Vikan


Vikan - 27.03.1980, Blaðsíða 37

Vikan - 27.03.1980, Blaðsíða 37
ELDUR UM BORÐ Það rann upp hörmunganótt fyrir Morro Castle: Skipstjórinn fannst látinn í klefa sínum. Átta klukkustundum síðar stóð skipið í Ijósum logum. Morð? íkveikja? Enginn veit hvað raunverulega gerðist um borð í Morro Castle. 7. september 1934 um kJ. 17.00 var morð framið á miðju Atlantshafinu, u.þ.b. 400 sjómilur suðaustur af New York. Morð sem aldrei fékkst nokkur lausn á. Morð sem kostaði 134 manneskjur lifið. Sögusviðið er skemmtiferðaskipið Morro Castle. Þetta er stórt skip, 11.520 tonn, 156 metrar á lengd. Þetta er fallegt skip með dans- og borðsölum. börum, setustofum og sundlaugunt. Þetta er öruggt skip, smiðir þess fullyrða að öryggisútbúnaður sé svo mikill að það geti hvorki sokkið né brunnið. Morro Castle er á leið frá Kúbu til New York. 318 farþegar eru með i þessari skemmtiferð. í kvöld heldur skip- stjórinn veislu og allir fara í viðhafnar- klæðnað. Engan grunar þann harmleik semáeftiraðgerast. 1. þáttur hefst nteð sakleysislegri tilkynningu frá einunt hásetanum: 1. stýrimaður er strax beðinn unt að mæta til klefa skipstjórans. William Warms hlýðir kallinu. Hann kentur að hurðinni á klefa skipstjórans i hálfa gátt. Hann ber að dyrunt og gengur inn. Klefinn virðisl tómtir. Hann gengur inn i baðherbergið. þar liggur maður i undariegurn stellingum á gólfinu. Þaðerskipstjórinn. — Hann er dáinn. Myrtur. Maðurinn sent hafði kropið yfir likinu snýr sér við. Það er dr. de Witt. skips- læknirinn. — Myrtur. stamar Warnts. — Hvernig vitið þér...? — Litiðframan i hann. Andlit hanser helblátt. Þannig Iíta þeir út sem hafa verið myrtir á eitri. Á meðan hefur enn einn maður bæst i hópinn. yfirvélstjórinn, Abbott. Hann skiptir litum þegar hann heyrir orðið eitur. Það verður andartaks þrign. Þá snýr læknirinn sér að I. stýrimanni: — Nú eruð þér skipstjórinn, Warms. Takið þér stjórnina að yður? Warms kemur ekki upp orði en kinkar kolli. Hann leggur af stað upp á stjórnpallinn þar sem honum ber nú að vera. — Það verður að læsa híbýlum skipstjórans. segir de Witt. — l.ikið verður svo krufið í New York. En lík Roberts Willmotts kemst aldrei Viðbrögð yflr- manna um borð í Morro Castle voru alveg ótrúleg til krufningar. Það hverfur og skips- læknirinn á heldur ekki nema nokkrar klukkustundir ólifaðar. Veislunni er aflýst. í danssalnum rikir myrkriðeitt. Á bafnum er þóenn Ijós þó að flestir farþega Italdi sig i klefum sinum. Það er vont i sjóinn og borist hefur tilkynning um væntanlegan hvirfilvind frá norðaustri. Að vísu ntun hann ekki geta valdið Morro Castle neinum skaða utan óþægindanna af slæmu veðri. Warms. Itinn nýbakaði skipstjóri. stendur á stjórnpalli þegar varðmaður tilkynnir honum mcrki unt reyk í skipinu. Warnts litur á klukkuna. Hún sýnir 2.50. Hann þarf að vita timann nákvæntlega til að geta skráð hann i dagbók skipsins. Þessi tiðindi valda honum engum óróleika. Hann segir 2. stýrimanni að kanna málið og gefa sér siðan skýrslu. Seinna þarf skipstjórinn að gera grein fyrir öllum sínum viðbrögðum fyrir sjórétti i New York. Hverri sekúndu. Það sannast að hann vikur aldrei af stjórnpalli. Þar ber honum að vera sent skipstjóra og 2. stýrimaður tekur við skyldum hans sem 1. stýrimanns. Það sannast lika að á þessari stundu liggur bátsmaðurinn dauðadrukkinn i koju sinni. Og Abbott yfirvélstjóri hagar sér eins og brjálæðingur — eða bleyða. 2. stýrimaður leitar um skipið en finnur ekkert grunsamlegt fyrr en hann kemur að bókaherberginu. Hann finnur reyklykt og þegar hann opnar hurðina leggur eldtungurnar á móti honum. Þeim fylgir stækur þefur, þessi eldur hefur ekki kviknað út frá neinum vindlingi heldur hlýtur hér að vera unt einhverja efnablöndu að ræða. 2. stýri rnanni dettur strax ikveikja í hug og kalt vatn rennur honunt ntilli skinns og hörunds. Hann beitir handslökkvitækinu sent hann hefur meðferðis en það hefur lítið aðsegja gegn eldinunt. Hann flýtir sér aftur til stjórnpallsins. — Það er e!dur i bókaherberginu. herra. Magnaður eldur sent breiðist hratt út. Við þurfum á vatni að halda. Skipstjórinn gefur snöggar skipanir og segir 2. stýrimanni að tilkynna um eldinn. Klukkan 2.55 hringja viðvörunar bjöllur sem gefa til kynna að eldur sé um borð og að hver áhafnarmeðlimur eigi að fara á sinn stað. En varðmaðurinn. sem fer að sækja bátsmanninn i koju sína, getur ekki komið honum á fætur. 1. stýrimaður hefur nú gegnt hlutverki skipstjóra i sjö klukkustundir. Og yfir- vélstjóri, sem á að sjá um að nægur þrýstingur sé á \atnsslöngunum, klæðir sig í snjóhvítan hátiðareinkennisbúning. Örvæntingin greip um sig á meðal farþega en enginn kom til að vísa þeim leið út úr eldinum hringir niður í vélarrúm og spyr hvort ekki séallt í lagi þar. 1. vélstjóri verður fynr svörum: — Reykurinn er kominn hingað. Hann tekur síður en svo djúpt i árinni. Vélarrúmið er orðið svo fullt af reyk að starfsmenn sjá varla út úr augum. hitinn er orðinn óþolandi. En hann segir þaðekki. Yfirvélstjórinn spyr hvort eld sé að j finna i vélarrúminu. I. vélstjóri ncitar j því. En sjálfsagt hefði það ekki breytt j neinu fyrir Abbott þó hann hefði fengið réttari upplýsingar um hið hættulega ástand. Hann leggur af stað upp á þilfar — i áttina að bjórgunarbátunum. Við hljóminn frá viðvörunarbjöll- ununt þyrpasl farþegar út úr klefunt ! sinum. Aðeins þær hræður sent enn sátu á barnum eru fullklæddar. Aðrir standa , á reykfylltum göngununt i náttkjólum j eða á náttfötum. Eldurinn magnast. Óttinn grípur um sig á göngunum. i fólk hrópar og kallar, börn og konur gráta. Allt fer á ringulreið, hitinn er óþolandi. linginn kemur til að taka forystuna og visa þeini leiðina til björgunarbátanna. I. vélstjóri, Bujia, leitar ákaft að yfir vélstjóranum. Abbott. Mennirnir i vélar rúminu hafa gefist upp. Þeir eru að j kafna i reyk og kasta upp galli. Hitínn er j kominn upp i 48 gráður. allar málmleiðslur sjóðandi heitar. Mennirnir vilja flýja af staðnum Buija hefur reynt j að ná santbandi viðstjórnpallinn. En þar svararenginn. Hann leggur af stað upp. svartur af sóti og hóstandi. Á leiðinni hittir hann yfirvélstjórann i snjóhvita einkennis búningnum. — Við erunt að gefast upp. herra minn. stynur hann. — Við getunt ekki meir. Veitið okkur leyfi til að yfirgefa ' vélarrúmið. Augu Abbottseru flöktandi. — Nei. ykkur ber að halda vélununt gangandi eins lengi og unnt er. — Já. herra. En hver segir skipstjór anum að þaðgeti kostaðokkur lífið? — Ég skal gera það. Bujia reikar aftur niður i glóandi j hitann. — Með vélarnar á fullu bcint i j dauðann. tautar hann fyrir ntunni sér. \ — Svinið. Helvitis svínið! Saga þessarar nætur um borð i Morro Castle er ótrúleg. Einu mennirnir sem sinna skyldu sinni eru mennirnir í vélar rúminu. Og gera illt verra með þvi. Skipið heldur áfram með 18,8 hnúta hraða og vindurinn magnar eldinn um borð. Skipstjórinn stendur á stjórnpalli 13. tbl. Vikan 37
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.