Vikan


Vikan - 27.03.1980, Blaðsíða 62

Vikan - 27.03.1980, Blaðsíða 62
Pósturinn Ég er hroðalega óhamingjusöm . . . og svo er ég hrifin af strák í þokkabót Kæri Póstur! Ég er hroðalega óhamingju- söm og óska oft eftir því aö ég heföi aldrei fæðst. Ég held að þú sért sá eini sem ég get snúið mér til. Mamma og pabbi eru brjáluð. Ég fer sjaldan út en samt eru þau brjáluð. Þau segja að égfari alltaf eitthvað annað en ég fer. Svo er ég hriftn af strák í þokkabót og ég held að það sé vonlaus ást. Hann daðrar við allar stelpur og alla stráka i skólanum (næstum alla). Hann fer á öll böll og diskótek og ég reyni að fara bara til að sjá hann. Einu sinni fyrir sirka 2 mánuðum var ég að ganga á einum af mörgum göngum skólans, er ég sá allt í einu þennan strák. Hann tók eftir mér og það var eins og hann vœri að bíða þegar hann stoppaði. Og um leið og ég ællaðifram hjá leit hann beint í augun á mér og við horfðumst í augu í sirka 7-8 sekúndur. en þá hélt ég áfram eldrauð í framan. Hann hélt á eftir mér en stoppaði svo hjá öðrum krökkum. Stundum þegar hann er að tala við aðrar stelpur og ég geng fram hjá þeim eldroðnar hann en hann hefur aldrei talað við mig eina. Stundum finnst mér eins og hann horfi á mig. í febrúar í fyrra gekk hann alltaf beina leið heim til sín, hann á heima í sömu götu og skólinn stendur við, en í ár gengur hann eftir annarri götu þar sem ég geng niður eftir og þar beygir hann og lendir á götunni sem skólinn stendur við. Get ég af þessu haft von um að hann sé soldið hrifinn af mér? Ein ástfangin. Ertu nú alveg viss um að veröldin sé aldeilis alveg ómöguleg, þú hroðalega óhamingjusöm og foreldrar þínir alveg brjálaðir? Gæti ekki verið að eitthvað af þessu eigi rót sína að rekja til þess að þú ert á þeim aldri sem veldur ýmsum tilfinningalegum breytingum? Því ertu annað veifið í hræðilega slæmu skapi og gerir foreldrum þínum lífið leitt og svo á næsta andartaki er allt svo yfir- þyrmandi ágætt og þú hefur löngu gleymt því sem var að angra þig í það sinnið. Þetta er mjög eðlilegt og gengur yfir innan skamms og þá finnst þér erfitt að skilja hvað í veröldinni þú fannst foreldrum þínum til foráttu. Samkvæmt lýsingu þinni á framkomu stráksins (sem var bara nokkuð nákvæm) ertu nú ekki alveg vonlaus um að hann hafi einhvern áhuga á þér líka. Þú ættir að bíða og sjá hvað setur og reyna að koma þér í kynni við hann með einhverjum ráðum. Þar gæti til dæmis komið að gagni að þekkja stelpu, sem þekkir stelpu, sem þekkir strák, sem þekkir hann . . . eða eitthvað tilsvarandi. En á meðan getur þú skemmt þér við að láta þig dreyma um hann og það er í mörgum tilvikum miklu skemmtilegra en náin kynni, því fjarlægðin gerir fjöllin blá og mennina mikla. Blað á Jövu með pennavina- dálki Elsku góði, besti Póstur! Þú verður bara að birla þelta bréf. Égfékk bréf frá stelpu í Indónesíu en hún gleymdi að skrifa mér heimilis- fangið sitt. Veist þú um eitthvert blað í Indónesíu, á Jövu, sem hefur svona þátt eins og þú? Éf þú veist um það viltu þá vinsamlegast birta heimilisfangið svo ég geti skrifað þangað og hún mun þá vonandi lesa það. Jæja, ég sendi þér fyrirfram þakkir. Ntnna Því miður, nú er Pósturinn alveg mát. Þú getur reynt að skrifa International Youth Service, Turku, Finland, og biðja um hjálp þaðan. Og svo gætirðu reyndar einnig reynt að skrifa einhverju blaði á Jövu og gefið því nafn eins og Daily News, newspaper. Java, eða annað álika og hver veit nema það kærnist til skila. Ef lesendur geta frætt okkur eitthvað meira um þetta efni eru allar ábending- ar vel þegnar. Gæti ég fengið að sofa í friðif Halló Póstur! Ég er hérna með smávanda- málfyrir þig að leysa. Ég bý í blokk og það er strákur sem býr í sama stigagangi og ég og hann spilar á bassagítar. Hann spilar á hann daginn út og daginn inn .s vo ég er alveg að brjálast af því. Hann kann ekki neitt að spila nema 5 takta, auðvitað spilar hann þá ekki nema þessa 5 takta. Ég get ekki sagt honum að hætta að spilafyrren klukkan II. Það stendur í húslögunum að það megi ekki vera hávaði eftir klukkan II. Ég ætla að nefna hérna fyrir þig smádæmi sem kom fyrir. Ég var búin að vera lengi t skólanum þennan dag. Þegar ég kom heim fór ég að læra og svo beint á handboltaæfingu. Þegar ég kom heim þaðan var klukkan að ganga 10. Ég var mjög þreytt, svo ég fór strax að sofa. Klukkan eitthvað um II vaknaði ég við lætin í stráknum en nennti ekki fram úr rúminu til þess að segja stráknum að hætta að spila svo ég reyndi að sofna aftur. Það gat ég ekki fyrr en um tólf- leytið, þá hætti hann loksins að spila. Svo það er spurningin, hvað á ég að gera? Svo er annað. I skólanum sit ég við hliðina á stelpu sem segir ekki nema eitt orð á mánuði. Hvað á ég að gera til þess að hressa hana upp?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.