Vikan


Vikan - 27.03.1980, Blaðsíða 44

Vikan - 27.03.1980, Blaðsíða 44
Framhaldssaga horfði á hann með hrukku á milli augnanna. „Ég get ekki verið lengi hjá þér, Peter,” sagði hún að lokum. Rödd hennar var lág og hún hélt enn i hönd hans. Hann leit i augu hennar, þessi djúpbláu, undarlegu augu sem hann hafði aldrei getað gleymt frá þvi að hann hitti hana fyrst. Þegar þau horfðust nú i augu var eitthvað nýtt komið til — einhvers konar eignartilfinning. Honum skildist á þessari stundu að það sem gerðist slðastliðið kvöld hafði breytt öllu. Og hann vissi lika að þögul hamingjan sem hann sá i andliti hennar ■ endurspeglaðist i hans eigin andliti. Þessi nýja tilfinning var þeim báðum svo ó- endanlega mikils virði. „Hvernig líður Karen í dag?" spurði hann. Henni líður vel, ennþá að minnsta kosti. En þetta mun verða langur dagur fyrir hana. Það verður að gefa henni blóðkornin í æð, svo að hún verður að liggja I rúminu og má varla hreyfa sig. Við mamma verðum hjá henni i allan dag." „Má ég heimsækja hana?" „Ekki fyrr en á rnorgun. Það má ekki æsa hana upp á neinn hátt í dag." Hann kinkaði kolli. „Allt í lagi. Þá segjum viðá morgun." Honum fannst næstum sem þau væru hjón sem ræddu saman um hvað væri barninu þeirra fyrir bestu. Hann fann að Janet hafði fulla stjórn á sjálfri sér. Hún þurfti að leika hlutverk sitt i dag og hún myndi gera það vel. Hann óskaði þess að hann gæti sagt einhver huggunarorð við hana en það var ekkert hægt aðsegja um framtiðina. Ekki enn. Ef hún hugsaði fram i timann. myndi sjálfsstjórn hennar verða minni. Hann þrýsti henni sem snöggvast að sér. „Dagurinn i dag er ekki beinlínis okkar dagur,” sagði hann. „En við skulum komast einhvern veginn í gegnum þetta.” Hún kinkaði kolli. Honum var nú fært teið. Hann settist upp og tók við bollanum. „Mér liður á- gætlega núna." Hann flýtti sér að taka fyrsta sopann, síðan brosti hann til hennar. „Við sjáumst seinna.” Janet gekk hægt að dyrunum. „Kannski i kvöld,” sagði hún. „Ef hún sefur vært." Hann varð óþolinmóður eftir að hún var farin. Hjúkrunarmaðurinn kom aft- ur til hans, tók púlsinn og virtist ekki vera ánægður. „Ef ég gæti fengið einhver almennileg föt i staðinn fyrir þennan í leit að lifðjafa kjól,” sagði Peter biturlega. „þá gæti ég fariðaftur i íbúðina mína.” Maðurinn brosti til hans. „Fyrst verðum við að mæla þig, kunningi." Eftir að Peter var aftur orðinn einn lagðist hann niður og hugsaði um Janet. Hún hafði sagt við hann i gærkvöldi að þetta væri brjálæði og að vissu leyti hafði hún rétt fyrir sér. Kona gat ekki leyft sér að verða ástfangin þegar lif barnsins hennar hékk á bláþræði. Og þó var þetta einhvern veginn svo einfalt og rétt. Hann gat veitt henni styrk. Hann hafði séð það þegar hann sá hve róleg hún var nú um morguninn. Hann vissi að hún hafði verið ein of lengi og að hún þarfnaðist hans meira en nokkur kona hafði áður gert. En hafði hann ekki lika verið of lengi einn? Hann hafði lifað sinu lifi i Ástralíu en honum var fyrst að skiljast það nú hve fortiðin hafði litað þar líf hans. Timinn hafði slævt eitthvað af minningunum en fortiðin hafði alltaf fylgt honum — fengið hann til að halda SKARTGRIPIR Fermingargjöfin er frá okkur. SIGMAR Ó. MARÍUSSOIM Hverfisgötu 16A - Sími 21355. HARGREIÐSLUSTOFAN KLAPPARSTIG 29 RAKARASTOFAN KLAPPARSTIG 29 HARGREIÐ Ql Q. < RAKARASTOFAN Klapparstíg 29 - Sími 12725 BÝDUR YDUR VELKOMIN HARGREIÐSLUSTOFAN Klapparstíg 29 - Sími 13010 HÁRGREI O 0C HARGREIÐSLUSTOFAN KLAPPARSTIG 29 RAKARASTOFAN KLAPPARSTIG 29 44 Vlkan I). tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.