ég var að velta fyrir mér hvort þér væri al- vara þegar þú fórst að tala um að þú hefðir ekki erft neitt af eiginleikum Stoddartfólksins." Ég sat hljóð og hugsaði. Það hafði svo sem ýmislegt bent í þessa átt, ég hafði bara aldrei velt þessu fyrir mér. Það var ekki bara það, að ég var ekkert lik Pamelu Forrest, fæddri Stoddart, heldur hafði hún aldrei sýnt mér þá blíðu sem mæður láta i té. En hún hafði aldrei verið mér vond, aðeins áhugalaus. Framhald í næsta blaði. © MYNDSMIOUAN Smiðjuvegi9, Kópavogi, sími4 5533 Tímapantanir milli 13 og 17. MINNINGIN ER í MYNDINNI FÓLGIN Barna- og fjölskyldumyndir Fermingarmyndir Brúðkaupsmyndir Tækifærismyndir Aug/ýsinga- og iðnaðarljósmyndun 13. tbl. Vlkan 1)
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.