Vikan


Vikan - 27.03.1980, Blaðsíða 42

Vikan - 27.03.1980, Blaðsíða 42
Framhaldssaga Þýð.: Steinunn Helgadóttir Patricia Johnstone: i leitaé lífðiafa Hann hafði bara ætlað sér að kyssa hana blíðiega en þegar hún lagði handleggina utan um hann kysstust þau af meiri ástríðu en þau höfðu haldið að þau ættu til. „Skýrslurnar frá rannsóknarstofunni líta vel út," sagöi hann. „Viðerum búin að staðfesta skýrslur dr. .lenkins og nú er ekki eftir neinu að bíða. Við munum hefja aðgerðina á morgun.” Peter fann hvernig hjarta hans tók kipp og hann leit á Janet. Hún sat hreyfingarlaus við hlið hans. Andlit hennar var fölt og hún fitlaði með fingrunum við pilsið. Það varð löng þögn. Síðan sagði Janet lágri röddu: „Hvað mun langur tími líða áður en viðvitum ...?” „Við getum ekki sagt það með neinni nákvæmni. Janet. Kannski tvær vikur. Við verðum að ræða betur um það seinna. Á morgun verðum við að reyna að halda Karen eins rólegri og mögulegt er." Hann stóð upp. gekk i kringum skrifborðið og lagði hendurnar á axlir hennar augnablik. „Þakka þér fyrir." hvislaði Janet um leið og þau voru að fara. Hún og Peter gengu aftur inn ganginn í áttina að ibúð hennar. „Jæja, þetta voru þó alla vega góðar fréttir," sagði hann. Hún svaraði ckki. | Þegar þau komu að dyrunum að ibúð j hennar sagði Itann: „Við sjáumst i j kvöld." j ,.Já," svaraði hún annars hugar. Hann var ekki viss um að hún hefði heyrt til hans eða jafnvel tekið eftir hverju hún hafði svarað. Janet var ekki i ibúð sinni þegar hann kom þar við um fimmleytið. Þá minntist hann þess að móðir hennar kom á hverjum degi. Þær voru sennilega báðar hjá Karen. Hann snæddi því kvöldverð og fór síðan aftur til hennar. Fyrst hélt hann að hún væri ekki inni því að engin Ijós voru kveikt. En þá tók hann eftir henni þar sem hún stóð við gluggann og starði út. Hún hélt að sér höndunum eins og henni væri kalt. Hún sneri sér við um leið og hún heyrði til hans. „Halló, Peter." Rödd hennar var áherslulaus. „Er þér sama þó að ég kveiki Ijósin?" Hún kinkaði kolli. „Ég ætla að hella bjór í glas fyrir þig," sagði hann. „Eftir tvær vikur munum við drekka kampavin!" Hún starði aðeins á hann. „Jæja, kannski verða það eitthvað meira en tvær vikur," sagði hann. „en kampavíniðer loforð." Hún kinkaði kolli annars hugar og tók viðglasinu sem hann rétti.henni. Það virtist ekki vera hægt að setjast niður i kvöld og ræða saman á eðlilegan hátt. Hann leit á borðið og sá bréfa- staflann. „Hvernig ganga bréfa- skriftirnar?" „Ég. . . veit það ekki." Hún virtist undrandi þegar henni varð litið á bréfa- staflann. „Svona nú. Janet. Þetta líkist þér ekki! Við fengum góöar fréttir í dag. Heldurðu ekki að þú getir verið ánægð yfir að þetta virðist allt ætla að ganga samkvæmt áætlun?” „Jú. Jú, auðvitað.” Honum likaði ekki hvernig hún sagði þetta. „Sjáðu t.d. frú Tyndall. Hún er mjög ánægð.” „Ég veit það,” sagði hún. Hún hafði lagt frá sér glasið og hélt nú aftur að sér höndunum. „En ég er bara svo hrædd. Því lengra sem við förum..." „Það er heimskulegt." Hann var að missa þolinmæðina yfir henni. „Þetta er einmitt sá timi sem við getum byrjað að vona. Frú Tyndall er viss um aðþetta muni allt ganga vel." „Þekkirðu hana?" spurði Janet allt i einu með miklum tilfinningahita. „Veistu allt um hana?" „Aðeins að hún virðist vera ánægðasta manneskjan hér." „Barnið hennar dó. . . fyrir tíu árum. Áður en þeir voru komnir svona langt í læknavísindunum. Hún hefur unnið hér síðan." Hann varð orðlaus. Honum virtist frú Tyndall vera ein af þeim konum, sem ekki vissu hvað áhyggjur voru. „Það má svo litlu muna. Skilurðu það?” Hún starði á hann. „Janet. Það mun ganga vel með Karen." En orð voru einskis virði. Hann gat ekkert gert við sorginni i augum hennar. Hún skalf ákaflega. Hann flýtti sér til hennar. Hann lagði handlegginn utan um hana og þrýsti henni að sér. Hún byrjaði að gráta eins og bam. Hann leyfði henni að gráta og reyndi að tauta hughreystingarorð meðan hann hélt stöðugt utan um hana. Loksins virtist hún verða rólegri. Hún lyfti höfðinu og leit upp til hans. Hann vissi að einhver breyting hafði átt sér stað því að hún sá hann raunverulega i þetta skiptið. „Peter. ég er svo hrædd," hvíslaði hún. „Þetta hefur verið svo hræðilega langur tími og ég hef aldrei sagt neinum frá því hve hrædd ég hef verið." Hann þrýsti henni fastar að sér og sleppti henni ekki. Nú fyrst skildist Peter hve nálægt Janet var að láta bugast. „Svona." tautaði hann. Hann strauk blíðlega yfir hár hennar eins og hún væri litið barn. „Allir verða einhvern tíma hræddir." Hún hristi höfuðið. Kinn hennar hvildi á öxl hans og hún sneri sér undan. „Ekki þú," sagði hún. „Þú verður aldrei hræddur, er það?" Hann fann hvernig tilfinningarnar steyptust yfir hann. Hve mörg ár voru liðin síðan einhver hafði leitað huggunar hjá honum? Það virtist undarlegt nú þegar honum varð hugsað til þess. Hvað hafði hann eiginlega verið að gera í öll þessi ár í Ástraliu? Hann hafði unnið. lifað þægilegu lífi, eignast vini og skemmt sér. Hann hafði jafnvel verið að hugsa um að giftast. Susan Jenkins læknir var eiginkona sem hver maður gæti verið stoltur af að eiga. Það lék enginn vafi á því að hún var mjög sérstæð stúlka og hann hafði álitið að einhvem tíma, þeg- ar rétta stundin væri komin... Hann starði fram fyrir sig í einhvers konar undrun á sjálfum sér. Hann hafði álitið að þetta væri allt sem hann þyrfti til að geta lifað góðu lífi. Hann hafði ekki vitað það fyrr en nú. á þessu augnabliki, hvernig það var að hafa einhvern, sem þurfti að halla sér að öxl hans. Og þó óttaðist hann þessa tilfinningu. Það var sem þung ábyrgð legðist á hann. Það var svo margt sem Janet vissi ekki um hann. „Hlustaðu nú.” sagði hann blíðlega. „Ég hef einnig verið hræddur. Einu sinni. . .” Hann kyngdi og gat ekki sagt meira. Öll örvæntingin og vonleysiðsem hafði gagntekið hann þegar hann var síðast í London helltist nú yfir hann og það var sem hann væri að kafna. Hún sneri sér að honum og gekk eitt skref aftur á bak svo að hún losnaði úr faðmlögum hans. „Ég veit það, Peter.” Augu hennar virtust rannsaka hann. „Ég hef alltaf vitað að það væri eitthvað. . . eitthvað i fortið þinni sem þjakaði þig. En þér tókst þó að ná þér aftur á strik, ekki satt? Þú brotnaðir ekki svona niður. Þú komst yfir þetta og nú þekkirðu aðferðina. Þú verður ekki hræddur framar." Hann leit undrandi á hana. Hún var svo nálægt sannleikanum og þó svo langt frá að dæma hann rétt. Hann hafði verið eins niðurbrotinn og nokkur maður gat orðið. Aðeins fyrir nokkrum dögum, þegar hann kom til London, hafði hann orðið eins hræddur og hægt var að verða. Ef honum hafði tekist að sigrast á þeim ótta var það aðeins vegna tengslanna við Janet og Karen og fólkið sem vann viðsjúkrahúsið. En kannski hafði hann ekki heldur dæmt hana rétt. Hann hafði dáðst að hugrekki hennar og styrk. Hann hafði aldrei búist viðaðsjá hana bugast. Hann óskaði þess að hann gæti talað við hana, rætt við hana af fullri hreinskilni og sagt henni hvernig hann var þegar allt kom til alls. En hann gat þaðekki. Hann gat hvorki sagt henni né nokkrum öðrum frá eyðunni í lífi sínu. þessu sem aldrei varðbreytt. Hann leit hjálparvana niður til hennar. „Ef ég hef lært aðferðina.” sagði hann hægt. „þá er hún ekki sérlega hald- góð." ..Kerrndu mér hana'." Það var ofsi í rödd hennar. „Hvað gerirðu, hvað segirðu við sjálfan þig svo að þú getir haldið þetta út?” „Janet.” Hann var djúpt snortinn. En það var ekki aðeins Janet, það var líka Karen. litla, viðkvæma, ljóshærða stúlkan. Það var eitthvað við þær báðar sem snart hann djúpt. „Ég veit það ekki," sagði hann að lokum. Hann sneri sér hægt að glugganum og leit út. Hann vissi það 42 Víkan 13. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.