Vikan


Vikan - 27.03.1980, Blaðsíða 18

Vikan - 27.03.1980, Blaðsíða 18
Framhaldssagan ¥ HILDA ROTHWELL: mánaskini Vivien stóð fyrir utan herbergishurð- ina mína og í mánaskininu var hár hennar silfurlitt. Hún var í síðum náttkjól og hún kreppti hnefana að síðunum. „Halló, Sharon. Hvernig hefurðu það?” Hún malaði eitthvað um einskis verða hluti og meðan ég hlustaði á glaðlega rödd hennar velti ég fyrir mér hvers vegna hún væri að hringja svona seint. „Ég hringdi til þín í gær." sagði Sharon. „Mér var sagt i The Waggoners hvar þú værir, svo ég gat fundið númerið. Ég ætlaði bara að láta þig vita, að ég væri búin að pósta til þín bréfið frá bankanum. Jú. héðan er allt gott að frétta. Ég sé þig, bless.” Ég lagði tólið hægt á og sneri mér við. Sara frænka sat i djúpum stól hinum megin i herberginu og andlit hennar var að mestu hulið skugga. Julian frændi sást hvergi. „Halló, Joanna,” sagði hún styrkri röddu. „Nei. ekki koma nær. Sestu, væna min. Þarna já. I stólinn hans Julians. Þetta er betra. Viltu hella kaffi I bollana?" Þegar ég var búin að þvi sat ég og ríghélt I stólarmana og minnti sjálfa mig á að þetta var frænka mín sem sat þarna og talaði. Vöxturinn. framkoma hennar og fas. og meira að segja röddin. var svo ótrúlega líkt að það var eins og þetta væri móðir mín afturgengin. Sara frænka hló við og sagði: „Þú hefur ekki stækkað mikið, er það? O. jæja, það var svo sem ekki við öðru að búast.” En hvers vegna. hugsaði ég og var enn ekki búin að jafna mig á því sem fyrir augu bar. Faðir minn hafði verið meira en meðalmaður á hæð og móðir mín jafnhávaxin og Sara sjálf. Og Vivien var líka hávaxin. Þær þrjár voru og höfðu verið glæsilegar og þokkafullar konur, og I fyrsta sinn á ævinni furðaði ég mig á aðég skyldi ekki hafa erft þessa eiginleika þeirra. „Hefur Vivien breyst, Sara frænka?" spurði ég. „Eða hefur hún alltaf verið svona? Og getur enginn hjólpað henni?" „Stundum og stundum ekki. Það áfall sem hún varð fyrir I Kenya skaðaði hana mikið. Sagði Julian þér frá því?” „Ég held að það sé best að þú segir mér frá þvi núna,” svaraði ég. „Föður þinum fannst ekki að þú ættir að fá að vita þetta. Eftir að Pamela dó sleit hann öll tengsl milli okkar og þín — og milli hans.” Þetta var í annað sinn. sem eitthvað braut i bága við það sem rnig minnti. „En þú skrifaðir okkur aldrei," sagði ég. „Var það ekki, Joanna? Hvernig veistu það? Siðan hvenær var farið að bera póst heim aðdyrum I Lusaka?" Nei, það var satt. Allur póstur til okkar hafði verið sendur á skrifstofuna til pabba og lagður þar á skrifborð hans. Ég gat þvi ekki hafa vitað um annan póst en þann, sem hann taldi rétt að láta mig vita um. „Þú hefur þá skrifað okkur?" spurði ég aftur, þvi ég vildi að minnsta kosti fá þetta á hreint. „Julian sendi kort stuttu eftir að við komum til Englands, til að láta vita um breytt heimilisfang. En Vernon svaraði ekki. Enda hafði hann lika gefið fyllilega i skyn hver afstaða hans væri. þegar Pamela var jörðuð." „En af hverju hélt hann að þú værir dáin? Hann hélt það. var það ekki? Hvaða afstöðu var hún að tala um og hvers vegna? „Það var ekki búist við að ég myndi lifa,” svaraði Sara frænka. „En ég var kraftmeiri tvíburinn. Pamela var alltaf — ja, fínlegri eða viðkvæmar, skilurðu?" „Áttu við að pabbi hafi ekki einu sinni beðiðeftir hvernig þetta færi?" Hún heyrði hneykslunartóninn I rödd minni og lyfti hendinni eins og i mót- mælaskyni og sagði: „Þú mátt aldrei ásaka hann fyrir neitt. Hann hafði sínar ástæður. Sagði hann þér alls ekki neitt um móður þina?” „I>etta var morð, sem var sprottið af einhvers konar hjátrú, var það ekki?" Almáttugur, þau voru jú ekkert einsdæmi I Kenya. Frænka mín hikaði en svaraði svo: „Það er kannski ekki alveg hægt að segja að þetta hafi verið morð. Þeir ætluðu aldrei að drepa hana. Þeir vildu bara fá hár hennar. Eða mitt. öllu heldur." Hún hló stuttaralega. „Fyrir töfralækninn, skilurðu." „Segðu mér frá þessu, Sara frænka,” baðég hana. „Það var aldrei neitt á huldu i sambandi við þetta," byrjaði hún. „Ég hafði farið inn til Nairobi til að versla. Ég skildi Vivien eftir hjá Pamelu. Vivien var hænd að Pamelu — henni þótti ekki síður vænt um hana en mig. Meðan hún var pínulítil gerði hún sér reyndar aldrei grein fyrir hvor var móðir hennar. Þú BANDAO brcqil ekhi A erfiöum vegum og vegleysum, þegar álagiö er mest, stendur Bandag sig best. Þess vegna velja flutningabilstjórar, rallökumenn, jeppaeigendur og aörir bíleigendur kaldsólaöa Bandag hjólbaröa sem bregöast ekki. Nú er rétti tíminn til aó setja Bandag snjóhjólbaröa undir bílinn. I lengsta rally sem haldiö hefur veriö hérlendis voru bílar á Bandag hjólböröum i 1.3.5.6. og 7. sæti. Bandag Hjólbarðasólun h.f. Dugguvogi 2 - Sími 84111
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.